Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 15:10 Breytingar á hámarkshraða eiga ekki að hafa áhrif á umferðarflæði á háannatíma þar sem þá ráða aðrir þættir meiru um ferðatíma en leyfilegur hámarkshraði. Vísir/Vilhelm Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. Flestar götur verða með hámarkshraða 30 eða 40 km/klst samkvæmt áætluninni. Í fyrsta skipti verða öll hverfi borgarinnar með götum þar sem hámarkshraði verður 40 km/klst. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áætlunin verði innleidd í áföngum. Áætlaður kostnaður á fimm árum er talinn 240-300 milljónir króna. Lagt var mat á kostnað við að ná fram hraðalækkuninni, kostnað vegna lengri ferðatíma og ávinning af færri umferðarslysum við gerð áætlunarinnar. Það er sagt óréttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og minni umferðartafir. „Niðurstaðan er að samfélagslegur ávinningur þess að bæta umferðaröryggi með því að draga úr hraða ökutækja á götum borgarinnar er ótvíræður. Markmiðið er samt fyrst og fremst að stuðla að því að enginn láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum í borginni,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Áætlunin nær ekki til gatna í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Sigurborg Ósk Haralsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að 400 ný svonefnd „30 km hlið“ verði sett upp og 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða málaðar til að fylgja nýju hraðaáætluninni eftir. Þá standi til að þrengja götur, bæta gróðri við göturými og leggja hjólastíga samhliða götu. Til að fylgja nýja hraðaplaninu eftir verða: - Yfir 400 ný '30 km hlið' sett upp. - 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða. - Götur verða þrengdar. - Gróðri bætt í göturými.- Og hjólastígar lagðir samsíða götu. pic.twitter.com/koHp0qVTxC— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) April 14, 2021 Tefur ekki umferð og gæti dregið úr mengun og hávaða Lækkun hámarkshraða á ekki að minnka umferðarflæði og skapa tafir á stofnbrautum samkvæmt áætluninni. Tafir í kringum háannatíma ráðist oftast af afkastagetu gatnamóta, ljósastýringum og annarri umferð. Á háannatíma er gert ráð fyrir að umferðarljós og önnur umferð hafi meiri áhrif á raunhraða umferðarinnar en leyfður hámarkshraði. Þá segir borgin að lækkun hámarkshraða sé líklegri til þess að hafa jákvæð áhrif á loftmengun en neikvæð. Þá sé umferðarhávaði háður bæði umferðarmagni og hraða. Rannsóknir sýni að umferðarhávaði minnki með lægri hraða að 30-40 km/klst. Viðmið í hámarkshraðaáætlun um hámarkshraða gatna: 5 km/klst. Gönguhraði. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur. 10 km/klst. Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega húsagötur með gangstétt öðru megin. Verslunargötur. Bílastæði /Bílastæðagötur. 30 km/klst. Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og húsagatna. Götur á útivistarsvæðum. Götur vegna verslunar og þjónustu á hafnarsvæðum, samanber það sem þegar er gert á Grandagarði og Ægisgarði. 40 km/klst. Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 50 km/klst. Stofngötur/borgargötur. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tillaga að nýjum hraðamörkum á borgargötum í Reykjavík.Reykjavíkurborg Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Bílar Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Flestar götur verða með hámarkshraða 30 eða 40 km/klst samkvæmt áætluninni. Í fyrsta skipti verða öll hverfi borgarinnar með götum þar sem hámarkshraði verður 40 km/klst. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áætlunin verði innleidd í áföngum. Áætlaður kostnaður á fimm árum er talinn 240-300 milljónir króna. Lagt var mat á kostnað við að ná fram hraðalækkuninni, kostnað vegna lengri ferðatíma og ávinning af færri umferðarslysum við gerð áætlunarinnar. Það er sagt óréttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og minni umferðartafir. „Niðurstaðan er að samfélagslegur ávinningur þess að bæta umferðaröryggi með því að draga úr hraða ökutækja á götum borgarinnar er ótvíræður. Markmiðið er samt fyrst og fremst að stuðla að því að enginn láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum í borginni,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Áætlunin nær ekki til gatna í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Sigurborg Ósk Haralsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að 400 ný svonefnd „30 km hlið“ verði sett upp og 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða málaðar til að fylgja nýju hraðaáætluninni eftir. Þá standi til að þrengja götur, bæta gróðri við göturými og leggja hjólastíga samhliða götu. Til að fylgja nýja hraðaplaninu eftir verða: - Yfir 400 ný '30 km hlið' sett upp. - 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða. - Götur verða þrengdar. - Gróðri bætt í göturými.- Og hjólastígar lagðir samsíða götu. pic.twitter.com/koHp0qVTxC— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) April 14, 2021 Tefur ekki umferð og gæti dregið úr mengun og hávaða Lækkun hámarkshraða á ekki að minnka umferðarflæði og skapa tafir á stofnbrautum samkvæmt áætluninni. Tafir í kringum háannatíma ráðist oftast af afkastagetu gatnamóta, ljósastýringum og annarri umferð. Á háannatíma er gert ráð fyrir að umferðarljós og önnur umferð hafi meiri áhrif á raunhraða umferðarinnar en leyfður hámarkshraði. Þá segir borgin að lækkun hámarkshraða sé líklegri til þess að hafa jákvæð áhrif á loftmengun en neikvæð. Þá sé umferðarhávaði háður bæði umferðarmagni og hraða. Rannsóknir sýni að umferðarhávaði minnki með lægri hraða að 30-40 km/klst. Viðmið í hámarkshraðaáætlun um hámarkshraða gatna: 5 km/klst. Gönguhraði. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur. 10 km/klst. Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega húsagötur með gangstétt öðru megin. Verslunargötur. Bílastæði /Bílastæðagötur. 30 km/klst. Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og húsagatna. Götur á útivistarsvæðum. Götur vegna verslunar og þjónustu á hafnarsvæðum, samanber það sem þegar er gert á Grandagarði og Ægisgarði. 40 km/klst. Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 50 km/klst. Stofngötur/borgargötur. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tillaga að nýjum hraðamörkum á borgargötum í Reykjavík.Reykjavíkurborg
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Bílar Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent