Skóli braut persónuverndarlög við meðferð eineltismáls Eiður Þór Árnason skrifar 16. apríl 2021 00:01 Hvorki skóli né sveitarfélag er tilgreindur í úrskurði Persónuverndar. Vísir/Vilhelm Grunnskóli braut gegn persónuverndarlögum þegar hann miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum um nemanda til ráðgjafafyrirtækis eftir að ákvörðun var tekin um að fyrirtækið kæmi ekki lengur að málinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í mars 2020 og varðar fyrirtækið KVAN sem var fengið til að vinna að eineltismáli barns kvartenda. Síðar tóku fræðslusvið bæjarfélagsins og foreldrarnir sameiginlega ákvörðun um að eineltisteymi skólans tæki við málinu og KVAN kæmi ekki frekar að því. Þremur vikum eftir þá ákvörðun sendi starfsmaður KVAN tölvupóst á starfsmann grunnskólans og spurði um stöðu mála. Samdægurs svaraði starfsmaður skólans póstinum og veitti upplýsingar um stöðu eineltismálsins án samþykkis foreldra en í tölvupóstinum kom fram nafn barnsins og viðkvæmar persónuupplýsingar. Sent póstinn í góðri trú Að sögn foreldranna fengu þeir fyrst að vita um þessi samskipti eftir að þau óskuðu eftir aðgangi að öllum gögnum grunnskólans um sig og barn sitt. Að sögn skólans vissi starfsmaðurinn sem svaraði umræddum tölvupósti ekki að samstarfi við fyrirtækið hafi verði hætt og því gert það í góðri trú. Þá hafi ekki komið fram neinar nýjar persónuupplýsingar í póstinum sem viðkomandi starfsmaður KVAN hafi ekki þegar haft vitneskju um. Þrátt fyrir það hafi sveitarfélagið beðið foreldrana afsökunar. Ámælisvert að allir hafi ekki upplýstir um stöðu mála „Þó fallast megi á að grunnskóla beri skylda til að bregðast við og vinna úr eineltismálum í samræmi við framangreint verður ekki séð að skólanum sé heimilt að halda áfram miðlun persónuupplýsinga um nemendur til sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtækis eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að fyrirtækið komi ekki lengur að málinu,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Telur stofnunin ámælisvert í ljósi eðlis þeirra gagna sem um ræðir að grunnskólinn hafi ekki tryggt að allir starfsmenn sem hafi komið að máli barnsins hafi verið upplýstir um að samstarfi við KVAN væri lokið. „Breytir þar engu þótt viðtakandi tölvupóstsins hafi þegar verið upplýstur um málið og því ekki um nýjar upplýsingar að ræða nema að takmörkuðu leyti.“ Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í mars 2020 og varðar fyrirtækið KVAN sem var fengið til að vinna að eineltismáli barns kvartenda. Síðar tóku fræðslusvið bæjarfélagsins og foreldrarnir sameiginlega ákvörðun um að eineltisteymi skólans tæki við málinu og KVAN kæmi ekki frekar að því. Þremur vikum eftir þá ákvörðun sendi starfsmaður KVAN tölvupóst á starfsmann grunnskólans og spurði um stöðu mála. Samdægurs svaraði starfsmaður skólans póstinum og veitti upplýsingar um stöðu eineltismálsins án samþykkis foreldra en í tölvupóstinum kom fram nafn barnsins og viðkvæmar persónuupplýsingar. Sent póstinn í góðri trú Að sögn foreldranna fengu þeir fyrst að vita um þessi samskipti eftir að þau óskuðu eftir aðgangi að öllum gögnum grunnskólans um sig og barn sitt. Að sögn skólans vissi starfsmaðurinn sem svaraði umræddum tölvupósti ekki að samstarfi við fyrirtækið hafi verði hætt og því gert það í góðri trú. Þá hafi ekki komið fram neinar nýjar persónuupplýsingar í póstinum sem viðkomandi starfsmaður KVAN hafi ekki þegar haft vitneskju um. Þrátt fyrir það hafi sveitarfélagið beðið foreldrana afsökunar. Ámælisvert að allir hafi ekki upplýstir um stöðu mála „Þó fallast megi á að grunnskóla beri skylda til að bregðast við og vinna úr eineltismálum í samræmi við framangreint verður ekki séð að skólanum sé heimilt að halda áfram miðlun persónuupplýsinga um nemendur til sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtækis eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að fyrirtækið komi ekki lengur að málinu,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Telur stofnunin ámælisvert í ljósi eðlis þeirra gagna sem um ræðir að grunnskólinn hafi ekki tryggt að allir starfsmenn sem hafi komið að máli barnsins hafi verið upplýstir um að samstarfi við KVAN væri lokið. „Breytir þar engu þótt viðtakandi tölvupóstsins hafi þegar verið upplýstur um málið og því ekki um nýjar upplýsingar að ræða nema að takmörkuðu leyti.“
Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira