Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2021 14:22 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti víglinuna í Donbass á föstudaginn. AP/Forsetaembætti Úkraínu Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, segist ekki vita til þess að viðræðubeiðni hafi borist frá Úkraínu. Rússar hafa sent fjölmarga hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Talsmaður Selenskís segir um 40 þúsund rússneska hermenn við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi sömuleiðis sent um 40 þúsund hermenn til Krímskaga, samkvæmt frétt Reuters. Í Rússlandi saka ráðamenn þó yfirvöld í Kænugarði um að valda spennu á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Sky News sem sendi fréttamenn til að kanna aukin viðbúnað Rússa á svæðinu. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Sjá einnig: Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Þá hafa Rússar staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum í Donbass í austurhluta Úkraínu og útvegað þeim meðal annars vopn og menn. Rússneskir hermenn hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna en ráðamenn í Rússlandi segja þá hermenn hafa verið í fríi. Frá því átökin hófust hafa um fjórtán þúsund manns fallið þeirra vegna, samkvæmt yfirvöldum í Kænugarði. Nú síðast féll úkraínskur hermaður í gær og segja Úkraínumenn að hann hafi fallið þegar aðskilnaðarsinnar vörpuðu sprengjum á hermenn. Úkraínumenn segja 27 hermenn hafa fallið í árásum aðskilnaðarsinna á þessu ári. Segja Úkraínumönnum um að kenna Peskov sagði í dag að Pútín vonaðist til þess að Úkraínumenn dragi úr viðbúnaði þeirra á landamærunum og þannig væri hægt að draga úr spennunni. Rússar hafa sakað Úkraínumenn um „hættulegar“ aðgerðir í Donbass og í sama mund segja þeir að þeim sé frjálst að færa hermenn innan eigin landamæra. Vestrænir bandamenn Úkraínu hafa sakað ríkisstjórn Pútíns um að reyna að skapa krísu, sem er í takt við ummæli ráðamanna í Úkraínu sem segjast óttast að Pútín ætli sér að stappa stálinu í Rússa í aðdraganda þingkosninga í haust með því að gera óvin úr Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa heitið því að standa við bakið á Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að aðgerðir Rússa muni hafa afleiðingar. Hann er nú á leið til Brussel þar sem hann mun meðal annars ræða við Evrópumenn um ástandið í Úkraínu og Rússlandi. Úkraína Rússland Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, segist ekki vita til þess að viðræðubeiðni hafi borist frá Úkraínu. Rússar hafa sent fjölmarga hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Talsmaður Selenskís segir um 40 þúsund rússneska hermenn við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi sömuleiðis sent um 40 þúsund hermenn til Krímskaga, samkvæmt frétt Reuters. Í Rússlandi saka ráðamenn þó yfirvöld í Kænugarði um að valda spennu á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Sky News sem sendi fréttamenn til að kanna aukin viðbúnað Rússa á svæðinu. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Sjá einnig: Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Þá hafa Rússar staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum í Donbass í austurhluta Úkraínu og útvegað þeim meðal annars vopn og menn. Rússneskir hermenn hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna en ráðamenn í Rússlandi segja þá hermenn hafa verið í fríi. Frá því átökin hófust hafa um fjórtán þúsund manns fallið þeirra vegna, samkvæmt yfirvöldum í Kænugarði. Nú síðast féll úkraínskur hermaður í gær og segja Úkraínumenn að hann hafi fallið þegar aðskilnaðarsinnar vörpuðu sprengjum á hermenn. Úkraínumenn segja 27 hermenn hafa fallið í árásum aðskilnaðarsinna á þessu ári. Segja Úkraínumönnum um að kenna Peskov sagði í dag að Pútín vonaðist til þess að Úkraínumenn dragi úr viðbúnaði þeirra á landamærunum og þannig væri hægt að draga úr spennunni. Rússar hafa sakað Úkraínumenn um „hættulegar“ aðgerðir í Donbass og í sama mund segja þeir að þeim sé frjálst að færa hermenn innan eigin landamæra. Vestrænir bandamenn Úkraínu hafa sakað ríkisstjórn Pútíns um að reyna að skapa krísu, sem er í takt við ummæli ráðamanna í Úkraínu sem segjast óttast að Pútín ætli sér að stappa stálinu í Rússa í aðdraganda þingkosninga í haust með því að gera óvin úr Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa heitið því að standa við bakið á Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að aðgerðir Rússa muni hafa afleiðingar. Hann er nú á leið til Brussel þar sem hann mun meðal annars ræða við Evrópumenn um ástandið í Úkraínu og Rússlandi.
Úkraína Rússland Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira