HSÍ vill byrja sem fyrst og furðar sig á gagnrýninni Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 14:01 FH vann Selfoss í einum af síðustu leikjunum áður en keppnisbann tók gildi á Íslandi 25. mars. vísir/hulda „Við viljum byrja. Við viljum fá handboltann í gang sem fyrst. Það eru okkar hagsmunir. En við viljum líka fara að vilja félaganna,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi, sem gilt hafði frá 25. mars, var aflétt í gær. Þó er næsta umferð í Olís-deild karla í handbolta ekki fyrr en 9. maí. Nokkrir leikmenn og þjálfarar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun HSÍ harðlega, í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum, sem Róbert segir að hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. HSÍ hélt nefnilega fund með formönnum íslenskra handboltafélaga í fyrrakvöld og þar talaði enginn, nema Róbert sjálfur, fyrir því að hefja keppni að nýju sem fyrst. „Mér virðist megingagnrýnin vera á það að Olís-deild karla hefjist ekki næsta fimmtudag. Við héldum formannafund í fyrradag þar sem við ræddum við hreyfinguna og lögðum fram okkar tillögu. Hún var sú að byrja næsta fimmtudag. Það lögðum við upp með í öllum deildum. Á formannafundinum kom gagnrýni á þetta frá nokkrum félögum sem sögðu okkur byrja allt of snemma. Þau vildu byrja síðar, með heilsu leikmanna að leiðarljósi. Það var enginn á fundinum sem talaði eða barðist fyrir því að byrja fyrr. Þarna voru formenn allra félaga,“ sagði Róbert við Vísi í dag. Nauðsynlegt að félögin komi vilja sínum á framfæri á fundum Það hafi því ekki verið annað í stöðunni fyrir HSÍ en að setja næstu umferð á 9. maí. Áður en að henni kemur fara þó fram frestaðir leikir á milli Gróttu og KA, og Fram og FH, 25. apríl. Enn á eftir að leika sjö umferðir í Olís-deild karla og er áætlað að keppni þar ljúki 3. júní. Þá tekur svo við úrslitakeppni. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði þessa niðurstöðu galna. Olís deild karla fer aftur af stað 25.apríl með tveimur frestuðum leikjum. Hin átta liðin vilja ekki byrja spila fyrr en eftir landsleikjafrí. Nánar tiltekið 9. maí. Galið. Einar. #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 15, 2021 „Stjórnsýsla okkar virkar þannig að það eru formenn félaganna sem eru í samtali við okkur varðandi svona ákvarðanatökur. Auðvitað eiga leikmenn og þjálfarar að hafa eitthvað um þetta að segja, en samskiptaleiðin verður að vera í gegnum formennina sem þeir eru í vinnu hjá. Ég veit ekki hvort þetta hefur verið mislestur hjá okkur eða hvað, en við fórum út af fundinum með þau skilaboð að við gætum ekki byrjað svona snemma. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir okkur að fólk láti í té vilja sinn á þeim fundum sem við höldum. Ef það er bjargföst skoðun félaganna og vilji að byrja aftur næsta fimmtudag þá er það nákvæmlega það sem við lögðum upp með og vildum. Sá vilji kom ekki fram hjá félögunum á fundinum,“ sagði Róbert. 97% leikmanna eru sammála þessum skrifum, því get ég lofað. Algjörlega galið hjá @HSI_Iceland - kannski ræða við leikmenn ? Ákvörðunin er galin https://t.co/GPcNLKXUve via @Handbolti.is— Magnús Øder (@MagnusOder) April 16, 2021 Ekkert því til fyrirstöðu að næsta umferð verði 25. apríl En ef þeir sem kallað hafa eftir því að hefja keppni að nýju sem fyrst eru ekki hávær minnihluti, er þá mögulegt að breyting verði á? Að keppni í Olís-deild karla hefjist að fullu að nýju í þessum mánuði? „Við viljum fara eins nálægt vilja félaganna og við getum, en þau hafa auðvitað rosalega mismunandi hagsmuni svo ákvarðanatakan getur aldrei verið hjá þeim. En sé það vilji félaganna í Olís-deild karla að spila þessa frestuðu leiki næsta fimmtudag, og svo næstu umferð sunnudaginn 25. apríl, þá er ekkert því til fyrirstöðu hjá okkur. Það er sú tillaga sem við lögðum upp með. Þess vegna er ég svolítið hissa á að þessi harða gagnrýni komi fram, þegar þessi vilji kom aldrei fram á fundi okkar með hreyfingunni. Þetta kemur okkur því spánskt fyrir sjónir.“ Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi, sem gilt hafði frá 25. mars, var aflétt í gær. Þó er næsta umferð í Olís-deild karla í handbolta ekki fyrr en 9. maí. Nokkrir leikmenn og þjálfarar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun HSÍ harðlega, í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum, sem Róbert segir að hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. HSÍ hélt nefnilega fund með formönnum íslenskra handboltafélaga í fyrrakvöld og þar talaði enginn, nema Róbert sjálfur, fyrir því að hefja keppni að nýju sem fyrst. „Mér virðist megingagnrýnin vera á það að Olís-deild karla hefjist ekki næsta fimmtudag. Við héldum formannafund í fyrradag þar sem við ræddum við hreyfinguna og lögðum fram okkar tillögu. Hún var sú að byrja næsta fimmtudag. Það lögðum við upp með í öllum deildum. Á formannafundinum kom gagnrýni á þetta frá nokkrum félögum sem sögðu okkur byrja allt of snemma. Þau vildu byrja síðar, með heilsu leikmanna að leiðarljósi. Það var enginn á fundinum sem talaði eða barðist fyrir því að byrja fyrr. Þarna voru formenn allra félaga,“ sagði Róbert við Vísi í dag. Nauðsynlegt að félögin komi vilja sínum á framfæri á fundum Það hafi því ekki verið annað í stöðunni fyrir HSÍ en að setja næstu umferð á 9. maí. Áður en að henni kemur fara þó fram frestaðir leikir á milli Gróttu og KA, og Fram og FH, 25. apríl. Enn á eftir að leika sjö umferðir í Olís-deild karla og er áætlað að keppni þar ljúki 3. júní. Þá tekur svo við úrslitakeppni. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði þessa niðurstöðu galna. Olís deild karla fer aftur af stað 25.apríl með tveimur frestuðum leikjum. Hin átta liðin vilja ekki byrja spila fyrr en eftir landsleikjafrí. Nánar tiltekið 9. maí. Galið. Einar. #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 15, 2021 „Stjórnsýsla okkar virkar þannig að það eru formenn félaganna sem eru í samtali við okkur varðandi svona ákvarðanatökur. Auðvitað eiga leikmenn og þjálfarar að hafa eitthvað um þetta að segja, en samskiptaleiðin verður að vera í gegnum formennina sem þeir eru í vinnu hjá. Ég veit ekki hvort þetta hefur verið mislestur hjá okkur eða hvað, en við fórum út af fundinum með þau skilaboð að við gætum ekki byrjað svona snemma. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir okkur að fólk láti í té vilja sinn á þeim fundum sem við höldum. Ef það er bjargföst skoðun félaganna og vilji að byrja aftur næsta fimmtudag þá er það nákvæmlega það sem við lögðum upp með og vildum. Sá vilji kom ekki fram hjá félögunum á fundinum,“ sagði Róbert. 97% leikmanna eru sammála þessum skrifum, því get ég lofað. Algjörlega galið hjá @HSI_Iceland - kannski ræða við leikmenn ? Ákvörðunin er galin https://t.co/GPcNLKXUve via @Handbolti.is— Magnús Øder (@MagnusOder) April 16, 2021 Ekkert því til fyrirstöðu að næsta umferð verði 25. apríl En ef þeir sem kallað hafa eftir því að hefja keppni að nýju sem fyrst eru ekki hávær minnihluti, er þá mögulegt að breyting verði á? Að keppni í Olís-deild karla hefjist að fullu að nýju í þessum mánuði? „Við viljum fara eins nálægt vilja félaganna og við getum, en þau hafa auðvitað rosalega mismunandi hagsmuni svo ákvarðanatakan getur aldrei verið hjá þeim. En sé það vilji félaganna í Olís-deild karla að spila þessa frestuðu leiki næsta fimmtudag, og svo næstu umferð sunnudaginn 25. apríl, þá er ekkert því til fyrirstöðu hjá okkur. Það er sú tillaga sem við lögðum upp með. Þess vegna er ég svolítið hissa á að þessi harða gagnrýni komi fram, þegar þessi vilji kom aldrei fram á fundi okkar með hreyfingunni. Þetta kemur okkur því spánskt fyrir sjónir.“
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira