Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2021 12:38 Júrí Gagarín, í geimbúningi sínum eftir að honum var skotið út í geim árið 1961. Vísir/Getty Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. Hinn 27 ára gamli Gagarín fór einn hring um jörðu og stökk síðan úr geimfari sínu og lenti með fallhlíf á kartöfluakri við borgina Engels skammt frá ánni Volgu í Rússlandi. Þar voru þær Rita Nurskanova, sem var fimm ára, og amma hennar. Hér má sjá myndefni frá geimskotinu sjálfu. Moscow Times segir að í viðtali hafi Nurskanova sagt frá því að amma hennar hafi lagst á bæn og viljað hlaupa á brott þegar þær sáu Gagarín svífa til jarðar. Hann hafi þó róað þær niður, staðhæft að hann væri mennskur og þær hafi hjálpað honum að losa hjálm hans. Gagarín var hylltur sem hetja Sovétríkjanna en fjórum árum áður hafði ríkið verið fyrst til að senda gervihnött á braut um jörðu. Hann dó í flugslysi sjö árum seinna. Hér má sjá ávarp sem Gagarín veitti ári eftir geimskotið. Mikill fögnuður hefur farið fram í Rússlandi í dag og ferðaðist Vladímír Pútín, forseti Rússlands, til Engels, þar sem Gagarín lenti, og heimsótti minnisvarða sem þar var reistur. Fjórir Rússar eru nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og segir í frétt Moscow Times að þeir hafi sent kveðjur til jarðarbúa í dag og hyllt afreki Gagaríns. Hér má sjá stutt myndband frá Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, sem inniheldur meðal annars kveðjur frá fjórum rússneskum geimförum sem eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. , @KudSverchkov, @Novitskiy_iss , ! # #12 # pic.twitter.com/EcXMNhUgRN— (@roscosmos) April 11, 2021 Hér má sjá kveðju frá geimfaranum Ivan Vagner í tilefni dagsins. I congratulate those working for the benefit of the space industry and space exploration on the International Day of Cosmonautics! Congratulations also go to those who are interested in space! Wishing you new interesting and ambitious projects, space success and achievements! pic.twitter.com/1BwjdLPqcB— Ivan Vagner (@ivan_mks63) April 12, 2021 Geimiðnaður Rússlands á í ákveðnum vandræðum um þessar mundir. Dregið hafi úr fjárveitingum og hneykslismál hafi komið upp, svo eitthvað sé nefnt. Með notkun hinna áreiðanlegu Soyuz eldflauga hafa Rússar einir sent menn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en ríkið hefur þó átt í erfiðleikum með að halda í við tækniþróun. Rússland Geimurinn Tækni Sovétríkin Kalda stríðið Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Gagarín fór einn hring um jörðu og stökk síðan úr geimfari sínu og lenti með fallhlíf á kartöfluakri við borgina Engels skammt frá ánni Volgu í Rússlandi. Þar voru þær Rita Nurskanova, sem var fimm ára, og amma hennar. Hér má sjá myndefni frá geimskotinu sjálfu. Moscow Times segir að í viðtali hafi Nurskanova sagt frá því að amma hennar hafi lagst á bæn og viljað hlaupa á brott þegar þær sáu Gagarín svífa til jarðar. Hann hafi þó róað þær niður, staðhæft að hann væri mennskur og þær hafi hjálpað honum að losa hjálm hans. Gagarín var hylltur sem hetja Sovétríkjanna en fjórum árum áður hafði ríkið verið fyrst til að senda gervihnött á braut um jörðu. Hann dó í flugslysi sjö árum seinna. Hér má sjá ávarp sem Gagarín veitti ári eftir geimskotið. Mikill fögnuður hefur farið fram í Rússlandi í dag og ferðaðist Vladímír Pútín, forseti Rússlands, til Engels, þar sem Gagarín lenti, og heimsótti minnisvarða sem þar var reistur. Fjórir Rússar eru nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og segir í frétt Moscow Times að þeir hafi sent kveðjur til jarðarbúa í dag og hyllt afreki Gagaríns. Hér má sjá stutt myndband frá Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, sem inniheldur meðal annars kveðjur frá fjórum rússneskum geimförum sem eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. , @KudSverchkov, @Novitskiy_iss , ! # #12 # pic.twitter.com/EcXMNhUgRN— (@roscosmos) April 11, 2021 Hér má sjá kveðju frá geimfaranum Ivan Vagner í tilefni dagsins. I congratulate those working for the benefit of the space industry and space exploration on the International Day of Cosmonautics! Congratulations also go to those who are interested in space! Wishing you new interesting and ambitious projects, space success and achievements! pic.twitter.com/1BwjdLPqcB— Ivan Vagner (@ivan_mks63) April 12, 2021 Geimiðnaður Rússlands á í ákveðnum vandræðum um þessar mundir. Dregið hafi úr fjárveitingum og hneykslismál hafi komið upp, svo eitthvað sé nefnt. Með notkun hinna áreiðanlegu Soyuz eldflauga hafa Rússar einir sent menn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en ríkið hefur þó átt í erfiðleikum með að halda í við tækniþróun.
Rússland Geimurinn Tækni Sovétríkin Kalda stríðið Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira