Losunin sem aldrei varð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir og Signý Sif Sigurðardóttir skrifa 9. apríl 2021 15:00 Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2020 kom í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2,7 milljónum tonna CO2 ígilda á árinu, sem er sambærilegt við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum á landinu árlega, og reyndar sambærilegt þeirri losun sem telst til beinnar ábyrgðar íslenskra stjórnvalda. Það sýnir skýrt hversu loftslagsvæn raforkuvinnsla okkar er. Orkumál eru loftslagsmál og stærsta tækifæri heimsins til að ná tökum á loftslagsbreytingum felst í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa, á sjálfbæran hátt. Við matið á því hvað fyrirtækið kom í veg fyrir mikla losun notum við viðmið um losun frá raforkuvinnslu sem óháður aðili reiknaði út fyrir okkur. Viðmiðið byggir á samsetningu mismunandi raforkunotenda á Íslandi, iðnaðar innan ETS kerfisins annars vegar og almennra notenda hins vegar.Við notum viðmiðið til að skoða hver losunin hefði verið ef ekki hefði verið fyrir græna raforkuvinnslu okkar, að sjálfsögðu að frádreginni þeirri losun sem þó verður í starfseminni. Þau 2,7 milljón tonn CO2 ígilda á árinu sem aldrei leystust úr læðingi fara nærri því að jafngilda akstri 600 þúsund bíla á ári, eða eins og áður kom fram: Losun frá öllum vegasamgöngum hér á landi nemur aðeins þriðjungi þessarar tölu. Fjármál eru líka loftslagsmál Öll starfsemi okkar hjá Landsvirkjun lýtur sömu áherslum í loftslagsmálum. Frá 2018 hefur til dæmis öll ný fjármögnun fyrirtækisins verið græn eða sjálfbærnitengd. Landsvirkjun varð fyrst íslenskra útgefenda til að gefa út græn skuldabréf það ár og gaf aftur út slík skuldabréf árið 2020. Nú nemur græna skuldabréfaútgáfan okkar 350 milljónum Bandaríkjadala, eða um 45 milljörðum króna. Tilgangur grænna skuldabréfa er að fjármagna eignir og verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem endurnýjanlega og sjálfbæra orkuvinnslu eins og í tilfelli Landsvirkjunar. Allar aflstöðvar Landsvirkjunar uppfylla ströng skilyrði sem gerð eru um losun. Þannig getur Landsvirkjun fjármagnað allar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins, sem styðja við vinnslu Landsvirkjunar á orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, með grænum skuldabréfum.Græn skuldabréfaútgáfa af þessu tagi hentar sérstaklega vel fyrirtækjum eins og Landsvirkjun, sem hafa umhverfisvæna aðalstarfsemi. Með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum gefst fjárfestum, sem í okkar tilviki eru stór erlend tryggingafélög og eignastýringarfyrirtæki, tækifæri til ráðstafa fjármunum sínum til eigna og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál.Við reiknum árlega út loftslagsáhrif eigna Landsvirkjunar sem eru fjármagnaðar með grænum skuldabréfum og þar með framlag fjárfesta til þess að koma í veg fyrir losun. Nú má sjá þróun í þá átt, að græn skuldabréf beri lægri vexti fyrir útgefendur heldur en hefðbundin skuldabréf. Það gefur til kynna að fjárfestar séu reiðubúnir að fá lægri vexti, ef fé þeirra rennur til umhverfisvænna verkefna og eigna. Þessi þróun er mjög jákvæð og hvetjandi fyrir útgefendur grænna skuldabréfa. Hún getur líka bent til þess að fjárfestar meti grænar fjárfestingar sem áhættuminni en aðrar fjárfestingar til framtíðar. Loftslagsmál eru hagsmunamál okkar allra. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar sér að vera þar áfram í fararbroddi. Við horfum heildstætt á málaflokkinn og tökum ábyrgð á okkar eigin losun. Þannig vinnum við að því að gera heiminn grænan saman. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður á sviði Samfélags og umhverfis og Signý Sif er forstöðumaður á sviði Fjármála og upplýsingatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2020 kom í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2,7 milljónum tonna CO2 ígilda á árinu, sem er sambærilegt við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum á landinu árlega, og reyndar sambærilegt þeirri losun sem telst til beinnar ábyrgðar íslenskra stjórnvalda. Það sýnir skýrt hversu loftslagsvæn raforkuvinnsla okkar er. Orkumál eru loftslagsmál og stærsta tækifæri heimsins til að ná tökum á loftslagsbreytingum felst í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa, á sjálfbæran hátt. Við matið á því hvað fyrirtækið kom í veg fyrir mikla losun notum við viðmið um losun frá raforkuvinnslu sem óháður aðili reiknaði út fyrir okkur. Viðmiðið byggir á samsetningu mismunandi raforkunotenda á Íslandi, iðnaðar innan ETS kerfisins annars vegar og almennra notenda hins vegar.Við notum viðmiðið til að skoða hver losunin hefði verið ef ekki hefði verið fyrir græna raforkuvinnslu okkar, að sjálfsögðu að frádreginni þeirri losun sem þó verður í starfseminni. Þau 2,7 milljón tonn CO2 ígilda á árinu sem aldrei leystust úr læðingi fara nærri því að jafngilda akstri 600 þúsund bíla á ári, eða eins og áður kom fram: Losun frá öllum vegasamgöngum hér á landi nemur aðeins þriðjungi þessarar tölu. Fjármál eru líka loftslagsmál Öll starfsemi okkar hjá Landsvirkjun lýtur sömu áherslum í loftslagsmálum. Frá 2018 hefur til dæmis öll ný fjármögnun fyrirtækisins verið græn eða sjálfbærnitengd. Landsvirkjun varð fyrst íslenskra útgefenda til að gefa út græn skuldabréf það ár og gaf aftur út slík skuldabréf árið 2020. Nú nemur græna skuldabréfaútgáfan okkar 350 milljónum Bandaríkjadala, eða um 45 milljörðum króna. Tilgangur grænna skuldabréfa er að fjármagna eignir og verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem endurnýjanlega og sjálfbæra orkuvinnslu eins og í tilfelli Landsvirkjunar. Allar aflstöðvar Landsvirkjunar uppfylla ströng skilyrði sem gerð eru um losun. Þannig getur Landsvirkjun fjármagnað allar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins, sem styðja við vinnslu Landsvirkjunar á orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, með grænum skuldabréfum.Græn skuldabréfaútgáfa af þessu tagi hentar sérstaklega vel fyrirtækjum eins og Landsvirkjun, sem hafa umhverfisvæna aðalstarfsemi. Með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum gefst fjárfestum, sem í okkar tilviki eru stór erlend tryggingafélög og eignastýringarfyrirtæki, tækifæri til ráðstafa fjármunum sínum til eigna og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál.Við reiknum árlega út loftslagsáhrif eigna Landsvirkjunar sem eru fjármagnaðar með grænum skuldabréfum og þar með framlag fjárfesta til þess að koma í veg fyrir losun. Nú má sjá þróun í þá átt, að græn skuldabréf beri lægri vexti fyrir útgefendur heldur en hefðbundin skuldabréf. Það gefur til kynna að fjárfestar séu reiðubúnir að fá lægri vexti, ef fé þeirra rennur til umhverfisvænna verkefna og eigna. Þessi þróun er mjög jákvæð og hvetjandi fyrir útgefendur grænna skuldabréfa. Hún getur líka bent til þess að fjárfestar meti grænar fjárfestingar sem áhættuminni en aðrar fjárfestingar til framtíðar. Loftslagsmál eru hagsmunamál okkar allra. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar sér að vera þar áfram í fararbroddi. Við horfum heildstætt á málaflokkinn og tökum ábyrgð á okkar eigin losun. Þannig vinnum við að því að gera heiminn grænan saman. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður á sviði Samfélags og umhverfis og Signý Sif er forstöðumaður á sviði Fjármála og upplýsingatækni.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun