Fyrstu rúturnar að eldgosinu voru vel nýttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 19:37 Rútur sem fóru úr Reykjavík að Geldingadölum voru vel nýttar, sérstaklega síðdegis í dag. Vísir/Egill Stríður straumur fólks barst að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Fjöldi var þegar mættur áður en svæðið var opnað af viðbragðsaðilum klukkan sex og segir aðalvarðstjóri lögreglunnar í Grindavík að vel hafi gengið á svæðinu í dag. „Þetta gekk bara mjög vel í dag. Það kom margt fólk á svæðið en umferðin varð aldrei þung þrátt fyrir það og bílastæðin höfðu undan,“ segir Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri í Grindavík, í samtali við fréttastofu. Hraunið sem runnið hefur undanfarnar tæpar tværi vikur er orðið nokkuð víðfemt.Vísir/Egill Hann segir ómögulegt að segja til um hversu margir hafi sótt gosstöðvarnar heim í dag. Fólk hafi hins vegar komið að þeim í allan dag og enn fleiri síðdegis en fyrr um daginn. Þá nýtti fjöldi fólks sér að koma að svæðinu með hópferðarrútum, sem komu að stöðvunum í fyrsta sinn í dag. „Fólk hefur greinilega áttað sig á því þegar leið á daginn að rútuferðirnar stæðu til boða. Fólki fór að fjölga með hverri ferðinni,“ segir Sigurður. Hægt var að leggja bílum sínum í Grindavík og taka þaðan rútu eftir Suðurstrandarvegi. Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður fréttastofu, var á svæðinu í dag og tók hann myndir af gestum og gangandi við gosstöðvarnar. Sigurður segir ómögulegt að áætla hversu margir hafi farið í Geldingadali í dag.Vísir/Egill Enn er mikið líf í hrauninu.Vísir/Egill Búið er að útbúa bílastæði til þess að taka á móti þeim sem skoða eldgosið.Vísir/Egill Rúturnar stoppa við björgunarsveitarskýlin þar sem gönguleiðin hefst. Þeir sem taka rútu sleppa því við gönguna frá bílastæðinu að upphafsstað gönguleiðarinnar.Vísir/Egill Vísir/Egill Fjöldi fólks sótti gosstöðvarnar heim í dag.Vísir/Egill Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17 Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00 „Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Þetta gekk bara mjög vel í dag. Það kom margt fólk á svæðið en umferðin varð aldrei þung þrátt fyrir það og bílastæðin höfðu undan,“ segir Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri í Grindavík, í samtali við fréttastofu. Hraunið sem runnið hefur undanfarnar tæpar tværi vikur er orðið nokkuð víðfemt.Vísir/Egill Hann segir ómögulegt að segja til um hversu margir hafi sótt gosstöðvarnar heim í dag. Fólk hafi hins vegar komið að þeim í allan dag og enn fleiri síðdegis en fyrr um daginn. Þá nýtti fjöldi fólks sér að koma að svæðinu með hópferðarrútum, sem komu að stöðvunum í fyrsta sinn í dag. „Fólk hefur greinilega áttað sig á því þegar leið á daginn að rútuferðirnar stæðu til boða. Fólki fór að fjölga með hverri ferðinni,“ segir Sigurður. Hægt var að leggja bílum sínum í Grindavík og taka þaðan rútu eftir Suðurstrandarvegi. Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður fréttastofu, var á svæðinu í dag og tók hann myndir af gestum og gangandi við gosstöðvarnar. Sigurður segir ómögulegt að áætla hversu margir hafi farið í Geldingadali í dag.Vísir/Egill Enn er mikið líf í hrauninu.Vísir/Egill Búið er að útbúa bílastæði til þess að taka á móti þeim sem skoða eldgosið.Vísir/Egill Rúturnar stoppa við björgunarsveitarskýlin þar sem gönguleiðin hefst. Þeir sem taka rútu sleppa því við gönguna frá bílastæðinu að upphafsstað gönguleiðarinnar.Vísir/Egill Vísir/Egill Fjöldi fólks sótti gosstöðvarnar heim í dag.Vísir/Egill
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17 Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00 „Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17
Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00
„Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00