Ríkisstjórnin ætlar að vinna afléttingaráætlun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2021 16:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þegar skýrari afhendingaráætlanir bóluefna berist ætti að vera hægt að setja upp „einhverjar vörður“ til þess að ramma inn tilslakanir. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, vísaði til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að Danir og Norðmenn hafi birt nokkurs konar afléttingaráætlanir. „Danir hafa ákveðið að taka ákveðin skref í átt til fyrra lífs þegar bólusetningu fimmtíu ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafa kynnt áætlun sem tekur gildi í skrefum til júníloka og eru þá með þessu að birta áform, birta áætlanir sem ætlað er að veita ákveðinn fyrirsjáanleika,“ sagði Þorbjörg og spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að birta einhverjar markvissar áætlanir um opnanir eða dagatal um afléttingar í líkingu við bólusentingardagatalið. Katrín sagði að þetta gæti gerst þegar afhendingaráæltanir skýrast. „Þegar við erum komin á þann stað að við erum með nokkuð raunhæfar afhendingaráætlanir frá öllum bóluefnaframleiðendum fyrir næsta ársfjórðung, þá ættum við að vera komin á þann stað að geta rammað þetta inn og ég ímynda mér að það geti verið fyrr en síðar,“ sagði Katrín. Slíkri áætlun muni þó alltaf fylgja fyrirvarar. „Ekki síst núna hvað varðar svona óþekktri afbrigði veirunnar sem við sjáum og bóluefni virka með mismunandi hætti á. Þannig að það er alltaf mjög erfitt að setja fram í tímann áætlanir án þess að vera með alla fyrirvara á lofti.“ Unnið verði að þessu á vettvangi ríkistjórnarinnar. „Við vitum hvar við teljum að við verðum stödd svona um mitt ár. Þá teljum við að bólusetning verði hafin eða henni lokið hjá 240 þúsund af þeim 280 þúsund sem ætlunin er að bólusetja. Þannig að við ættum, miðað við að þær áætlanir gangi eftir, að geta sett upp einhverjar vörður á þeirri leið,“ sagði Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, vísaði til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að Danir og Norðmenn hafi birt nokkurs konar afléttingaráætlanir. „Danir hafa ákveðið að taka ákveðin skref í átt til fyrra lífs þegar bólusetningu fimmtíu ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafa kynnt áætlun sem tekur gildi í skrefum til júníloka og eru þá með þessu að birta áform, birta áætlanir sem ætlað er að veita ákveðinn fyrirsjáanleika,“ sagði Þorbjörg og spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að birta einhverjar markvissar áætlanir um opnanir eða dagatal um afléttingar í líkingu við bólusentingardagatalið. Katrín sagði að þetta gæti gerst þegar afhendingaráæltanir skýrast. „Þegar við erum komin á þann stað að við erum með nokkuð raunhæfar afhendingaráætlanir frá öllum bóluefnaframleiðendum fyrir næsta ársfjórðung, þá ættum við að vera komin á þann stað að geta rammað þetta inn og ég ímynda mér að það geti verið fyrr en síðar,“ sagði Katrín. Slíkri áætlun muni þó alltaf fylgja fyrirvarar. „Ekki síst núna hvað varðar svona óþekktri afbrigði veirunnar sem við sjáum og bóluefni virka með mismunandi hætti á. Þannig að það er alltaf mjög erfitt að setja fram í tímann áætlanir án þess að vera með alla fyrirvara á lofti.“ Unnið verði að þessu á vettvangi ríkistjórnarinnar. „Við vitum hvar við teljum að við verðum stödd svona um mitt ár. Þá teljum við að bólusetning verði hafin eða henni lokið hjá 240 þúsund af þeim 280 þúsund sem ætlunin er að bólusetja. Þannig að við ættum, miðað við að þær áætlanir gangi eftir, að geta sett upp einhverjar vörður á þeirri leið,“ sagði Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira