Í samtali við fréttastofu segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni að tilkynning hafi borist í hádeginu frá flugturni í Keflavík og flugmönnum. Fyrstu mælingar bendi til þess að sprungan sé um hálfur kílómtetri að lengd.
Viðbúið hafi verið að sprunga gæti opnast á svæðinu, þar sem kvikugangurinn liggi undir nokkuð stóru svæði. Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavél RÚV sem hefur verið snúið að nýju sprungunum.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að gossvæðinu í Geldingadölum hafi verið lokað í kjölfar þess að sprungan opnaðist. Rýming stendur nú yfir og frekari upplýsinga er að vænta síðar.
Hér að neðan má sjá vakt þar sem greint verður frá helstu vendingum í málinu.