Uppvakningar á Alþingi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2021 09:00 Stundum rísa hinir dauðu. Stundum eru þingmál svæfð eða felld einungis til að vera vakin aftur af ríkisstjórninni í lítillega breyttri mynd – eða jafnvel óbreyttri mynd. Það er alveg augljóst að markmiðið er að eigna ríkisstjórninni góð mál á kostnað þingmannanna sem hafa unnið að þeim. Þetta er hrikalega leiðinleg pólitík, ýtir undir sundrung og dregur úr afköstum þingsins. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, birti pistil í gær undir yfirskriftinni „Sama hvaðan gott kemur?“. Þar varpaði hún ljósi á það hvernig frumvarp hennar um vernd barna gegn barnaníðsefni hefur verið svæft í þinginu frá því í nóvember, án nokkurra skýringa. Núna á lokamánuðum þingvetrarins lagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, síðan fram sitt eigið frumvarp sem er efnislega samhljóða frumvarpi Þorbjargar. Þorbjörg spurði því eðlilega hvers vegna dómsmálaráðherra velji þá leið frekar en að styðja frumvarpið sem þegar liggur fyrir þinginu. Á móti öllu Davíð Oddsson stærði sig af því að hafa í stjórnarandstöðu staðið gegn öllu því sem meirihlutinn hafði fram að færa, þótt hann væri í hjarta sínu sammála andstæðingum sínum. Jafnvel hann vissi þó betur en að stæra sig af þeirri aðferðafræði þegar hann var sjálfur í meirihluta. Annað má segja um sitjandi ríkisstjórn. Þegar verkefni hennar á kjörtímabilinu eru rýnd kemur nefnilega í ljós að aðferðafræði dómsmálaráðherra í máli Þorbjargar – uppvakningaleiðin – er langt frá því að vera einsdæmi. Líf eftir dauðann Ríkisstjórnin hefur oft hafnað þingmálum Viðreisnar en lagt síðan fram sambærileg mál í eigin nafni síðar. Þar má nefna niðurfellingu mannanafnanefndar, afnám fjöldatakmörkunar leigubíla, kaup vistvænna bifreiða hjá ríkinu, tvöfalt lögheimilli barna og afnám verðjöfnunar í útflutningi landbúnaðarafurða. Hér eru náttúrlega ótalin þingmál annarra flokka en Viðreisnar sem hafa hlotið sömu örlög. Þessi mál eru góð og ég fagna því að þau hafi notið brautargengis á endanum. En það er skrítið að sjá merkimiðann skipta lykilmáli hjá ríkisstjórninni en ekki útkomuna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur nefnilega fram fallegt markmið um breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Þar skuldbundu stjórnarflokkarnir sig til efla Alþingi með markvissum hætti og að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings. Það er ekki hægt að sjá á verkum ríkisstjórnarinnar að hún gefi mikið fyrir eigin markmið. Gamaldags pólitík hefur orðið ofan á, á kostnað bættra afkasta og breiðrar sáttar. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Stundum rísa hinir dauðu. Stundum eru þingmál svæfð eða felld einungis til að vera vakin aftur af ríkisstjórninni í lítillega breyttri mynd – eða jafnvel óbreyttri mynd. Það er alveg augljóst að markmiðið er að eigna ríkisstjórninni góð mál á kostnað þingmannanna sem hafa unnið að þeim. Þetta er hrikalega leiðinleg pólitík, ýtir undir sundrung og dregur úr afköstum þingsins. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, birti pistil í gær undir yfirskriftinni „Sama hvaðan gott kemur?“. Þar varpaði hún ljósi á það hvernig frumvarp hennar um vernd barna gegn barnaníðsefni hefur verið svæft í þinginu frá því í nóvember, án nokkurra skýringa. Núna á lokamánuðum þingvetrarins lagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, síðan fram sitt eigið frumvarp sem er efnislega samhljóða frumvarpi Þorbjargar. Þorbjörg spurði því eðlilega hvers vegna dómsmálaráðherra velji þá leið frekar en að styðja frumvarpið sem þegar liggur fyrir þinginu. Á móti öllu Davíð Oddsson stærði sig af því að hafa í stjórnarandstöðu staðið gegn öllu því sem meirihlutinn hafði fram að færa, þótt hann væri í hjarta sínu sammála andstæðingum sínum. Jafnvel hann vissi þó betur en að stæra sig af þeirri aðferðafræði þegar hann var sjálfur í meirihluta. Annað má segja um sitjandi ríkisstjórn. Þegar verkefni hennar á kjörtímabilinu eru rýnd kemur nefnilega í ljós að aðferðafræði dómsmálaráðherra í máli Þorbjargar – uppvakningaleiðin – er langt frá því að vera einsdæmi. Líf eftir dauðann Ríkisstjórnin hefur oft hafnað þingmálum Viðreisnar en lagt síðan fram sambærileg mál í eigin nafni síðar. Þar má nefna niðurfellingu mannanafnanefndar, afnám fjöldatakmörkunar leigubíla, kaup vistvænna bifreiða hjá ríkinu, tvöfalt lögheimilli barna og afnám verðjöfnunar í útflutningi landbúnaðarafurða. Hér eru náttúrlega ótalin þingmál annarra flokka en Viðreisnar sem hafa hlotið sömu örlög. Þessi mál eru góð og ég fagna því að þau hafi notið brautargengis á endanum. En það er skrítið að sjá merkimiðann skipta lykilmáli hjá ríkisstjórninni en ekki útkomuna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur nefnilega fram fallegt markmið um breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Þar skuldbundu stjórnarflokkarnir sig til efla Alþingi með markvissum hætti og að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings. Það er ekki hægt að sjá á verkum ríkisstjórnarinnar að hún gefi mikið fyrir eigin markmið. Gamaldags pólitík hefur orðið ofan á, á kostnað bættra afkasta og breiðrar sáttar. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun