Hraunflæði aukist og enginn endir í augsýn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. apríl 2021 20:30 Hraunrennsli í eldgosinu við Fagradalsfjall hefur aukist nokkuð síðustu daga sem er talið nokkuð óvenjulegt. Vísir/Robert Cabrera Hraunrennsli í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur aukist töluvert undanfarna sólarhringa en venjulega dregur úr hraunflæði með tímanum. Síðast voru gerðar hraunflæðismælingar á gossvæðinu við Fagradalsfjall í gær. Niðurstöður úr þeim sýna að rennslið sólarhringinn á undan var nálægt átta rúmmetrum á sekúndu. Meðalrennsli frá því gosið hófst hefur verið um fimm rúmmetrar á sekúndu og aukningin því talsverð. „Eftir þrjár vikur er það heldur meira en það var fyrsta daginn og það hefur sem sagt ekki dregið úr, við sjáum engin merki um endi heldur ef eitthvað er hefur það aðeins aukist. Það er ólíkt því sem við sjáum í flestum eldgosum hér á landi,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Gosstöðvarnar voru tilkomumiklar í dag.Vísir/Robert Cabrera Ekki er útilokað að nýjar sprungur opnist á svæðinu, einkum norðaustan við gosstaðina þrjá. „Það gæti brennt þig, ef þetta kæmi upp beint við hliðina á, ef þú værir með hendina hérna eða í stuttbuxum, aðalatriðið er að hlaupa í burtu og ef sprungan liggur svona þá hleypurðu þangað eða þangað,“ sagði Magnús og lýsti aðstæðum með handabendingum sem sjá má í klippunni hér að neðan. Ýmsar ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að auka öryggi við gosstöðvarnar, sem rýmdar verða klukkan ellefu í kvöld. Svokölluð A-leið að gosinu var endurstikuð í gær eftir uppfært hættumat á svæðinu og hefur fólk gengið þá leið í dag. Þá var tjald björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, sem tekið var niður eftir að ný sprunga opnaðist um 200 metrum frá, reist á nýjum stað í Meradölum í gærmorgun. Einhverjir voru á ferli við gosstöðvarnar í dag en ekki nærri því eins margir og undanfarnar vikur.Vísir/Robert Cabrera „Hérna erum við með litla vettvangsbækistöð fyrir okkar fólk á svæðinu, það sem það getur alla vega komið í smá hlýju til að borða nestið sitt eða eitthvað svoleiðis og haldið svo áfram. Þá þarf það ekki að keyra alla leið til Grindavíkur til að fara í svoleiðis,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður, í dag. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35 Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Síðast voru gerðar hraunflæðismælingar á gossvæðinu við Fagradalsfjall í gær. Niðurstöður úr þeim sýna að rennslið sólarhringinn á undan var nálægt átta rúmmetrum á sekúndu. Meðalrennsli frá því gosið hófst hefur verið um fimm rúmmetrar á sekúndu og aukningin því talsverð. „Eftir þrjár vikur er það heldur meira en það var fyrsta daginn og það hefur sem sagt ekki dregið úr, við sjáum engin merki um endi heldur ef eitthvað er hefur það aðeins aukist. Það er ólíkt því sem við sjáum í flestum eldgosum hér á landi,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Gosstöðvarnar voru tilkomumiklar í dag.Vísir/Robert Cabrera Ekki er útilokað að nýjar sprungur opnist á svæðinu, einkum norðaustan við gosstaðina þrjá. „Það gæti brennt þig, ef þetta kæmi upp beint við hliðina á, ef þú værir með hendina hérna eða í stuttbuxum, aðalatriðið er að hlaupa í burtu og ef sprungan liggur svona þá hleypurðu þangað eða þangað,“ sagði Magnús og lýsti aðstæðum með handabendingum sem sjá má í klippunni hér að neðan. Ýmsar ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að auka öryggi við gosstöðvarnar, sem rýmdar verða klukkan ellefu í kvöld. Svokölluð A-leið að gosinu var endurstikuð í gær eftir uppfært hættumat á svæðinu og hefur fólk gengið þá leið í dag. Þá var tjald björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, sem tekið var niður eftir að ný sprunga opnaðist um 200 metrum frá, reist á nýjum stað í Meradölum í gærmorgun. Einhverjir voru á ferli við gosstöðvarnar í dag en ekki nærri því eins margir og undanfarnar vikur.Vísir/Robert Cabrera „Hérna erum við með litla vettvangsbækistöð fyrir okkar fólk á svæðinu, það sem það getur alla vega komið í smá hlýju til að borða nestið sitt eða eitthvað svoleiðis og haldið svo áfram. Þá þarf það ekki að keyra alla leið til Grindavíkur til að fara í svoleiðis,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður, í dag.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35 Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54
Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35
Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40