Telur mögulegt að skuldbindingar í loftslagsmálum séu óraunhæfar Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2021 12:14 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist efins um hvort Íslendingar séu á réttri leið með þátttöku í loftslagsskuldbindingum Evrópusambandsríkja. Ísland eigi fátt sameiginlegt með þessum þjóðum í loftslagsmálum og hafi verulega sérstöðu hvað þau varðar. Sigríður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi meðal annars loftslagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ný fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár var kynnt á dögunum þar sem lögð var áhersla á að framlög til loftslagsmála yrðu aukin um einn milljarð á ári, en alls renna þrettán milljarðar til málaflokksins á næsta ári. Sigríður kallaði eftir því í umræðu um fjármálaáætlun að það yrði skýrt í hvað peningurinn færi og hver árangur þessara framlaga yrði. „Ég átti orðastað við umhverfisráðherra um að það væri mikilvægt að það lægi fyrir kostnaðargreining, það er að segja að það yrði sett fram hvað við ætlum að setja mikinn pening í þessa tilteknu aðgerð og hversu mikinn árangur hún myndi bera í tilliti til loftslagsmála, hvað okkur tækist að draga mikið úr losun með þessari tilteknu aðgerð.“ Hún segir bratt að leggja svo mikinn pening í málaflokkinn án þess að þættir liggi fyrir. Að hennar mati sé ljóst að sumar aðgerðir muni ekki skila árangri varðandi minni losun en hún fagnar því að umhverfisráðherra hafi tekið undir þau sjónarmið að nauðsynlegt væri að skýra þessi atriði betur. Sigríður er þó efins um að Ísland eigi að gangast undir sömu skuldbindingar og Evrópusambandsríkin þar sem þau lönd séu skemur komin í loftslagsmálum en við. Ísland hafi mikla sérstöðu varðandi endurnýjanlega orkugjafa, og það sama eigi við um Noreg. „Mögulega þurfum við að hugleiða það, aðeins fara yfir þessi mál aftur og kanna hvort að alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur, Íslendingar, hvort þær séu í rauninni ekki bara óraunhæfar og einhvers konar della.“ „Eins og þetta að hoppa á vagninn með öðrum löndum sem ætla að auka endurnýjanlega orkugjafa upp í þrjátíu prósent þegar við sjálf erum með áttatíu prósent.“ Umræðuna má heyra hér að neðan. Sprengisandur Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Sigríður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi meðal annars loftslagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ný fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár var kynnt á dögunum þar sem lögð var áhersla á að framlög til loftslagsmála yrðu aukin um einn milljarð á ári, en alls renna þrettán milljarðar til málaflokksins á næsta ári. Sigríður kallaði eftir því í umræðu um fjármálaáætlun að það yrði skýrt í hvað peningurinn færi og hver árangur þessara framlaga yrði. „Ég átti orðastað við umhverfisráðherra um að það væri mikilvægt að það lægi fyrir kostnaðargreining, það er að segja að það yrði sett fram hvað við ætlum að setja mikinn pening í þessa tilteknu aðgerð og hversu mikinn árangur hún myndi bera í tilliti til loftslagsmála, hvað okkur tækist að draga mikið úr losun með þessari tilteknu aðgerð.“ Hún segir bratt að leggja svo mikinn pening í málaflokkinn án þess að þættir liggi fyrir. Að hennar mati sé ljóst að sumar aðgerðir muni ekki skila árangri varðandi minni losun en hún fagnar því að umhverfisráðherra hafi tekið undir þau sjónarmið að nauðsynlegt væri að skýra þessi atriði betur. Sigríður er þó efins um að Ísland eigi að gangast undir sömu skuldbindingar og Evrópusambandsríkin þar sem þau lönd séu skemur komin í loftslagsmálum en við. Ísland hafi mikla sérstöðu varðandi endurnýjanlega orkugjafa, og það sama eigi við um Noreg. „Mögulega þurfum við að hugleiða það, aðeins fara yfir þessi mál aftur og kanna hvort að alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur, Íslendingar, hvort þær séu í rauninni ekki bara óraunhæfar og einhvers konar della.“ „Eins og þetta að hoppa á vagninn með öðrum löndum sem ætla að auka endurnýjanlega orkugjafa upp í þrjátíu prósent þegar við sjálf erum með áttatíu prósent.“ Umræðuna má heyra hér að neðan.
Sprengisandur Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira