Lausnin er úti á landi Guðmundur Gunnarsson skrifar 11. apríl 2021 09:01 Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein. Nema, hún er ekki um það hvernig við ætlum að endurvekja fortíðina. Hún er ekki rómantískt afturhvarf til áranna fyrir grímuskyldu. Þetta er ekki svoleiðis grein. Þessi grein er skrifuð út frá öðru sjónarhorni. Með augum landsbyggðatúttu sem hefur takmarkaðan áhuga á að færa allt í fyrra horf. Þessi grein fjallar um vannýttu tækifærin úti á landi. Þið vitið, svæðið sem nær yfir bróðurpart landsins og hýsir okkar fámennustu, en jafnframt öflugustu, samfélög. Svæðið sem við ranglega tölum um í eintölu en ættum auðvitað alltaf að vísa til í fleirtölu. Vegna stærðar og mikilvægis. Mitt innlegg er að við breytum viðhorfi okkar til landsbyggðanna. Þá aðallega, viðhorfi okkar til opinberra framkvæmda á landsbyggðunum. Hefjum okkur upp úr því afdankaða viðhorfi að fjárfestingar hins opinbera úti á landi séu einhver ölmusa. Eins og þeirra eini tilgangur sé að seinka hinu óumflýjanlega og gera nógu lítið til að halda í horfinu. Hið rétta er að það er einmitt á þessum svæðum sem okkar stærstu ónýttu tækifæri lúra. Okkar allra mestu verðmæti. Í fólkinu, fyrirtækjunum og umhverfinu. Ég er að tala um fjárfestingu sem endurspeglar raunverulega trú á samfélögin. Áætlun sem nærir æðakerfið í dreifbýlinu. Í þorpunum. Þar sem viðspyrnan býr. Tökum Árneshrepp sem dæmi. Algjört jaðardæmi. Svæði sem hefur verið haldið í einangrun frá grunnkerfum samfélagsins frá upphafi. Þar býr enn fólk sem berst á hæl og hnakka við að halda hreppnum í byggð. Skapar sín eigin tækifæri þrátt fyrir endalaust andstreymi. Skýrt dæmi um kraftinn sem kraumar í þeim samfélögum þar sem sjálf lífsbaráttan er barningur. Og við erum bara að tala um að veita þeim sambærileg tækifæri og við hin njótum. Þjónustu sem þau eiga rétt á. Án tillits til búsetu. Ég vil að við nálgumst uppbyggingu í dreifbýlinu eins og hverja aðra metnaðarfulla opinbera fjárfestingu. Eins og að byggja spítala, flugvöll eða þjóðarleikvang. Og nei, ég er ekki að tala um að eitt útiloki annað eða stilla dreifbýlinu upp andspænis borginni. Ég er að tala um að koma þessum löngu tímabæru áformum á kortið, stilla upp heildstæðu plani sem tekur til uppbyggingar allra grunnkerfa. Veita landsbyggðunum sömu tækifæri, sömu þjónustu, sambærilegt öryggi. Það er lang arðbærasta fjárfestingin sem þjóð, umvafin auðlindum, getur ráðist í. Gott dæmi um slíka nálgun er til dæmis að finna í boðuðum breytingum á þjónustu í þágu farsældar barna. Það er framtíðarsýnin og metnaðurinn sem ég vil sjá fyrir landsbyggðirnar. Allar okkar fyrri áætlanir fyrir landsbyggðirnar eiga það sameiginlegt að skorta þrótt og hugrekki. Þær skortir nægilegt eldsneyti til að leysa kraftinn úti á landi úr læðingi. Ég er að kalla eftir áformum sem endurspegla framtíðarsýnina sem landsbyggðirnar verðskulda. Við munum öll hagnast á því. Svo snýst þetta líka á endanum um réttlæti. Að við einsetjum okku að jafna aðgengi að opinberri þjónustu og grunnkerfum um allt land. Eins og okkur ber að gera. Getan til að skjóta efnahag landsins aftur upp eins og korktappa býr nefnilega í þorpunum. Við eigum að að hafa kjarkinn til að veðja á þau. Þótt fyrr hefði verið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Vinnumarkaður Guðmundur Gunnarsson Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein. Nema, hún er ekki um það hvernig við ætlum að endurvekja fortíðina. Hún er ekki rómantískt afturhvarf til áranna fyrir grímuskyldu. Þetta er ekki svoleiðis grein. Þessi grein er skrifuð út frá öðru sjónarhorni. Með augum landsbyggðatúttu sem hefur takmarkaðan áhuga á að færa allt í fyrra horf. Þessi grein fjallar um vannýttu tækifærin úti á landi. Þið vitið, svæðið sem nær yfir bróðurpart landsins og hýsir okkar fámennustu, en jafnframt öflugustu, samfélög. Svæðið sem við ranglega tölum um í eintölu en ættum auðvitað alltaf að vísa til í fleirtölu. Vegna stærðar og mikilvægis. Mitt innlegg er að við breytum viðhorfi okkar til landsbyggðanna. Þá aðallega, viðhorfi okkar til opinberra framkvæmda á landsbyggðunum. Hefjum okkur upp úr því afdankaða viðhorfi að fjárfestingar hins opinbera úti á landi séu einhver ölmusa. Eins og þeirra eini tilgangur sé að seinka hinu óumflýjanlega og gera nógu lítið til að halda í horfinu. Hið rétta er að það er einmitt á þessum svæðum sem okkar stærstu ónýttu tækifæri lúra. Okkar allra mestu verðmæti. Í fólkinu, fyrirtækjunum og umhverfinu. Ég er að tala um fjárfestingu sem endurspeglar raunverulega trú á samfélögin. Áætlun sem nærir æðakerfið í dreifbýlinu. Í þorpunum. Þar sem viðspyrnan býr. Tökum Árneshrepp sem dæmi. Algjört jaðardæmi. Svæði sem hefur verið haldið í einangrun frá grunnkerfum samfélagsins frá upphafi. Þar býr enn fólk sem berst á hæl og hnakka við að halda hreppnum í byggð. Skapar sín eigin tækifæri þrátt fyrir endalaust andstreymi. Skýrt dæmi um kraftinn sem kraumar í þeim samfélögum þar sem sjálf lífsbaráttan er barningur. Og við erum bara að tala um að veita þeim sambærileg tækifæri og við hin njótum. Þjónustu sem þau eiga rétt á. Án tillits til búsetu. Ég vil að við nálgumst uppbyggingu í dreifbýlinu eins og hverja aðra metnaðarfulla opinbera fjárfestingu. Eins og að byggja spítala, flugvöll eða þjóðarleikvang. Og nei, ég er ekki að tala um að eitt útiloki annað eða stilla dreifbýlinu upp andspænis borginni. Ég er að tala um að koma þessum löngu tímabæru áformum á kortið, stilla upp heildstæðu plani sem tekur til uppbyggingar allra grunnkerfa. Veita landsbyggðunum sömu tækifæri, sömu þjónustu, sambærilegt öryggi. Það er lang arðbærasta fjárfestingin sem þjóð, umvafin auðlindum, getur ráðist í. Gott dæmi um slíka nálgun er til dæmis að finna í boðuðum breytingum á þjónustu í þágu farsældar barna. Það er framtíðarsýnin og metnaðurinn sem ég vil sjá fyrir landsbyggðirnar. Allar okkar fyrri áætlanir fyrir landsbyggðirnar eiga það sameiginlegt að skorta þrótt og hugrekki. Þær skortir nægilegt eldsneyti til að leysa kraftinn úti á landi úr læðingi. Ég er að kalla eftir áformum sem endurspegla framtíðarsýnina sem landsbyggðirnar verðskulda. Við munum öll hagnast á því. Svo snýst þetta líka á endanum um réttlæti. Að við einsetjum okku að jafna aðgengi að opinberri þjónustu og grunnkerfum um allt land. Eins og okkur ber að gera. Getan til að skjóta efnahag landsins aftur upp eins og korktappa býr nefnilega í þorpunum. Við eigum að að hafa kjarkinn til að veðja á þau. Þótt fyrr hefði verið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun