Pútín gæti verið forseti til 2036 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 18:05 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gæti setið sem forseti landsins þar til hann er 83 ára gamall. EPA/Alexei Druzhinin Vladimír Pútín, forseti Rússlands, staðfesti í dag lög sem formlega heimila honum að halda forsetaembætti til ársins 2036. Haldi Pútín völdum út tímabilið verður hann sá leiðtogi Rússlands sem mun hafa verið lengst við völd frá valdatíð Péturs mikla. Rússar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að ákvæði um valdatíð forseta yrði breytt í stjórnarskránni. Samkvæmt fyrri stjórnarskrá hefði Pútín þurft að láta af völdum árið 2024, þegar kjörtímabilið klárast, en hann hefur setið sem forseti í fjögur kjörtímabil, tvö þeirra nú í röð. Með nýju stjórnarskrárákvæði má Pútín bjóða sig fram til tveggja sex ára kjörtímabila í viðbót. Ef hann fengi kjör í bæði skiptin myndi hann sitja sem forseti til ársins 2036. Hann yrði þá sá leiðtogi Rússlands sem setið hefur lengst á valdastóli – lengur en Jósef Stalín – síðan valdatíð Péturs mikla lauk árið 1725. Dmitry Medvedev, sem var forseti Rússlands á árunum 2008-2012, gæti einnig boðið sig fram til forseta tvisvar í viðbót. Medvedev tók við forsetaembættinu af Pútín þegar hann mátti ekki sitja lengur á forsetastóli samkvæmt stjórnarskrá. Pútín var hins vegar forsætisráðherra á þeim tíma. Stjórnarskrárbreytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og segja gagnrýnendur ástæðu breytinganna þá að Pútín vilji sitja sem forseti til dauðadags. Pútín er í dag 68 ára gamall og hljóti hann kjör tvisvar til viðbótar verður hann 83 þegar forsetatíð hans lýkur. Hann hefur hins vegar sagt að hann hafi ekki ákveðið hvort hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur, enda sé árið 2024 langt í burtu. Rússland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
Rússar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að ákvæði um valdatíð forseta yrði breytt í stjórnarskránni. Samkvæmt fyrri stjórnarskrá hefði Pútín þurft að láta af völdum árið 2024, þegar kjörtímabilið klárast, en hann hefur setið sem forseti í fjögur kjörtímabil, tvö þeirra nú í röð. Með nýju stjórnarskrárákvæði má Pútín bjóða sig fram til tveggja sex ára kjörtímabila í viðbót. Ef hann fengi kjör í bæði skiptin myndi hann sitja sem forseti til ársins 2036. Hann yrði þá sá leiðtogi Rússlands sem setið hefur lengst á valdastóli – lengur en Jósef Stalín – síðan valdatíð Péturs mikla lauk árið 1725. Dmitry Medvedev, sem var forseti Rússlands á árunum 2008-2012, gæti einnig boðið sig fram til forseta tvisvar í viðbót. Medvedev tók við forsetaembættinu af Pútín þegar hann mátti ekki sitja lengur á forsetastóli samkvæmt stjórnarskrá. Pútín var hins vegar forsætisráðherra á þeim tíma. Stjórnarskrárbreytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og segja gagnrýnendur ástæðu breytinganna þá að Pútín vilji sitja sem forseti til dauðadags. Pútín er í dag 68 ára gamall og hljóti hann kjör tvisvar til viðbótar verður hann 83 þegar forsetatíð hans lýkur. Hann hefur hins vegar sagt að hann hafi ekki ákveðið hvort hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur, enda sé árið 2024 langt í burtu.
Rússland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira