Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 14:12 Íbúar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu virða sækja eigur sínar úr rústum húsa sem urðu fyrir sprengjuregni í gær. Aukin spenna er hlaupin í átökin á svæðinu og Rússar safna liði á landamærunum. Vísir/AP Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. Stjórnvöld í Kænugarði og vestrænir bandamenn þeirra óttast að Rússar búi sig nú undir vopnaða innrás í austanverða Úkraínu. Þeir hafa safnað liði nærri landamærum ríkjanna og þá hafa skærur á milli uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússum og ráða ríkjum í Donbass-héraði og úkraínska stjórnarhersins færst í aukana að undanförnu. Andrí Taran, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir aðeins ákvörðun um það á æðstu stigum stjórnvalda í Kreml geti skýrt aukinn ágang Rússa við Úkraínu. Ögranir Rússa gætu egnt Úkraínumenn út í átök í Donbass, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Rússnesk stjórnvöld, sem hafa stutt við uppreisnarmennina í Austur-Úkraínu um árabil, hafna því að ógn stafi af hermönnum þeirra. Þau muni verja „borgara“ sína í Austur-Úkraínu ef átökin þar fara harðnandi og þeim sé frjálst að senda hermenn þangað sem þau vilja innan Rússlands. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Frakklands og Þýskalands hvöttu Rússa til að stöðva liðsflutninga sína að landamærum Úkraínu í gær. Lýstu þeir jafnframt stuðningi við ríkisstjórn Úkraínu í deilum hennar við Rússa. Fleiri en fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum í Austur-Úkraínu sem hófust eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússar hafa alla tíð neitað því að hermenn þeirra berjist í Austur-Úkraínu. Átylla stjórnvalda í Kreml fyrir innlimun Krímskaga var að þau þyrftu að verja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Reyndu Rússar að veita innlimuninni lögmæti eftir á með því að boða til íbúakosningar. Úkraína Rússland Tengdar fréttir Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Stjórnvöld í Kænugarði og vestrænir bandamenn þeirra óttast að Rússar búi sig nú undir vopnaða innrás í austanverða Úkraínu. Þeir hafa safnað liði nærri landamærum ríkjanna og þá hafa skærur á milli uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússum og ráða ríkjum í Donbass-héraði og úkraínska stjórnarhersins færst í aukana að undanförnu. Andrí Taran, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir aðeins ákvörðun um það á æðstu stigum stjórnvalda í Kreml geti skýrt aukinn ágang Rússa við Úkraínu. Ögranir Rússa gætu egnt Úkraínumenn út í átök í Donbass, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Rússnesk stjórnvöld, sem hafa stutt við uppreisnarmennina í Austur-Úkraínu um árabil, hafna því að ógn stafi af hermönnum þeirra. Þau muni verja „borgara“ sína í Austur-Úkraínu ef átökin þar fara harðnandi og þeim sé frjálst að senda hermenn þangað sem þau vilja innan Rússlands. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Frakklands og Þýskalands hvöttu Rússa til að stöðva liðsflutninga sína að landamærum Úkraínu í gær. Lýstu þeir jafnframt stuðningi við ríkisstjórn Úkraínu í deilum hennar við Rússa. Fleiri en fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum í Austur-Úkraínu sem hófust eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússar hafa alla tíð neitað því að hermenn þeirra berjist í Austur-Úkraínu. Átylla stjórnvalda í Kreml fyrir innlimun Krímskaga var að þau þyrftu að verja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Reyndu Rússar að veita innlimuninni lögmæti eftir á með því að boða til íbúakosningar.
Úkraína Rússland Tengdar fréttir Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31
Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22