Skóli braut persónuverndarlög við meðferð eineltismáls Eiður Þór Árnason skrifar 16. apríl 2021 00:01 Hvorki skóli né sveitarfélag er tilgreindur í úrskurði Persónuverndar. Vísir/Vilhelm Grunnskóli braut gegn persónuverndarlögum þegar hann miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum um nemanda til ráðgjafafyrirtækis eftir að ákvörðun var tekin um að fyrirtækið kæmi ekki lengur að málinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í mars 2020 og varðar fyrirtækið KVAN sem var fengið til að vinna að eineltismáli barns kvartenda. Síðar tóku fræðslusvið bæjarfélagsins og foreldrarnir sameiginlega ákvörðun um að eineltisteymi skólans tæki við málinu og KVAN kæmi ekki frekar að því. Þremur vikum eftir þá ákvörðun sendi starfsmaður KVAN tölvupóst á starfsmann grunnskólans og spurði um stöðu mála. Samdægurs svaraði starfsmaður skólans póstinum og veitti upplýsingar um stöðu eineltismálsins án samþykkis foreldra en í tölvupóstinum kom fram nafn barnsins og viðkvæmar persónuupplýsingar. Sent póstinn í góðri trú Að sögn foreldranna fengu þeir fyrst að vita um þessi samskipti eftir að þau óskuðu eftir aðgangi að öllum gögnum grunnskólans um sig og barn sitt. Að sögn skólans vissi starfsmaðurinn sem svaraði umræddum tölvupósti ekki að samstarfi við fyrirtækið hafi verði hætt og því gert það í góðri trú. Þá hafi ekki komið fram neinar nýjar persónuupplýsingar í póstinum sem viðkomandi starfsmaður KVAN hafi ekki þegar haft vitneskju um. Þrátt fyrir það hafi sveitarfélagið beðið foreldrana afsökunar. Ámælisvert að allir hafi ekki upplýstir um stöðu mála „Þó fallast megi á að grunnskóla beri skylda til að bregðast við og vinna úr eineltismálum í samræmi við framangreint verður ekki séð að skólanum sé heimilt að halda áfram miðlun persónuupplýsinga um nemendur til sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtækis eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að fyrirtækið komi ekki lengur að málinu,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Telur stofnunin ámælisvert í ljósi eðlis þeirra gagna sem um ræðir að grunnskólinn hafi ekki tryggt að allir starfsmenn sem hafi komið að máli barnsins hafi verið upplýstir um að samstarfi við KVAN væri lokið. „Breytir þar engu þótt viðtakandi tölvupóstsins hafi þegar verið upplýstur um málið og því ekki um nýjar upplýsingar að ræða nema að takmörkuðu leyti.“ Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í mars 2020 og varðar fyrirtækið KVAN sem var fengið til að vinna að eineltismáli barns kvartenda. Síðar tóku fræðslusvið bæjarfélagsins og foreldrarnir sameiginlega ákvörðun um að eineltisteymi skólans tæki við málinu og KVAN kæmi ekki frekar að því. Þremur vikum eftir þá ákvörðun sendi starfsmaður KVAN tölvupóst á starfsmann grunnskólans og spurði um stöðu mála. Samdægurs svaraði starfsmaður skólans póstinum og veitti upplýsingar um stöðu eineltismálsins án samþykkis foreldra en í tölvupóstinum kom fram nafn barnsins og viðkvæmar persónuupplýsingar. Sent póstinn í góðri trú Að sögn foreldranna fengu þeir fyrst að vita um þessi samskipti eftir að þau óskuðu eftir aðgangi að öllum gögnum grunnskólans um sig og barn sitt. Að sögn skólans vissi starfsmaðurinn sem svaraði umræddum tölvupósti ekki að samstarfi við fyrirtækið hafi verði hætt og því gert það í góðri trú. Þá hafi ekki komið fram neinar nýjar persónuupplýsingar í póstinum sem viðkomandi starfsmaður KVAN hafi ekki þegar haft vitneskju um. Þrátt fyrir það hafi sveitarfélagið beðið foreldrana afsökunar. Ámælisvert að allir hafi ekki upplýstir um stöðu mála „Þó fallast megi á að grunnskóla beri skylda til að bregðast við og vinna úr eineltismálum í samræmi við framangreint verður ekki séð að skólanum sé heimilt að halda áfram miðlun persónuupplýsinga um nemendur til sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtækis eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að fyrirtækið komi ekki lengur að málinu,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Telur stofnunin ámælisvert í ljósi eðlis þeirra gagna sem um ræðir að grunnskólinn hafi ekki tryggt að allir starfsmenn sem hafi komið að máli barnsins hafi verið upplýstir um að samstarfi við KVAN væri lokið. „Breytir þar engu þótt viðtakandi tölvupóstsins hafi þegar verið upplýstur um málið og því ekki um nýjar upplýsingar að ræða nema að takmörkuðu leyti.“
Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira