Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 22:16 Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum síðustu sólarhringa en fyrsta marktæka gjóskufallið mældist í dag. Vísir/Vilhelm Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. Gjóskan hefur breiðst út í austur og segir hópurinn það frekar benda til þess að gjóskan hafi fallið í gær eða í nótt. Gjóskufallið, þar sem það sé svo gott sem samfelld þekja, myndi mjóan geira sem nái yfir hraunið fyrir austan gígana og nokkra tugi metra upp í hlíðina á móti. Hér má sjá vikur sem fannst á gosstöðvunum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Eins og kemur fram á myndunum, þá er gjóskan einstaklega falleg, gulllituð vikurkorn (e. Golden Pumice), sem í raun eru frauð með þéttpökkuðum smáum hringlaga blöðrum,“ segir í Facebook-færslu sem var birt af Eldfjallafræði- og náttúruvárhópnum. English below Góðann daginn öll sömul Enn á ný hafa orðið smá kaflaskipti í gosinu fyrsta marktæka gjóskufallið frá...Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Friday, April 2, 2021 „Í sumum tilvikum eru blöðrurnar arghorna, sem er vitnisburður um þroskuð froðu. Jafnframt inniheldur gjóskufallið talsvert af Nornahárum og eru allt að 10 cm löng,“ segir í færslunni. Nornahár myndast þegar kvikan er teygð út í örmjóa strengi, líkt og þegar karamella er slitin í sundur og dregin út. Hér má sjá Nornahár og Vikur sem fannst í Geldingadölum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Norðri og Suðri voru í góðum gír í dag, nokkuð stöðugt gasútstreymi og lagði mökkinn í austurátt með tilhlýðandi mengu. Hraunflæði var stöðugt og hraunáin er búin að hækka sig talsvert og hefur byggt myndarlega hraunbakka.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. 2. apríl 2021 13:51 Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2. apríl 2021 13:28 „Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2. apríl 2021 10:18 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Gjóskan hefur breiðst út í austur og segir hópurinn það frekar benda til þess að gjóskan hafi fallið í gær eða í nótt. Gjóskufallið, þar sem það sé svo gott sem samfelld þekja, myndi mjóan geira sem nái yfir hraunið fyrir austan gígana og nokkra tugi metra upp í hlíðina á móti. Hér má sjá vikur sem fannst á gosstöðvunum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Eins og kemur fram á myndunum, þá er gjóskan einstaklega falleg, gulllituð vikurkorn (e. Golden Pumice), sem í raun eru frauð með þéttpökkuðum smáum hringlaga blöðrum,“ segir í Facebook-færslu sem var birt af Eldfjallafræði- og náttúruvárhópnum. English below Góðann daginn öll sömul Enn á ný hafa orðið smá kaflaskipti í gosinu fyrsta marktæka gjóskufallið frá...Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Friday, April 2, 2021 „Í sumum tilvikum eru blöðrurnar arghorna, sem er vitnisburður um þroskuð froðu. Jafnframt inniheldur gjóskufallið talsvert af Nornahárum og eru allt að 10 cm löng,“ segir í færslunni. Nornahár myndast þegar kvikan er teygð út í örmjóa strengi, líkt og þegar karamella er slitin í sundur og dregin út. Hér má sjá Nornahár og Vikur sem fannst í Geldingadölum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Norðri og Suðri voru í góðum gír í dag, nokkuð stöðugt gasútstreymi og lagði mökkinn í austurátt með tilhlýðandi mengu. Hraunflæði var stöðugt og hraunáin er búin að hækka sig talsvert og hefur byggt myndarlega hraunbakka.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. 2. apríl 2021 13:51 Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2. apríl 2021 13:28 „Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2. apríl 2021 10:18 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. 2. apríl 2021 13:51
Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2. apríl 2021 13:28
„Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2. apríl 2021 10:18