Menntun í heimabyggð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2021 07:31 Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur. Ef að Covid hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að fjarkennsla er valkostur. Ég get talið þær kennslustundir sem ég hef sótt í húsakynnum háskólans þessa önnina á fingrum annarrar handar en það sama gildir ekki um fjartíma á netinu. Fjarkennsla Það hefur sýnt sig og sannað að fjarkennsla er raunverulegur og gerlegur valkostur. Menntastofnanir sem reknar eru af ríkinu eiga að gera ungu fólki kleift að sækja sér menntun í heimabyggð. Mikilvægt er að bjóða einstaklingum upp á þann valkost að búa í sinni heimabyggð á meðan menntun stendur. Það myndi gera fleirum kleift að sækja sér menntun og opna nýjar dyr sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunar á svæðinu. Menntun á að vera valkostur fyrir alla, óháð búsetu. Fræðslunet Suðurlands Á Suðurlandi er starfrækt Fræðslunet. Fræðslunetið stendur fyrir skipulagningu á námskeiðum sem eru bæði eru tengd atvinnulífinu og tómstundum. Í Fræðslunetinu felast gríðarleg tækifæri að efla fjarkennsluna enn frekar með auknu úrvali námskeiða og starfrækja útibú frá háskólum. Þar geta einstaklingar setið tíma, tekið próf, unnið verkefni o.s.frv. Það á ekki að skylda einstakling til þess að rífa sig upp með rótum og flytja í annað bæjarfélag til þess að sækja sér menntun. Háskólinn á Akureyri og Bifröst hafa lagt mikið upp úr að leyfa nemendum að velja hvort þeir sæki staðnám eða fjarkennslu og hefur sú tilhögun lukkast vel. Framboð á námsgreinum er þó langmest í Háskóla Íslands og og þeir sem ætla sér að iðka þær greinar sem aðeins eru kenndar þar í staðnámi eiga líklega engra annarra kosta völ en að flytja til Reykjavíkur Það ætti að vera sjálfsagt að veita einstaklingum það frelsi til þess að stunda sitt nám að heiman. Tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi Samhliða alþingiskosningum í haust kjósa íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi; Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps um sameiningu. Ef af sameiningunni verður felast tækifæri í að efla menntun bæði á framhalds- og háskólastigi á þessu svæði.. Á Suðurlandi eru sex framhaldsskólar þó enginn á löngum kafla þ.e. frá Selfossi til Hafnar að undanskildum framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Unglingar og fjölskyldur þeirra eru misjafnlega búnar til að standa undir fjárhagslegum og félagslegum áskorunum sem felast í flutningum að heiman. Því liggja tækifæri í því að setja á laggirnar framhaldsskóla í kjördæminu sem myndi gera einstaklingum kleift að sækja sér menntun til iðnprófs eða stúdentsprófs í heimabyggð. Einstaklingum á landsbyggðinni á að standa til boða að sækja sér menntun í heimabyggð. Höfundur er frambjóðandi í 4. - 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Suðurkjördæmi Sveitarstjórnarmál Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur. Ef að Covid hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að fjarkennsla er valkostur. Ég get talið þær kennslustundir sem ég hef sótt í húsakynnum háskólans þessa önnina á fingrum annarrar handar en það sama gildir ekki um fjartíma á netinu. Fjarkennsla Það hefur sýnt sig og sannað að fjarkennsla er raunverulegur og gerlegur valkostur. Menntastofnanir sem reknar eru af ríkinu eiga að gera ungu fólki kleift að sækja sér menntun í heimabyggð. Mikilvægt er að bjóða einstaklingum upp á þann valkost að búa í sinni heimabyggð á meðan menntun stendur. Það myndi gera fleirum kleift að sækja sér menntun og opna nýjar dyr sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunar á svæðinu. Menntun á að vera valkostur fyrir alla, óháð búsetu. Fræðslunet Suðurlands Á Suðurlandi er starfrækt Fræðslunet. Fræðslunetið stendur fyrir skipulagningu á námskeiðum sem eru bæði eru tengd atvinnulífinu og tómstundum. Í Fræðslunetinu felast gríðarleg tækifæri að efla fjarkennsluna enn frekar með auknu úrvali námskeiða og starfrækja útibú frá háskólum. Þar geta einstaklingar setið tíma, tekið próf, unnið verkefni o.s.frv. Það á ekki að skylda einstakling til þess að rífa sig upp með rótum og flytja í annað bæjarfélag til þess að sækja sér menntun. Háskólinn á Akureyri og Bifröst hafa lagt mikið upp úr að leyfa nemendum að velja hvort þeir sæki staðnám eða fjarkennslu og hefur sú tilhögun lukkast vel. Framboð á námsgreinum er þó langmest í Háskóla Íslands og og þeir sem ætla sér að iðka þær greinar sem aðeins eru kenndar þar í staðnámi eiga líklega engra annarra kosta völ en að flytja til Reykjavíkur Það ætti að vera sjálfsagt að veita einstaklingum það frelsi til þess að stunda sitt nám að heiman. Tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi Samhliða alþingiskosningum í haust kjósa íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi; Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps um sameiningu. Ef af sameiningunni verður felast tækifæri í að efla menntun bæði á framhalds- og háskólastigi á þessu svæði.. Á Suðurlandi eru sex framhaldsskólar þó enginn á löngum kafla þ.e. frá Selfossi til Hafnar að undanskildum framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Unglingar og fjölskyldur þeirra eru misjafnlega búnar til að standa undir fjárhagslegum og félagslegum áskorunum sem felast í flutningum að heiman. Því liggja tækifæri í því að setja á laggirnar framhaldsskóla í kjördæminu sem myndi gera einstaklingum kleift að sækja sér menntun til iðnprófs eða stúdentsprófs í heimabyggð. Einstaklingum á landsbyggðinni á að standa til boða að sækja sér menntun í heimabyggð. Höfundur er frambjóðandi í 4. - 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun