Ríkisjarðir á að selja bændum Haraldur Benediktsson skrifar 14. apríl 2021 14:00 Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar. Við ábúðarlok skal landeigandinn, ríkið gera upp við ábúenda framkvæmdir hans á leigutímanum. Þar liggur oftar en ekki ævistarf bóndans undir. Ríkið hefur sett sér eigendastefnu varðandi bújarðir í sinni eigu og eru í rekstri/ábúð. Ríkið hefur flokkað jarðeignir sínar, þannig að sumar verða ekki seldar. Eru mikilvægar í eigu hins opinbera af margvíslegum ástæðum. Megininntak stefnunnar er að leitast við að selja bújarðir, sem vegna fyrrnefndar flokkunar, er ekki sérstök ástæða fyrir ríkið að eiga í sínu eignasafni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ríkið á að leitast við að selja ábúendum þeirra jarða, jarðirnar. Engin sérstök ástæða er til fyrir ríkið að sitja á þessum eignum. Þær verða vafalaust betur komnar í höndum sjálfseignarbænda. Það skiptir samt grundvallarmáli hvernig að slíkri sölu er staðið. Fyrst og fremst þarf að horfa til þess að gera mögulegt að áfram verði þær góðum rekstri, en ekki síður að eignarhald þeirra verði samfélögum þar sem þær eru til góðs. Það er mun betri kostur fyrir ríkið að leitast við að gera hagstæða samninga um sölu jarðanna frekar en að sitja á þeim og þurfa að gera upp með stórum fjárhæðum upp ábúðartímann. En þetta er allt viðkvæmt og eitt „skapalón“ þarf ekki að henta allastaðar. Það þarf hins vegar engin að velkjast í vafa að um að eignarhald í höndum ábúenda, þ.e. bænda er grundvöllur að betri nýtingu fjármuna sem liggja bundin í þeim eignum. Ríkissjóður þarf ekki að binda fjármagn sitt í eignum sem engin sérstök ástæða er vegna almannaheilla. Ríkissjóður þarf á því að halda að losa um eignir og minnka þannig lánsfjárþörf sína. Nú þegar hefur ríkið selt nokkrar jarðir til ábúenda. Það er áhugi að meðal margra að geta eignast jarðnæði. Ungt fólk leitar að góðum bújörðum til kaups. Það er annar hópur sem horfa ætti sérstaklega til – þegar jarðir losna úr ábúð. Gefa unga fólkinu þannig tækifæri til að blómstra í landbúnaði. Búseta í sveitum og tækifæri til að skapa sér tækifæri, með yfirráðum yfir bújörð, hefur á undanförnum árum styrkst á margan hátt. Ekki síst með breyttum viðhorfum samfélagsins og tækifærum sem fylgja bættum fjarskiptum. Því til viðbótar stendur yfir á vegum stjórnvalda átak í samgöngubótum og sérstök átak á framkvæmdum við raforkuflutninga. Í fyrsta sinn í 100 ár, árið 2016, tók fólki búsettu í sveitum að fjölga. Þangað til hafði þeim íbúum fækkað. Það er ekki eftir neinu að bíða, losum um og seljum ríkisjarðir. Sköpum ný tækifæri í landbúnaði og löðum unga fólkið að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Landbúnaður Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar. Við ábúðarlok skal landeigandinn, ríkið gera upp við ábúenda framkvæmdir hans á leigutímanum. Þar liggur oftar en ekki ævistarf bóndans undir. Ríkið hefur sett sér eigendastefnu varðandi bújarðir í sinni eigu og eru í rekstri/ábúð. Ríkið hefur flokkað jarðeignir sínar, þannig að sumar verða ekki seldar. Eru mikilvægar í eigu hins opinbera af margvíslegum ástæðum. Megininntak stefnunnar er að leitast við að selja bújarðir, sem vegna fyrrnefndar flokkunar, er ekki sérstök ástæða fyrir ríkið að eiga í sínu eignasafni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ríkið á að leitast við að selja ábúendum þeirra jarða, jarðirnar. Engin sérstök ástæða er til fyrir ríkið að sitja á þessum eignum. Þær verða vafalaust betur komnar í höndum sjálfseignarbænda. Það skiptir samt grundvallarmáli hvernig að slíkri sölu er staðið. Fyrst og fremst þarf að horfa til þess að gera mögulegt að áfram verði þær góðum rekstri, en ekki síður að eignarhald þeirra verði samfélögum þar sem þær eru til góðs. Það er mun betri kostur fyrir ríkið að leitast við að gera hagstæða samninga um sölu jarðanna frekar en að sitja á þeim og þurfa að gera upp með stórum fjárhæðum upp ábúðartímann. En þetta er allt viðkvæmt og eitt „skapalón“ þarf ekki að henta allastaðar. Það þarf hins vegar engin að velkjast í vafa að um að eignarhald í höndum ábúenda, þ.e. bænda er grundvöllur að betri nýtingu fjármuna sem liggja bundin í þeim eignum. Ríkissjóður þarf ekki að binda fjármagn sitt í eignum sem engin sérstök ástæða er vegna almannaheilla. Ríkissjóður þarf á því að halda að losa um eignir og minnka þannig lánsfjárþörf sína. Nú þegar hefur ríkið selt nokkrar jarðir til ábúenda. Það er áhugi að meðal margra að geta eignast jarðnæði. Ungt fólk leitar að góðum bújörðum til kaups. Það er annar hópur sem horfa ætti sérstaklega til – þegar jarðir losna úr ábúð. Gefa unga fólkinu þannig tækifæri til að blómstra í landbúnaði. Búseta í sveitum og tækifæri til að skapa sér tækifæri, með yfirráðum yfir bújörð, hefur á undanförnum árum styrkst á margan hátt. Ekki síst með breyttum viðhorfum samfélagsins og tækifærum sem fylgja bættum fjarskiptum. Því til viðbótar stendur yfir á vegum stjórnvalda átak í samgöngubótum og sérstök átak á framkvæmdum við raforkuflutninga. Í fyrsta sinn í 100 ár, árið 2016, tók fólki búsettu í sveitum að fjölga. Þangað til hafði þeim íbúum fækkað. Það er ekki eftir neinu að bíða, losum um og seljum ríkisjarðir. Sköpum ný tækifæri í landbúnaði og löðum unga fólkið að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun