Ætla að kalla hermenn heim fyrir ellefta september Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 16:43 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kalla alla bandaríska hermenn í Afganistan heim fyrir 11. september. Þá verða tuttugu ár liðin frá árásinni á Tvíburaturnanna svokölluðu, sem leiddi til innrásar Bandaríkjanna í Afganistan. Stríðið er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Biden er sagður ætla að tilkynna ákvörðun sína á morgun en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá henni í dag. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafði gert samkomulag við Talibana, sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrásina 2001 og stýra enn stórum hluta landsins, um að kalla alla hermenn heim fyrir 1. mars. Talibanar hafa heitið því að fjölga árásum á hermenn Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsbandalagsríkja verði þeir ekki farnir frá landinu fyrir það. Í frétt Washington Post segir að möguleikar Bandaríkjamanna í Afganistan hafi verið teknir til skoðunar innan veggja Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir tveggja áratuga átök eru Talibanar í góðri stöðu í landinu og ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana. Talibanar voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Ráðamenn í Afganistan hafa lýst yfir áhyggjum af því að bandarískir hermenn fari frá landinu eins og staðan er núna og óttast árlega vorsókn Talibana. Rúmlega tíu þúsund hermenn á vegum NATO eru í Afganistan og þar af rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjamenn. Þeir vinna að mestu að því að þjálfa heimamenn. Yfirgefi Bandaríkin landið er ólíklegt að önnur ríki Bandaríkins geti haldið áfram aðgerðum þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir að ef Bandaríkin rjúfi samkomulagið um að flytja hermenn heim fyrir 1. maí, án þess að hafa áætlun um hvenær hermenn verði kallaðir heim, lendi Bandaríkin aftur í stríði við Talibana. Það sé ekki eitthvað sem Biden telji í hag Bandaríkjanna. Því verði allir hermenn kallaðir heim fyrir fyrsta september. Afganistan Bandaríkin NATO Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Biden er sagður ætla að tilkynna ákvörðun sína á morgun en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá henni í dag. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafði gert samkomulag við Talibana, sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrásina 2001 og stýra enn stórum hluta landsins, um að kalla alla hermenn heim fyrir 1. mars. Talibanar hafa heitið því að fjölga árásum á hermenn Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsbandalagsríkja verði þeir ekki farnir frá landinu fyrir það. Í frétt Washington Post segir að möguleikar Bandaríkjamanna í Afganistan hafi verið teknir til skoðunar innan veggja Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir tveggja áratuga átök eru Talibanar í góðri stöðu í landinu og ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana. Talibanar voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Ráðamenn í Afganistan hafa lýst yfir áhyggjum af því að bandarískir hermenn fari frá landinu eins og staðan er núna og óttast árlega vorsókn Talibana. Rúmlega tíu þúsund hermenn á vegum NATO eru í Afganistan og þar af rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjamenn. Þeir vinna að mestu að því að þjálfa heimamenn. Yfirgefi Bandaríkin landið er ólíklegt að önnur ríki Bandaríkins geti haldið áfram aðgerðum þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir að ef Bandaríkin rjúfi samkomulagið um að flytja hermenn heim fyrir 1. maí, án þess að hafa áætlun um hvenær hermenn verði kallaðir heim, lendi Bandaríkin aftur í stríði við Talibana. Það sé ekki eitthvað sem Biden telji í hag Bandaríkjanna. Því verði allir hermenn kallaðir heim fyrir fyrsta september.
Afganistan Bandaríkin NATO Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira