Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2021 12:04 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali. Vísir/Vilhelm Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. Kristín Jónsdóttir eldfjalla og jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir það ekki endilega hafa komið á óvart að gos hafi byrjað í þriðju sprungunni rétt um miðnætti síðast liðna nótt. Kristín Jónsdóttir segir gossprungurnar raða sér snyrtilega upp í beina línu.Vísir/Vilhelm „Það má í rauninni segja að það hafi byrjað nýr kafli í þessari goshrinu á annan í páskum. Þegar opnaðist þarna ný sprunga. Svo hefur hún má segja teygt sig, eða það kemur þarna ný spurnga nákvæmlega á milli gosstöðvanna í Geldingadölum og þessarar nýju aðeins norðar,“ segir Kristín. Gosið sé því greinilega enn að þróast. „Það eru sprungur þarna ennþá lengra til norausturs. Spurning hvort að það verði framhaldið að það gjósi líka upp úr þeim. Þetta er það sem við erum að fylgjast með.“ Það geti því alveg eins gerst að gos hefjist á fleiri stöðum. Þær þær gossprungur sem nú gjósi upp úr raði sér nokkuð snyrtilega upp. „Það er hreinlega hægt að teikna upp beina línu í gegnum þessar gosstöðvar. Þær liggja yfir þessum gangi, þessum kvikugangi, sem myndaðist í lok febrúar og fram í mars. Við vitum frá aðlögunarmælingum að kvikugangurinn er grunnur á þessum slóðum næst gosstöðvunum en virðist vera dýpri annars staðar,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir segir alveg eins líklegt að fleiri gosspurngur en þær þrjár sem nú gjósa eigi eftir að opnast.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir allt sé gosið þó staðbundið á innan við kílómetra frá gosstöðvunum þótt gangurinn sé miklu lengri og nái frá Nátthaga langleiðina að Keili. Meðan virkni gossins haldist þarna breyti hún ekki miklu varðandi þær sviðsmyndir sem unnið væri með. „En auðvitað ef virknin færist eitthvað mikið norðureftir færi hraun að flæða norður fyrir Fagradalsfjall. Það getur í rauninni flætt ansi lengi þar án þess að það hafi nokkur áhrif. Þannig að við þurfum bara að vera róleg og bíða og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Kristín. Almenningur hefur sýnt gosinu mikinn áhuga en það viðrar sennilega ekki vel til gosskoðana í dag. „Aðstæður eru nefninlega ekki góðar. Það er mjög lélegt skyggni á svæðinu. Það sést bara best með því að skoða vefmyndavélar. Það er bara ekki gott veður í dag,“ segir Kristín Jónsdóttir. Það gæti þó ræst úr veðrinu eftir því sem líði á daginn. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19 Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19 Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Kristín Jónsdóttir eldfjalla og jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir það ekki endilega hafa komið á óvart að gos hafi byrjað í þriðju sprungunni rétt um miðnætti síðast liðna nótt. Kristín Jónsdóttir segir gossprungurnar raða sér snyrtilega upp í beina línu.Vísir/Vilhelm „Það má í rauninni segja að það hafi byrjað nýr kafli í þessari goshrinu á annan í páskum. Þegar opnaðist þarna ný sprunga. Svo hefur hún má segja teygt sig, eða það kemur þarna ný spurnga nákvæmlega á milli gosstöðvanna í Geldingadölum og þessarar nýju aðeins norðar,“ segir Kristín. Gosið sé því greinilega enn að þróast. „Það eru sprungur þarna ennþá lengra til norausturs. Spurning hvort að það verði framhaldið að það gjósi líka upp úr þeim. Þetta er það sem við erum að fylgjast með.“ Það geti því alveg eins gerst að gos hefjist á fleiri stöðum. Þær þær gossprungur sem nú gjósi upp úr raði sér nokkuð snyrtilega upp. „Það er hreinlega hægt að teikna upp beina línu í gegnum þessar gosstöðvar. Þær liggja yfir þessum gangi, þessum kvikugangi, sem myndaðist í lok febrúar og fram í mars. Við vitum frá aðlögunarmælingum að kvikugangurinn er grunnur á þessum slóðum næst gosstöðvunum en virðist vera dýpri annars staðar,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir segir alveg eins líklegt að fleiri gosspurngur en þær þrjár sem nú gjósa eigi eftir að opnast.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir allt sé gosið þó staðbundið á innan við kílómetra frá gosstöðvunum þótt gangurinn sé miklu lengri og nái frá Nátthaga langleiðina að Keili. Meðan virkni gossins haldist þarna breyti hún ekki miklu varðandi þær sviðsmyndir sem unnið væri með. „En auðvitað ef virknin færist eitthvað mikið norðureftir færi hraun að flæða norður fyrir Fagradalsfjall. Það getur í rauninni flætt ansi lengi þar án þess að það hafi nokkur áhrif. Þannig að við þurfum bara að vera róleg og bíða og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Kristín. Almenningur hefur sýnt gosinu mikinn áhuga en það viðrar sennilega ekki vel til gosskoðana í dag. „Aðstæður eru nefninlega ekki góðar. Það er mjög lélegt skyggni á svæðinu. Það sést bara best með því að skoða vefmyndavélar. Það er bara ekki gott veður í dag,“ segir Kristín Jónsdóttir. Það gæti þó ræst úr veðrinu eftir því sem líði á daginn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19 Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19 Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19
Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19
Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00