Menntun í heimabyggð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2021 07:31 Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur. Ef að Covid hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að fjarkennsla er valkostur. Ég get talið þær kennslustundir sem ég hef sótt í húsakynnum háskólans þessa önnina á fingrum annarrar handar en það sama gildir ekki um fjartíma á netinu. Fjarkennsla Það hefur sýnt sig og sannað að fjarkennsla er raunverulegur og gerlegur valkostur. Menntastofnanir sem reknar eru af ríkinu eiga að gera ungu fólki kleift að sækja sér menntun í heimabyggð. Mikilvægt er að bjóða einstaklingum upp á þann valkost að búa í sinni heimabyggð á meðan menntun stendur. Það myndi gera fleirum kleift að sækja sér menntun og opna nýjar dyr sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunar á svæðinu. Menntun á að vera valkostur fyrir alla, óháð búsetu. Fræðslunet Suðurlands Á Suðurlandi er starfrækt Fræðslunet. Fræðslunetið stendur fyrir skipulagningu á námskeiðum sem eru bæði eru tengd atvinnulífinu og tómstundum. Í Fræðslunetinu felast gríðarleg tækifæri að efla fjarkennsluna enn frekar með auknu úrvali námskeiða og starfrækja útibú frá háskólum. Þar geta einstaklingar setið tíma, tekið próf, unnið verkefni o.s.frv. Það á ekki að skylda einstakling til þess að rífa sig upp með rótum og flytja í annað bæjarfélag til þess að sækja sér menntun. Háskólinn á Akureyri og Bifröst hafa lagt mikið upp úr að leyfa nemendum að velja hvort þeir sæki staðnám eða fjarkennslu og hefur sú tilhögun lukkast vel. Framboð á námsgreinum er þó langmest í Háskóla Íslands og og þeir sem ætla sér að iðka þær greinar sem aðeins eru kenndar þar í staðnámi eiga líklega engra annarra kosta völ en að flytja til Reykjavíkur Það ætti að vera sjálfsagt að veita einstaklingum það frelsi til þess að stunda sitt nám að heiman. Tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi Samhliða alþingiskosningum í haust kjósa íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi; Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps um sameiningu. Ef af sameiningunni verður felast tækifæri í að efla menntun bæði á framhalds- og háskólastigi á þessu svæði.. Á Suðurlandi eru sex framhaldsskólar þó enginn á löngum kafla þ.e. frá Selfossi til Hafnar að undanskildum framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Unglingar og fjölskyldur þeirra eru misjafnlega búnar til að standa undir fjárhagslegum og félagslegum áskorunum sem felast í flutningum að heiman. Því liggja tækifæri í því að setja á laggirnar framhaldsskóla í kjördæminu sem myndi gera einstaklingum kleift að sækja sér menntun til iðnprófs eða stúdentsprófs í heimabyggð. Einstaklingum á landsbyggðinni á að standa til boða að sækja sér menntun í heimabyggð. Höfundur er frambjóðandi í 4. - 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Suðurkjördæmi Sveitarstjórnarmál Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur. Ef að Covid hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að fjarkennsla er valkostur. Ég get talið þær kennslustundir sem ég hef sótt í húsakynnum háskólans þessa önnina á fingrum annarrar handar en það sama gildir ekki um fjartíma á netinu. Fjarkennsla Það hefur sýnt sig og sannað að fjarkennsla er raunverulegur og gerlegur valkostur. Menntastofnanir sem reknar eru af ríkinu eiga að gera ungu fólki kleift að sækja sér menntun í heimabyggð. Mikilvægt er að bjóða einstaklingum upp á þann valkost að búa í sinni heimabyggð á meðan menntun stendur. Það myndi gera fleirum kleift að sækja sér menntun og opna nýjar dyr sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunar á svæðinu. Menntun á að vera valkostur fyrir alla, óháð búsetu. Fræðslunet Suðurlands Á Suðurlandi er starfrækt Fræðslunet. Fræðslunetið stendur fyrir skipulagningu á námskeiðum sem eru bæði eru tengd atvinnulífinu og tómstundum. Í Fræðslunetinu felast gríðarleg tækifæri að efla fjarkennsluna enn frekar með auknu úrvali námskeiða og starfrækja útibú frá háskólum. Þar geta einstaklingar setið tíma, tekið próf, unnið verkefni o.s.frv. Það á ekki að skylda einstakling til þess að rífa sig upp með rótum og flytja í annað bæjarfélag til þess að sækja sér menntun. Háskólinn á Akureyri og Bifröst hafa lagt mikið upp úr að leyfa nemendum að velja hvort þeir sæki staðnám eða fjarkennslu og hefur sú tilhögun lukkast vel. Framboð á námsgreinum er þó langmest í Háskóla Íslands og og þeir sem ætla sér að iðka þær greinar sem aðeins eru kenndar þar í staðnámi eiga líklega engra annarra kosta völ en að flytja til Reykjavíkur Það ætti að vera sjálfsagt að veita einstaklingum það frelsi til þess að stunda sitt nám að heiman. Tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi Samhliða alþingiskosningum í haust kjósa íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi; Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps um sameiningu. Ef af sameiningunni verður felast tækifæri í að efla menntun bæði á framhalds- og háskólastigi á þessu svæði.. Á Suðurlandi eru sex framhaldsskólar þó enginn á löngum kafla þ.e. frá Selfossi til Hafnar að undanskildum framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Unglingar og fjölskyldur þeirra eru misjafnlega búnar til að standa undir fjárhagslegum og félagslegum áskorunum sem felast í flutningum að heiman. Því liggja tækifæri í því að setja á laggirnar framhaldsskóla í kjördæminu sem myndi gera einstaklingum kleift að sækja sér menntun til iðnprófs eða stúdentsprófs í heimabyggð. Einstaklingum á landsbyggðinni á að standa til boða að sækja sér menntun í heimabyggð. Höfundur er frambjóðandi í 4. - 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun