Eins og… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. apríl 2021 13:00 Eins og lítið sár sem hleypir inn sýkingu sem veldur bólgu… Eins og lítil rifa á lakki bíls sem hleypir inn vatni og súrefni sem veldur ryði sem breiðist út… Eins og eggjaskurn sem brotnar og innihaldið flæðir út… Eins og dropinn sem holar steininn… …er eineltið. Það rífur varnirnar, það býr til berskjöldun. Það brýtur lakkið, hleypir inn sýkingu og sjálfsmyndin flæðir út. Einelti er oft fyrsti dropinn í langri áfalla- og veikindasögu einstaklings. Eineltið getur verið upphafspunktur í langri sorgarsögu. Með brotna sjálfsmynd telur einstaklingurinn sig jafnvel ekki mikils virði, ekki eiga gott skilið, jafnvel ekki geta sagt stopp við ofbeldi. Bakpokinn fyllist smátt og smátt af vanlíðan og verður brátt svo þungur að líkamlegir kvillar gera vart við sig; magaverkir, höfuðverkir, stoðkerfissjúkdómar, fjölkerfasjúkdómar. Börn neita jafnvel að fara í skólann og geta einangrast. Höfnunartilfinning getur orðið sterk, streita, kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun. Sumir leita í áfengi og önnur vímuefni til að lina þjáningar. Smátt og smátt geta byrðarnar orðið of þungar og þá getur sá sem þær ber bugast. Einelti er því dauðans alvara. En þarf þetta að vera svona? Að sjálfsögðu ekki. Mikilvægt er að þeir sem eiga sér áfallasögu sem hófst með einelti fái aðstoð til að byggja upp líf sitt á ný. Mikilvægast er þó að koma í veg fyrir einelti. Þar með er komið í veg fyrir mikla sorg, mikinn skaða, vanlíðan og veikindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum upp á einfalt tæki til að vinna gegn því að einelti nái að festa rætur í skólum og barnahópum. Tækið nefnist Vinátta og hefur reynst gríðarlega vel í þeim skólum sem nýta efnið. Áhrifin sjást fljótt. Ótal sögur frá börnum, kennurum og foreldrum bera vott um það. Börnin verða umhyggjusamari, sýna samkennd, virða margbreytileika hópsins og læra að setja sér mörk. Þau læra líka að styðja félaga sína og verja. Starfsfólk fær einnig nýja sýn á starf sitt og hópinn. Vinátta er námsefni sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem á að samþættast í allt skólastarf. Vinátta byggir á rannsóknum og þeirri sýn að einelti sé félagslegt, menningarlegt og samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þurfi alltaf að vinna með hópinn sem heild, það umhverfi sem börn eru í og skólabrag. Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for Mobberi á dönsku.Vinátta stóð öllum leikskólum á Íslandi fyrst til boða árið 2016 og nú eru um 60% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu. Haustið 2020 stóð Vinátta svo öllum grunnskólum og frístundaheimilumtil boða og nú er um fjórðungur grunnskóla landsins að vinna með Vináttu. Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir einelti og þær þjáningar sem það getur haft í för með sér. Barnaheill eiga þá von og trú að með samtakamættinum getum við búið til samfélag þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Með því að sem flestir skólar vinni með Vináttu eru lögð lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Eins og lítið sár sem hleypir inn sýkingu sem veldur bólgu… Eins og lítil rifa á lakki bíls sem hleypir inn vatni og súrefni sem veldur ryði sem breiðist út… Eins og eggjaskurn sem brotnar og innihaldið flæðir út… Eins og dropinn sem holar steininn… …er eineltið. Það rífur varnirnar, það býr til berskjöldun. Það brýtur lakkið, hleypir inn sýkingu og sjálfsmyndin flæðir út. Einelti er oft fyrsti dropinn í langri áfalla- og veikindasögu einstaklings. Eineltið getur verið upphafspunktur í langri sorgarsögu. Með brotna sjálfsmynd telur einstaklingurinn sig jafnvel ekki mikils virði, ekki eiga gott skilið, jafnvel ekki geta sagt stopp við ofbeldi. Bakpokinn fyllist smátt og smátt af vanlíðan og verður brátt svo þungur að líkamlegir kvillar gera vart við sig; magaverkir, höfuðverkir, stoðkerfissjúkdómar, fjölkerfasjúkdómar. Börn neita jafnvel að fara í skólann og geta einangrast. Höfnunartilfinning getur orðið sterk, streita, kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun. Sumir leita í áfengi og önnur vímuefni til að lina þjáningar. Smátt og smátt geta byrðarnar orðið of þungar og þá getur sá sem þær ber bugast. Einelti er því dauðans alvara. En þarf þetta að vera svona? Að sjálfsögðu ekki. Mikilvægt er að þeir sem eiga sér áfallasögu sem hófst með einelti fái aðstoð til að byggja upp líf sitt á ný. Mikilvægast er þó að koma í veg fyrir einelti. Þar með er komið í veg fyrir mikla sorg, mikinn skaða, vanlíðan og veikindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum upp á einfalt tæki til að vinna gegn því að einelti nái að festa rætur í skólum og barnahópum. Tækið nefnist Vinátta og hefur reynst gríðarlega vel í þeim skólum sem nýta efnið. Áhrifin sjást fljótt. Ótal sögur frá börnum, kennurum og foreldrum bera vott um það. Börnin verða umhyggjusamari, sýna samkennd, virða margbreytileika hópsins og læra að setja sér mörk. Þau læra líka að styðja félaga sína og verja. Starfsfólk fær einnig nýja sýn á starf sitt og hópinn. Vinátta er námsefni sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem á að samþættast í allt skólastarf. Vinátta byggir á rannsóknum og þeirri sýn að einelti sé félagslegt, menningarlegt og samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þurfi alltaf að vinna með hópinn sem heild, það umhverfi sem börn eru í og skólabrag. Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for Mobberi á dönsku.Vinátta stóð öllum leikskólum á Íslandi fyrst til boða árið 2016 og nú eru um 60% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu. Haustið 2020 stóð Vinátta svo öllum grunnskólum og frístundaheimilumtil boða og nú er um fjórðungur grunnskóla landsins að vinna með Vináttu. Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir einelti og þær þjáningar sem það getur haft í för með sér. Barnaheill eiga þá von og trú að með samtakamættinum getum við búið til samfélag þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Með því að sem flestir skólar vinni með Vináttu eru lögð lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun