Hefði getað skapast hætta hefði fólk verið nálægt gígunum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2021 17:35 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum í síðustu viku og nú hafa fjórir nýir gígar opnast. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, var ásamt hópi vísindamanna á gossvæðinu í morgun að kortleggja og rannsaka hraunflæði þegar allt í einu opnuðust nýir gígar og mikil virkni hófst á svæðinu. „Þegar við komum á svæðið virtist allt vera með kyrrum kjörum en á nokkrum mínútum breyttist það því þá opnuðust nýir gígar eða fóru að verða virkir innan hraunbreiðunnar. Við ræddum við fólk sem kom rétt á undan okkur og þau höfðu fundið högg upp undir fæturna áður en það kom gufa og svo upp hraun.“ Ingibjörg segir að gígarnir hafi orðið mjög virkir á mjög skömmum tíma. „Það kom mjög mikið hraun upp úr og fór að flæða suðaustur. Fyrst sáum við gufumökk koma upp og svo glóandi hraun.“ Ingibjörg varð vitni að því þegar gígarnir fjórir opnuðust.Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 Gígarnir voru fjórir og eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst. Ingibjörg segir enga hættu hafa skapast og hópurinn hafi ekki þurft að forða sér. „Vindur var hagstæður og öll mengun fór til norðurs þannig að öll skilyrði voru góð. Maður fann samt áberandi meiri varma koma frá hrauninu enda varð miklu meiri virkni. Áður fannst manni þessir gígar orðnir rólegir en nú hefur virknin snaraukist.“ Sletturnar geta verið hættulegar Ingibjörg telur þó að hætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið að ganga mjög nálægt gígunum í morgun en nær mannlaust var á svæðinu. „Þótt gígarnir séu innan hraunbreiðu þá eru þeir á jaðrinum og þá geta sletturnar sem koma upp verið mjög varhugaverðar.“ Ingibjörg segir almennt klárlega margar hættur á svæðinu en þær séu aðallega tengdar gasinu sem geti verið lúmskt. „Vindátt þarf ekki að breytast mikið til að fólk fái allt í einu yfir sig eiturgufur. Svo ef hraunrennsli breytist þá geta kantar sem hafa verið að byggja sig upp allt í einu brostið. Þannig að það er ekki gott að fara of nálægt hrauninu. “ Ingibjörg vill engu spá um þróun gossins. Það sé hreinlega ógerningur. „En þetta virðist ætla að halda áfram. Þegar þetta byrjar að hægja á sér og maður heldur að gosið sé að dala þá er það undanfari þess að nýjar sprungur eða gígar opnist. Það hefur verið reynslan síðustu vikuna en það er mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
„Þegar við komum á svæðið virtist allt vera með kyrrum kjörum en á nokkrum mínútum breyttist það því þá opnuðust nýir gígar eða fóru að verða virkir innan hraunbreiðunnar. Við ræddum við fólk sem kom rétt á undan okkur og þau höfðu fundið högg upp undir fæturna áður en það kom gufa og svo upp hraun.“ Ingibjörg segir að gígarnir hafi orðið mjög virkir á mjög skömmum tíma. „Það kom mjög mikið hraun upp úr og fór að flæða suðaustur. Fyrst sáum við gufumökk koma upp og svo glóandi hraun.“ Ingibjörg varð vitni að því þegar gígarnir fjórir opnuðust.Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 Gígarnir voru fjórir og eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst. Ingibjörg segir enga hættu hafa skapast og hópurinn hafi ekki þurft að forða sér. „Vindur var hagstæður og öll mengun fór til norðurs þannig að öll skilyrði voru góð. Maður fann samt áberandi meiri varma koma frá hrauninu enda varð miklu meiri virkni. Áður fannst manni þessir gígar orðnir rólegir en nú hefur virknin snaraukist.“ Sletturnar geta verið hættulegar Ingibjörg telur þó að hætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið að ganga mjög nálægt gígunum í morgun en nær mannlaust var á svæðinu. „Þótt gígarnir séu innan hraunbreiðu þá eru þeir á jaðrinum og þá geta sletturnar sem koma upp verið mjög varhugaverðar.“ Ingibjörg segir almennt klárlega margar hættur á svæðinu en þær séu aðallega tengdar gasinu sem geti verið lúmskt. „Vindátt þarf ekki að breytast mikið til að fólk fái allt í einu yfir sig eiturgufur. Svo ef hraunrennsli breytist þá geta kantar sem hafa verið að byggja sig upp allt í einu brostið. Þannig að það er ekki gott að fara of nálægt hrauninu. “ Ingibjörg vill engu spá um þróun gossins. Það sé hreinlega ógerningur. „En þetta virðist ætla að halda áfram. Þegar þetta byrjar að hægja á sér og maður heldur að gosið sé að dala þá er það undanfari þess að nýjar sprungur eða gígar opnist. Það hefur verið reynslan síðustu vikuna en það er mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira