Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var áreksturinn nokkuð harður og kvörtuðu báðir ökumenn yfir eymslum, þó aðeins annar þeirra hafi verið fluttur til skoðunar. Engir farþegar voru með ökumönnunum í bílunum.
Gatnamótum á brúnni yfir Kringlumýrarbraut var lokað um tíma eftir slysið og fór olíuhreinsun fram á vettvangi.