Ný brýn tegund vegabréfsáritana Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. apríl 2021 10:01 Vegabréfið er eitt tryggasta skjalið, sem gefið er út og notað til að sanna, hver handhafi er, bæði við löggjörninga, hvers konar aðgang og nýtingu sinna réttinda og þá sérstaklega á ferðalögum, heima og heiman. Það hefur verið lengi í þróun og telst af flestum eitt öruggasta gagn, sem í notkun er, alla vega í hinum vestræna heima, en, raunar, um mest allan heim. Til vegabréfa er þannig vandað, með bæði hönnun, prentun, útgáfu og frágang umfram það, sem gerist með flest önnur skjöl eða opinber gögn. Ýmis lönd eða ríkjasambönd þessa heims hafa í gegnum tíðina viljað takmarka aðgang að sínu landi, og hafa þau þá sett vegabréfsáritun, útgefna af þeim sjálfum eða þeirra eigin fulltrúum, sendiráðum eða konsúlötum, að skilyrði fyrir aðgangi; heimild til að fara inn í landið og fara þar um. En vegabréfið hefur verið og er grunngagnið. Svo mikið traust er borið til vegabréfa og svona vegbréfsáritana, að jafnvel einræðis- og harðræðisríki hafa treyst þeim, auðvitað ásamt með eigin vegabréfsáritun, fyrir því, að þau tryggi, að rétt peróna sé handhafi - auðvitað á mynd að sýna og sanna það -, og hefur þannig orðið til grundvöllur fyrir heimsóknum landa og svæða, samskiptum manna, þar sem mikið og strangt eftirlit gildir, frjálsræði er takmarkað og gestir vart velkomnir. COVID-19 hefur í för með sér ný vandkvæði, hvað varðar ýmis konar aðgang og heimsóknir annarra svæða og landa. Uppi eru ýms áform um að stjórna þeim, einkum með sérstökum bólusetningarvottorðum eða sérstökum staðfestingum á því, að menn hafi fengið veikina, séu orðnir ónæmir og geti ekki smitað. Innan ákveðins tímaramma. Í huga undirritaðs væri skynsamlegt að hugleiða notkun hins hefðbundna vegabréfs (Visum), líka til að tryggja mest mögulegt öryggi og réttar upplýsingar við aðgengi húsnæðis, þjónustu, atburða og staða og heimsóknir svæða og landa á COVID-tímum. Í stað mest pólitískrar vegabréfsáritunar, kæmi vegabréfsáritun stjórnvalda - líklega helzt sömu stjórnvalda og gefa bréfin sjálf út, eða heilbriðisyfirvalda -, þar sem COVID-staða handhafa væri staðfest og viðeigandi tímarammi færður inn. Kannske í 6 eða 12 mánuði, eftir atvikum. Kannske í lengri tíma, ef slíkt stenzt. Við margvíslegan aðgang og einkum við landamæragæzlu í mörgum ríkjum eru yfirvöld hrædd við fölsuð gögn og skjöl á þessu sviði. Þetta óöryggi veldur óþægindum og óvissu bæði ferðamanna og stjórnvalda. Ef við tökum því tryggasta almenna gagnið, sem í gangi og gildi er, hefðbundna vegabréfið, og útfærum það fyrir aðgang, hreyfingar manna milli svæða, ferðalög og dvalir, ætti það að einfalda þetta kerfi, tryggja það og gera útfærslu einfalda, lipra og þjála. Þá væri líka bara eitt grunngagn áfram í gangi, sem menn kæmust af með, við allan aðgang, heimsóknir, hreyfingar og ferðalög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Vegabréfið er eitt tryggasta skjalið, sem gefið er út og notað til að sanna, hver handhafi er, bæði við löggjörninga, hvers konar aðgang og nýtingu sinna réttinda og þá sérstaklega á ferðalögum, heima og heiman. Það hefur verið lengi í þróun og telst af flestum eitt öruggasta gagn, sem í notkun er, alla vega í hinum vestræna heima, en, raunar, um mest allan heim. Til vegabréfa er þannig vandað, með bæði hönnun, prentun, útgáfu og frágang umfram það, sem gerist með flest önnur skjöl eða opinber gögn. Ýmis lönd eða ríkjasambönd þessa heims hafa í gegnum tíðina viljað takmarka aðgang að sínu landi, og hafa þau þá sett vegabréfsáritun, útgefna af þeim sjálfum eða þeirra eigin fulltrúum, sendiráðum eða konsúlötum, að skilyrði fyrir aðgangi; heimild til að fara inn í landið og fara þar um. En vegabréfið hefur verið og er grunngagnið. Svo mikið traust er borið til vegabréfa og svona vegbréfsáritana, að jafnvel einræðis- og harðræðisríki hafa treyst þeim, auðvitað ásamt með eigin vegabréfsáritun, fyrir því, að þau tryggi, að rétt peróna sé handhafi - auðvitað á mynd að sýna og sanna það -, og hefur þannig orðið til grundvöllur fyrir heimsóknum landa og svæða, samskiptum manna, þar sem mikið og strangt eftirlit gildir, frjálsræði er takmarkað og gestir vart velkomnir. COVID-19 hefur í för með sér ný vandkvæði, hvað varðar ýmis konar aðgang og heimsóknir annarra svæða og landa. Uppi eru ýms áform um að stjórna þeim, einkum með sérstökum bólusetningarvottorðum eða sérstökum staðfestingum á því, að menn hafi fengið veikina, séu orðnir ónæmir og geti ekki smitað. Innan ákveðins tímaramma. Í huga undirritaðs væri skynsamlegt að hugleiða notkun hins hefðbundna vegabréfs (Visum), líka til að tryggja mest mögulegt öryggi og réttar upplýsingar við aðgengi húsnæðis, þjónustu, atburða og staða og heimsóknir svæða og landa á COVID-tímum. Í stað mest pólitískrar vegabréfsáritunar, kæmi vegabréfsáritun stjórnvalda - líklega helzt sömu stjórnvalda og gefa bréfin sjálf út, eða heilbriðisyfirvalda -, þar sem COVID-staða handhafa væri staðfest og viðeigandi tímarammi færður inn. Kannske í 6 eða 12 mánuði, eftir atvikum. Kannske í lengri tíma, ef slíkt stenzt. Við margvíslegan aðgang og einkum við landamæragæzlu í mörgum ríkjum eru yfirvöld hrædd við fölsuð gögn og skjöl á þessu sviði. Þetta óöryggi veldur óþægindum og óvissu bæði ferðamanna og stjórnvalda. Ef við tökum því tryggasta almenna gagnið, sem í gangi og gildi er, hefðbundna vegabréfið, og útfærum það fyrir aðgang, hreyfingar manna milli svæða, ferðalög og dvalir, ætti það að einfalda þetta kerfi, tryggja það og gera útfærslu einfalda, lipra og þjála. Þá væri líka bara eitt grunngagn áfram í gangi, sem menn kæmust af með, við allan aðgang, heimsóknir, hreyfingar og ferðalög.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun