ESB: Við bönnuðum ykkur ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 15:44 Evrópusambandið segir niðurstöðuna að hluta liggja í leyndarhyggju framleiðandans. Mörgum brá í brún um síðustu mánaðamót þegar þær fréttir bárust að morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Fregnirnar vöktu mikla athygli og sátu margir aðdáendur hins vinsæla morgunkorns eftir með sárt ennið eða byrjuðu að hamstra vörurnar í stórum stíl. Að sögn innflutningsaðilans Nathan & Olsen er skýringin sú að bandaríski framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmdist ekki Evrópulöggjöf sem Ísland hafi innleitt í gegnum EES-samninginn. Í kjölfarið bar á því að sárir aðdáendur beindu óánægju sinni í átt Evrópusambandinu (ESB) og sögðu bera ábyrgð á því að þeir þurfi nú að taka upp breyttar morgunvenjur. ESB tekur þetta ekki í mál og vísar ásökununum til föðurhúsanna. Ekki horfa á okkur „Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur ákvað víst að bæta litarefni út í uppskriftina, þannig að það brýtur heilbrigðisreglur,“ segir í Facebook-færslu sendinefndar ESB á Íslandi. „Efnið er sagt vera „náttúrulegt litarefni“ en það mun vera leyndarmál hvað það heitir eða hvort það átti að setja svo mikið af því í uppskriftina að hættulegt teljist. Við vitum bara að fyrirtækið ákvað að hætta að framleiða fyrir Íslendinga.“ Í áðurnefndri tilkynningu frá Nathan & Olsen sagði að Evrópulöggjöf sem hafi verið innleidd hér á landi geti verið „hamlandi þegar kemur að því að bjóða neytendum fjölbreytt úrval af bandarískum vörum.“ ESB virðist ekki gefa mikið fyrir þessa skýringu og enda fulltrúar þess tilsvarið á því að segjast vera stolt af því að vera með framsæknar heilbrigðisreglur. „Ekki síst ef þær eru metnaðarfyllri en á öðrum mörkuðum.“ Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur...Posted by ESB - Evrópusambandið á Íslandi / European Union in Iceland on Monday, April 19, 2021 Matvælaframleiðsla Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Að sögn innflutningsaðilans Nathan & Olsen er skýringin sú að bandaríski framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmdist ekki Evrópulöggjöf sem Ísland hafi innleitt í gegnum EES-samninginn. Í kjölfarið bar á því að sárir aðdáendur beindu óánægju sinni í átt Evrópusambandinu (ESB) og sögðu bera ábyrgð á því að þeir þurfi nú að taka upp breyttar morgunvenjur. ESB tekur þetta ekki í mál og vísar ásökununum til föðurhúsanna. Ekki horfa á okkur „Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur ákvað víst að bæta litarefni út í uppskriftina, þannig að það brýtur heilbrigðisreglur,“ segir í Facebook-færslu sendinefndar ESB á Íslandi. „Efnið er sagt vera „náttúrulegt litarefni“ en það mun vera leyndarmál hvað það heitir eða hvort það átti að setja svo mikið af því í uppskriftina að hættulegt teljist. Við vitum bara að fyrirtækið ákvað að hætta að framleiða fyrir Íslendinga.“ Í áðurnefndri tilkynningu frá Nathan & Olsen sagði að Evrópulöggjöf sem hafi verið innleidd hér á landi geti verið „hamlandi þegar kemur að því að bjóða neytendum fjölbreytt úrval af bandarískum vörum.“ ESB virðist ekki gefa mikið fyrir þessa skýringu og enda fulltrúar þess tilsvarið á því að segjast vera stolt af því að vera með framsæknar heilbrigðisreglur. „Ekki síst ef þær eru metnaðarfyllri en á öðrum mörkuðum.“ Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur...Posted by ESB - Evrópusambandið á Íslandi / European Union in Iceland on Monday, April 19, 2021
Matvælaframleiðsla Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira