Ríkisstjórnin ætlar að vinna afléttingaráætlun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2021 16:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þegar skýrari afhendingaráætlanir bóluefna berist ætti að vera hægt að setja upp „einhverjar vörður“ til þess að ramma inn tilslakanir. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, vísaði til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að Danir og Norðmenn hafi birt nokkurs konar afléttingaráætlanir. „Danir hafa ákveðið að taka ákveðin skref í átt til fyrra lífs þegar bólusetningu fimmtíu ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafa kynnt áætlun sem tekur gildi í skrefum til júníloka og eru þá með þessu að birta áform, birta áætlanir sem ætlað er að veita ákveðinn fyrirsjáanleika,“ sagði Þorbjörg og spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að birta einhverjar markvissar áætlanir um opnanir eða dagatal um afléttingar í líkingu við bólusentingardagatalið. Katrín sagði að þetta gæti gerst þegar afhendingaráæltanir skýrast. „Þegar við erum komin á þann stað að við erum með nokkuð raunhæfar afhendingaráætlanir frá öllum bóluefnaframleiðendum fyrir næsta ársfjórðung, þá ættum við að vera komin á þann stað að geta rammað þetta inn og ég ímynda mér að það geti verið fyrr en síðar,“ sagði Katrín. Slíkri áætlun muni þó alltaf fylgja fyrirvarar. „Ekki síst núna hvað varðar svona óþekktri afbrigði veirunnar sem við sjáum og bóluefni virka með mismunandi hætti á. Þannig að það er alltaf mjög erfitt að setja fram í tímann áætlanir án þess að vera með alla fyrirvara á lofti.“ Unnið verði að þessu á vettvangi ríkistjórnarinnar. „Við vitum hvar við teljum að við verðum stödd svona um mitt ár. Þá teljum við að bólusetning verði hafin eða henni lokið hjá 240 þúsund af þeim 280 þúsund sem ætlunin er að bólusetja. Þannig að við ættum, miðað við að þær áætlanir gangi eftir, að geta sett upp einhverjar vörður á þeirri leið,“ sagði Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, vísaði til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að Danir og Norðmenn hafi birt nokkurs konar afléttingaráætlanir. „Danir hafa ákveðið að taka ákveðin skref í átt til fyrra lífs þegar bólusetningu fimmtíu ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafa kynnt áætlun sem tekur gildi í skrefum til júníloka og eru þá með þessu að birta áform, birta áætlanir sem ætlað er að veita ákveðinn fyrirsjáanleika,“ sagði Þorbjörg og spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að birta einhverjar markvissar áætlanir um opnanir eða dagatal um afléttingar í líkingu við bólusentingardagatalið. Katrín sagði að þetta gæti gerst þegar afhendingaráæltanir skýrast. „Þegar við erum komin á þann stað að við erum með nokkuð raunhæfar afhendingaráætlanir frá öllum bóluefnaframleiðendum fyrir næsta ársfjórðung, þá ættum við að vera komin á þann stað að geta rammað þetta inn og ég ímynda mér að það geti verið fyrr en síðar,“ sagði Katrín. Slíkri áætlun muni þó alltaf fylgja fyrirvarar. „Ekki síst núna hvað varðar svona óþekktri afbrigði veirunnar sem við sjáum og bóluefni virka með mismunandi hætti á. Þannig að það er alltaf mjög erfitt að setja fram í tímann áætlanir án þess að vera með alla fyrirvara á lofti.“ Unnið verði að þessu á vettvangi ríkistjórnarinnar. „Við vitum hvar við teljum að við verðum stödd svona um mitt ár. Þá teljum við að bólusetning verði hafin eða henni lokið hjá 240 þúsund af þeim 280 þúsund sem ætlunin er að bólusetja. Þannig að við ættum, miðað við að þær áætlanir gangi eftir, að geta sett upp einhverjar vörður á þeirri leið,“ sagði Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira