Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 07:59 Skjáskot úr myndbandi úr búkmyndavél eins lögreglumannsins. Court TV/AP Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. Í myndböndum, sem höfðu ekki verið gerð opinber, sjást samskipti lögreglunnar og Floyds, meðal annars þegar sá síðarnefndi er kominn inn í lögreglubíl og segist ekki vera vondur maður. Myndskeið úr búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þeirra Thomas Lane, J Alexander Kueng og Tou Thao voru sýnd, en búkmyndavél Chauvins féll til jarðar við handtökuna og sýndi því ekkert myndefni, aðeins hljóð, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Í einu myndskeiðanna má sjá og heyra þegar Floyd, sem er á þeim tímapunkti kominn í handjárn, biður lögreglumennina um að skjóta sig ekki. Hann segist ekki vera að streitast á móti og kveðst vera tilbúinn að gera allt sem lögreglan segir honum að gera. Þá sést þegar lögreglumennirnir reyna að koma Floyd inn í lögreglubílinn og hann streitist á móti og kveðst vera með innilokunarkennd og kvíða. Floyd var síðar dreginn út úr lögreglubílnum og tekinn tökum þar sem hann lá á götunni. Þá heyrist þegar vegfarendur byrja að kalla eftir því við lögregluna að hætta að halda Floyd niðri og kanna hvort hann sé með hjartslátt. Ætla að sýna fram á aðra dánarorsök Réttarhöldin yfir Chauvin hófust í vikunni og hafa vakið mikla athygli, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Dauði George Floyd olli mótmælaöldu víða um heim, þar sem mótmælendur kröfðust þess að lögregla hætti að drepa svart, óvopnað fólk og kölluðu eftir því að dregið yrði úr himinháum fjárútlátum til bandarískra lögreglusveita. Verjendur Chauvins virðast ætla að sýna fram á að dánarorsök Floyds, sem lést 25. maí á síðasta ári, hafi verið allt önnur en sú staðreynd að Chauvin kraup á hálsi hans í níu mínútur og 29 sekúndur. Hafa þeir haldið því fram við kviðdóminn að hjartasjúkdómur Floyds, í bland við meinta fíkniefnaneyslu, hafi valdið dauða hans. Þá byggja verjendur einnig á því að hegðun vitna að dauða Floyds hafi verið ógnandi við lögreglumenn á vettvangi. Því hafa vitni sem leidd hafa verið fyrir dóminn hafnað. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Í myndböndum, sem höfðu ekki verið gerð opinber, sjást samskipti lögreglunnar og Floyds, meðal annars þegar sá síðarnefndi er kominn inn í lögreglubíl og segist ekki vera vondur maður. Myndskeið úr búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þeirra Thomas Lane, J Alexander Kueng og Tou Thao voru sýnd, en búkmyndavél Chauvins féll til jarðar við handtökuna og sýndi því ekkert myndefni, aðeins hljóð, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Í einu myndskeiðanna má sjá og heyra þegar Floyd, sem er á þeim tímapunkti kominn í handjárn, biður lögreglumennina um að skjóta sig ekki. Hann segist ekki vera að streitast á móti og kveðst vera tilbúinn að gera allt sem lögreglan segir honum að gera. Þá sést þegar lögreglumennirnir reyna að koma Floyd inn í lögreglubílinn og hann streitist á móti og kveðst vera með innilokunarkennd og kvíða. Floyd var síðar dreginn út úr lögreglubílnum og tekinn tökum þar sem hann lá á götunni. Þá heyrist þegar vegfarendur byrja að kalla eftir því við lögregluna að hætta að halda Floyd niðri og kanna hvort hann sé með hjartslátt. Ætla að sýna fram á aðra dánarorsök Réttarhöldin yfir Chauvin hófust í vikunni og hafa vakið mikla athygli, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Dauði George Floyd olli mótmælaöldu víða um heim, þar sem mótmælendur kröfðust þess að lögregla hætti að drepa svart, óvopnað fólk og kölluðu eftir því að dregið yrði úr himinháum fjárútlátum til bandarískra lögreglusveita. Verjendur Chauvins virðast ætla að sýna fram á að dánarorsök Floyds, sem lést 25. maí á síðasta ári, hafi verið allt önnur en sú staðreynd að Chauvin kraup á hálsi hans í níu mínútur og 29 sekúndur. Hafa þeir haldið því fram við kviðdóminn að hjartasjúkdómur Floyds, í bland við meinta fíkniefnaneyslu, hafi valdið dauða hans. Þá byggja verjendur einnig á því að hegðun vitna að dauða Floyds hafi verið ógnandi við lögreglumenn á vettvangi. Því hafa vitni sem leidd hafa verið fyrir dóminn hafnað.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23