Reglurnar um þak á leiguverði tóku gildi í febrúar á síðasta ári og leiddi til að leiguverð í níutíu prósent íbúða í höfuðborginni myndi miðast við leiguverðið eins og það var í júní 2019 næstu fimm árin.

Yfirvöld í Berlín gripu til þessa ráðs vegna mikillar hækkunar á leiguverði síðustu ár og beindust mótmæli árið 2019 sérstaklega að leigufélögum á borð við Deutsche Wohnen.
Þúsundir komu saman til mótmæla í gær og kom til einhverra átaka milli mótmælenda og lögreglumanna að lokinni kröfugöngu. Safnast var saman við Hermannplatz í Neukölln og gengið að Kottbusser Tor í Kreuzberg í austurhluta borgarinnar.
Fjölmargir höfðu potta og pönnur meðferðis og börðu á pottlok. Var þess krafist að stjórnmálamenn bregðist við því ástandi sem lýst hefur verið sem „leigubrjálæðið“.