Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 10:11 Herflugmenn Taívan hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði. EPA/RITCHIE B. TONGO Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið. Chris Dodd, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, og Richard Armitage og James Steinberg, sem báðir eru fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherrar, lentu í Taívan í morgun og munu meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, á morgun. Kínverjar hafa verið með töluverða viðveru undan ströndum Taívans undanfarið. Orrustuþotum og sprengjuflugvélum hafa verið flogið inn í lofthelgi Taívans og áhöfn kínversks flugmóðurskips hefur verið við æfingar á Taívansundi. Á mánudaginn var 25 orrustuþotum og sprengjuvélum flogið inn í lofthelgi Taívans, og segja ráðamenn þar að þær hafi aldrei verið fleiri en kínverskum orrustuþotum hefur verið flogið inn í lofthelgi Taívans daglega undanfarnar vikur. Reuters hefur eftir Ma Xiaoguang, talsmanni stofnunarinnar sem heldur utan um samskipti Kína við Taívan, að um „réttmæt viðbrögð“ við afskiptum af öflum og ögrunum frá sjálfstæðissinnum í Taívan sé að ræða. Átakaæfingar hersins í Taívansundi væru nauðsynlegar vegna öryggisástandsins á svæðinu og til að tryggja fullveldi Kína. Hann sagði þeim ætlað að senda þau skilaboð að Kínverjar ætluðu sér að stöðva sjálfstæðisviðleitni Taívana og samvinnu þeirra með Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn ættu að hætta að „leika sér að eldi“ eftir að gefnar voru út nýjar starfsreglur í Washington DC, sem gera erindrekum auðveldara að eiga í samskiptum við embættismenn í Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. þar að auki hefur þrýstingur Kína á eyríkið aukist verulega. Þá hafa kínverskir ráðamenn rætt mögulega innrás í Taívan sín á milli. Taívan Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Chris Dodd, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, og Richard Armitage og James Steinberg, sem báðir eru fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherrar, lentu í Taívan í morgun og munu meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, á morgun. Kínverjar hafa verið með töluverða viðveru undan ströndum Taívans undanfarið. Orrustuþotum og sprengjuflugvélum hafa verið flogið inn í lofthelgi Taívans og áhöfn kínversks flugmóðurskips hefur verið við æfingar á Taívansundi. Á mánudaginn var 25 orrustuþotum og sprengjuvélum flogið inn í lofthelgi Taívans, og segja ráðamenn þar að þær hafi aldrei verið fleiri en kínverskum orrustuþotum hefur verið flogið inn í lofthelgi Taívans daglega undanfarnar vikur. Reuters hefur eftir Ma Xiaoguang, talsmanni stofnunarinnar sem heldur utan um samskipti Kína við Taívan, að um „réttmæt viðbrögð“ við afskiptum af öflum og ögrunum frá sjálfstæðissinnum í Taívan sé að ræða. Átakaæfingar hersins í Taívansundi væru nauðsynlegar vegna öryggisástandsins á svæðinu og til að tryggja fullveldi Kína. Hann sagði þeim ætlað að senda þau skilaboð að Kínverjar ætluðu sér að stöðva sjálfstæðisviðleitni Taívana og samvinnu þeirra með Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn ættu að hætta að „leika sér að eldi“ eftir að gefnar voru út nýjar starfsreglur í Washington DC, sem gera erindrekum auðveldara að eiga í samskiptum við embættismenn í Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. þar að auki hefur þrýstingur Kína á eyríkið aukist verulega. Þá hafa kínverskir ráðamenn rætt mögulega innrás í Taívan sín á milli.
Taívan Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira