Telur mögulegt að skuldbindingar í loftslagsmálum séu óraunhæfar Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2021 12:14 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist efins um hvort Íslendingar séu á réttri leið með þátttöku í loftslagsskuldbindingum Evrópusambandsríkja. Ísland eigi fátt sameiginlegt með þessum þjóðum í loftslagsmálum og hafi verulega sérstöðu hvað þau varðar. Sigríður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi meðal annars loftslagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ný fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár var kynnt á dögunum þar sem lögð var áhersla á að framlög til loftslagsmála yrðu aukin um einn milljarð á ári, en alls renna þrettán milljarðar til málaflokksins á næsta ári. Sigríður kallaði eftir því í umræðu um fjármálaáætlun að það yrði skýrt í hvað peningurinn færi og hver árangur þessara framlaga yrði. „Ég átti orðastað við umhverfisráðherra um að það væri mikilvægt að það lægi fyrir kostnaðargreining, það er að segja að það yrði sett fram hvað við ætlum að setja mikinn pening í þessa tilteknu aðgerð og hversu mikinn árangur hún myndi bera í tilliti til loftslagsmála, hvað okkur tækist að draga mikið úr losun með þessari tilteknu aðgerð.“ Hún segir bratt að leggja svo mikinn pening í málaflokkinn án þess að þættir liggi fyrir. Að hennar mati sé ljóst að sumar aðgerðir muni ekki skila árangri varðandi minni losun en hún fagnar því að umhverfisráðherra hafi tekið undir þau sjónarmið að nauðsynlegt væri að skýra þessi atriði betur. Sigríður er þó efins um að Ísland eigi að gangast undir sömu skuldbindingar og Evrópusambandsríkin þar sem þau lönd séu skemur komin í loftslagsmálum en við. Ísland hafi mikla sérstöðu varðandi endurnýjanlega orkugjafa, og það sama eigi við um Noreg. „Mögulega þurfum við að hugleiða það, aðeins fara yfir þessi mál aftur og kanna hvort að alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur, Íslendingar, hvort þær séu í rauninni ekki bara óraunhæfar og einhvers konar della.“ „Eins og þetta að hoppa á vagninn með öðrum löndum sem ætla að auka endurnýjanlega orkugjafa upp í þrjátíu prósent þegar við sjálf erum með áttatíu prósent.“ Umræðuna má heyra hér að neðan. Sprengisandur Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Sigríður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi meðal annars loftslagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ný fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár var kynnt á dögunum þar sem lögð var áhersla á að framlög til loftslagsmála yrðu aukin um einn milljarð á ári, en alls renna þrettán milljarðar til málaflokksins á næsta ári. Sigríður kallaði eftir því í umræðu um fjármálaáætlun að það yrði skýrt í hvað peningurinn færi og hver árangur þessara framlaga yrði. „Ég átti orðastað við umhverfisráðherra um að það væri mikilvægt að það lægi fyrir kostnaðargreining, það er að segja að það yrði sett fram hvað við ætlum að setja mikinn pening í þessa tilteknu aðgerð og hversu mikinn árangur hún myndi bera í tilliti til loftslagsmála, hvað okkur tækist að draga mikið úr losun með þessari tilteknu aðgerð.“ Hún segir bratt að leggja svo mikinn pening í málaflokkinn án þess að þættir liggi fyrir. Að hennar mati sé ljóst að sumar aðgerðir muni ekki skila árangri varðandi minni losun en hún fagnar því að umhverfisráðherra hafi tekið undir þau sjónarmið að nauðsynlegt væri að skýra þessi atriði betur. Sigríður er þó efins um að Ísland eigi að gangast undir sömu skuldbindingar og Evrópusambandsríkin þar sem þau lönd séu skemur komin í loftslagsmálum en við. Ísland hafi mikla sérstöðu varðandi endurnýjanlega orkugjafa, og það sama eigi við um Noreg. „Mögulega þurfum við að hugleiða það, aðeins fara yfir þessi mál aftur og kanna hvort að alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur, Íslendingar, hvort þær séu í rauninni ekki bara óraunhæfar og einhvers konar della.“ „Eins og þetta að hoppa á vagninn með öðrum löndum sem ætla að auka endurnýjanlega orkugjafa upp í þrjátíu prósent þegar við sjálf erum með áttatíu prósent.“ Umræðuna má heyra hér að neðan.
Sprengisandur Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira