Tara Margrét svarar Evert: „Algengasta réttlætingin fyrir fitufordómum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 21:55 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu bregst við ummælum Everts Víglundssonar einkaþjálfara. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir Evert Víglundsson einkaþjálfara sekan um að halda á lofti „algengustu réttlætingunni fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi.“ Evert var gestur í hlaðvarpsþættinum 24/7 sem Vísir fjallaði um í morgun þar sem hann sagðist ekki skammist sín fyrir að vera með fitufordóma „af því að það verður að segja að fita er hættuleg.“ Tara Margrét bregst við þessum ummælum Everts í grein sem birtist hér á Vísi fyrr í kvöld. „Um er að ræða eina algengustu réttlætinguna fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi. Eftir því sem samfélaginu hefur verið settar skorður varðandi niðurlægingu og smánun feits fólks á grundvelli holdafars þess hefur smánun á grundvelli heilsufars tekið við sem samfélagslega samþykktari tegund fitufordóma,“ skrifar Tara Margrét. Hún segir orðræðu Everts ekki vera nýja af nálinni en hún byggi á röksemdafærslu sem oft sé haldið á lofti um að það sé lífshættulegt að vera feitur og að samfélagið hafi skyldu til að vinna markvist gegn offitu og það látið hljóma eins og gert sé af umhyggju fyrir heilsufari þeirra sem glími við offitu. „Þetta hljómar við fyrstu sýn rökrétt og meira að segja skynsamlegt. Enda er um að ræða ríkjandi hugmyndafræði innan samfélagsins og heilbrigðiskerfisins í baráttunni gegn offitu sl. áratugi. Gallinn við þessa hugmyndafræði er að við vitum að við getum ekki dæmt um heilsufar eða heilsuvenjur einstaklinga út frá holdafari þeirra,“ skrifar Tara, en grein hennar í heild sinni má lesa hér. Þar vísar Tara meðal annars í nýja skýrslu frá Kvenna- og jafnréttisnefnd breska þingsins og fleiri skýrslur um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. „Úlfarnir í sauðargærunni verða alltaf til þó þeim fari vonandi fækkandi með tímanum. Það er þó huggun harmi gegn að sumir þeirra kíkja undan gærunni og leyfa okkur að sjá sitt rétt andlit. Það gerir okkur auðveldara fyrir að skilja þá og meinta umhyggjusemi þeirra eftir röngu megin við söguna,“ skrifar Tara Margrét að lokum. Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Evert var gestur í hlaðvarpsþættinum 24/7 sem Vísir fjallaði um í morgun þar sem hann sagðist ekki skammist sín fyrir að vera með fitufordóma „af því að það verður að segja að fita er hættuleg.“ Tara Margrét bregst við þessum ummælum Everts í grein sem birtist hér á Vísi fyrr í kvöld. „Um er að ræða eina algengustu réttlætinguna fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi. Eftir því sem samfélaginu hefur verið settar skorður varðandi niðurlægingu og smánun feits fólks á grundvelli holdafars þess hefur smánun á grundvelli heilsufars tekið við sem samfélagslega samþykktari tegund fitufordóma,“ skrifar Tara Margrét. Hún segir orðræðu Everts ekki vera nýja af nálinni en hún byggi á röksemdafærslu sem oft sé haldið á lofti um að það sé lífshættulegt að vera feitur og að samfélagið hafi skyldu til að vinna markvist gegn offitu og það látið hljóma eins og gert sé af umhyggju fyrir heilsufari þeirra sem glími við offitu. „Þetta hljómar við fyrstu sýn rökrétt og meira að segja skynsamlegt. Enda er um að ræða ríkjandi hugmyndafræði innan samfélagsins og heilbrigðiskerfisins í baráttunni gegn offitu sl. áratugi. Gallinn við þessa hugmyndafræði er að við vitum að við getum ekki dæmt um heilsufar eða heilsuvenjur einstaklinga út frá holdafari þeirra,“ skrifar Tara, en grein hennar í heild sinni má lesa hér. Þar vísar Tara meðal annars í nýja skýrslu frá Kvenna- og jafnréttisnefnd breska þingsins og fleiri skýrslur um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. „Úlfarnir í sauðargærunni verða alltaf til þó þeim fari vonandi fækkandi með tímanum. Það er þó huggun harmi gegn að sumir þeirra kíkja undan gærunni og leyfa okkur að sjá sitt rétt andlit. Það gerir okkur auðveldara fyrir að skilja þá og meinta umhyggjusemi þeirra eftir röngu megin við söguna,“ skrifar Tara Margrét að lokum.
Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30
„Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00