Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 14:12 Íbúar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu virða sækja eigur sínar úr rústum húsa sem urðu fyrir sprengjuregni í gær. Aukin spenna er hlaupin í átökin á svæðinu og Rússar safna liði á landamærunum. Vísir/AP Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. Stjórnvöld í Kænugarði og vestrænir bandamenn þeirra óttast að Rússar búi sig nú undir vopnaða innrás í austanverða Úkraínu. Þeir hafa safnað liði nærri landamærum ríkjanna og þá hafa skærur á milli uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússum og ráða ríkjum í Donbass-héraði og úkraínska stjórnarhersins færst í aukana að undanförnu. Andrí Taran, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir aðeins ákvörðun um það á æðstu stigum stjórnvalda í Kreml geti skýrt aukinn ágang Rússa við Úkraínu. Ögranir Rússa gætu egnt Úkraínumenn út í átök í Donbass, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Rússnesk stjórnvöld, sem hafa stutt við uppreisnarmennina í Austur-Úkraínu um árabil, hafna því að ógn stafi af hermönnum þeirra. Þau muni verja „borgara“ sína í Austur-Úkraínu ef átökin þar fara harðnandi og þeim sé frjálst að senda hermenn þangað sem þau vilja innan Rússlands. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Frakklands og Þýskalands hvöttu Rússa til að stöðva liðsflutninga sína að landamærum Úkraínu í gær. Lýstu þeir jafnframt stuðningi við ríkisstjórn Úkraínu í deilum hennar við Rússa. Fleiri en fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum í Austur-Úkraínu sem hófust eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússar hafa alla tíð neitað því að hermenn þeirra berjist í Austur-Úkraínu. Átylla stjórnvalda í Kreml fyrir innlimun Krímskaga var að þau þyrftu að verja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Reyndu Rússar að veita innlimuninni lögmæti eftir á með því að boða til íbúakosningar. Úkraína Rússland Tengdar fréttir Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Stjórnvöld í Kænugarði og vestrænir bandamenn þeirra óttast að Rússar búi sig nú undir vopnaða innrás í austanverða Úkraínu. Þeir hafa safnað liði nærri landamærum ríkjanna og þá hafa skærur á milli uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússum og ráða ríkjum í Donbass-héraði og úkraínska stjórnarhersins færst í aukana að undanförnu. Andrí Taran, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir aðeins ákvörðun um það á æðstu stigum stjórnvalda í Kreml geti skýrt aukinn ágang Rússa við Úkraínu. Ögranir Rússa gætu egnt Úkraínumenn út í átök í Donbass, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Rússnesk stjórnvöld, sem hafa stutt við uppreisnarmennina í Austur-Úkraínu um árabil, hafna því að ógn stafi af hermönnum þeirra. Þau muni verja „borgara“ sína í Austur-Úkraínu ef átökin þar fara harðnandi og þeim sé frjálst að senda hermenn þangað sem þau vilja innan Rússlands. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Frakklands og Þýskalands hvöttu Rússa til að stöðva liðsflutninga sína að landamærum Úkraínu í gær. Lýstu þeir jafnframt stuðningi við ríkisstjórn Úkraínu í deilum hennar við Rússa. Fleiri en fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum í Austur-Úkraínu sem hófust eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússar hafa alla tíð neitað því að hermenn þeirra berjist í Austur-Úkraínu. Átylla stjórnvalda í Kreml fyrir innlimun Krímskaga var að þau þyrftu að verja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Reyndu Rússar að veita innlimuninni lögmæti eftir á með því að boða til íbúakosningar.
Úkraína Rússland Tengdar fréttir Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31
Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“