„Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2021 17:49 Svava, Brian og Rannveig gengu að eldgosinu í dag. Það er fyrsta skiptið sem Brian og Rannveig berja eldgos augum. Vísir/Egill Stríður straumur fólks hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag og eru margir að berja eldgos augum í fyrsta sinn á æfinni. Veðrið í dag hefur líklega ekki skemmt fyrir enda sólríkt þó kuldinn sé mikill og rok á svæðinu. „Þetta var stórkostlegt en það var mjög kalt,“ segir Rannveig Marta Sarc þegar fréttamann bar að garði. „Og mikill vindur.“ Rannveig kom til landsins fyrir rúmri viku ásamt kærasta sínum, Brian Hong, en þau komu hingað alla leið frá Chicago. „Það eru engin eldfjöll þar,“ segir Brian og hlær. Hann segir að sjónarspilið hafi verið stórfenglegt. „Það vall svo mikið hraun úr sprungunum. Við komumst ekki svo nálægt í dag vegna gassins og öryggisreglna en þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Brian. Hann segir að gangan hafi tekið nokkuð á. „Á leiðinni niður hélt ég stundum að ég gæti dáið en við lifðum þetta af,“ segir Brian og hlær. Fékk að sjá Heklu gjósa árið 1970 Þetta er annað skiptið sem Brian heimsækir Ísland. Móðir Rannveigar, Svava Bernharðsdóttir, segir ekki annað hafa verið hægt en að sýna unga fólkinu eldgosið. „Dóttir mín og tengdasonur komu til landsins og ég var með mikinn móral yfir því að hafa aldrei sýnt henni eldgos. Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos. En núna get ég hakað við það, nú er ég útskrifuð, nú getur hún farið að heiman,“ segir Svava. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Svava ber eldgos augum en hún var búsett austur á Skeiðum þegar Hekla gaus árið 1970. „Við sáum það bara út um stofugluggann. Reyndar var ég að horfa á sjónvarpið þegar Eiður Guðnason fréttamaður stöðvaði útsendinguna, fölur í framan, og sagði að Hekla væri byrjuð að gjósa,“ segir Svava. „Við flugum út í stofu og horfðum á. Við fórum svo næsta dag alveg upp að hrauninu, það var ógleymanlegt. Nú fengu þau allan pakkann, eld og ís, Ísland í hnotskurn,“ segir Svava. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. 7. apríl 2021 23:37 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
„Þetta var stórkostlegt en það var mjög kalt,“ segir Rannveig Marta Sarc þegar fréttamann bar að garði. „Og mikill vindur.“ Rannveig kom til landsins fyrir rúmri viku ásamt kærasta sínum, Brian Hong, en þau komu hingað alla leið frá Chicago. „Það eru engin eldfjöll þar,“ segir Brian og hlær. Hann segir að sjónarspilið hafi verið stórfenglegt. „Það vall svo mikið hraun úr sprungunum. Við komumst ekki svo nálægt í dag vegna gassins og öryggisreglna en þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Brian. Hann segir að gangan hafi tekið nokkuð á. „Á leiðinni niður hélt ég stundum að ég gæti dáið en við lifðum þetta af,“ segir Brian og hlær. Fékk að sjá Heklu gjósa árið 1970 Þetta er annað skiptið sem Brian heimsækir Ísland. Móðir Rannveigar, Svava Bernharðsdóttir, segir ekki annað hafa verið hægt en að sýna unga fólkinu eldgosið. „Dóttir mín og tengdasonur komu til landsins og ég var með mikinn móral yfir því að hafa aldrei sýnt henni eldgos. Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos. En núna get ég hakað við það, nú er ég útskrifuð, nú getur hún farið að heiman,“ segir Svava. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Svava ber eldgos augum en hún var búsett austur á Skeiðum þegar Hekla gaus árið 1970. „Við sáum það bara út um stofugluggann. Reyndar var ég að horfa á sjónvarpið þegar Eiður Guðnason fréttamaður stöðvaði útsendinguna, fölur í framan, og sagði að Hekla væri byrjuð að gjósa,“ segir Svava. „Við flugum út í stofu og horfðum á. Við fórum svo næsta dag alveg upp að hrauninu, það var ógleymanlegt. Nú fengu þau allan pakkann, eld og ís, Ísland í hnotskurn,“ segir Svava.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. 7. apríl 2021 23:37 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27
Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20
Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. 7. apríl 2021 23:37