Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 18:11 Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins. RÚV Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. Siðanefnd RÚV taldi Helga hafa brotið siðareglur með ummælum sínum um Samherja á samfélagsmiðlum í áliti vegna kvörtunar Samherja í síðustu viku. Tíu aðrir fréttamenn sem Samherji kvartaði undan voru ekki taldir hafa brotið siðareglur. Helgi hefur meðal annars fjallað ítarlega um ásakanir um spillta viðskiptahætti útgerðarfyrirtækisins í Namibíu. Fyrirtækið greip til þess ráðs að framleiða myndbönd með ásökunum á hendur Helga og RÚV sem það greiddi fyrir að birta á samfélagsmiðlum í fyrra. Stjórn RÚV greindi frá því í dag að hún ætlaði ekki að bregðast við kröfu Samherja um að Helga yrði meinað að fjalla frekar um fyrirtækið. Hún taldi það ekki á sínu verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Í yfirlýsingu á vef RÚV segir Rakel fréttastjóri að stjórn opinbera hlutafélagsins hafi ekki getað komist að annarri niðurstöðu þar sem hún eigi enga aðkomu að ritstjórn. Umfjöllun Helga og fréttaskýringarþáttarins Kveiks standi. Telur Rakel ómögulegt að slíta ummæli Helga sem voru talin stríða gegn siðareglum úr samhengi við það sem hún kallar „aðför eða herferð“ sem fulltrúar Samherja hafi skipulagt gegn frétta- og blaðamönnum sem hafa fjallað um málefni fyrirtækisins síðustu misseri. „Aðför sem hefur þann eina tilgang að kæfa gagnrýna umræðu og koma í veg fyrir að fréttamenn geti sinnt starfi sínu. Að skjóta sendiboðann svo upplýsingar skili sér ekki til almennings,“ segir fréttastjórinn. Vísar hún til myndbandanna sem Samherji lét vinna með ásökunum gegn fréttamönnum RÚV. Lýsir hún þeim sem kerfisbundinni atlögu fyrirtækis sem sé einsdæmi á Íslandi og grafalvarleg. „Í persónulegum árásum stórfyrirtækja gegn einstaklingum felst ofbeldi sem ekki verður við unað. Það er ógerningur að slíta þau ummæli Helga, sem nefndin taldi brotleg, úr samhengi við þessa aðför,“ segir í yfirlýsingu Rakelar. Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Siðanefnd RÚV taldi Helga hafa brotið siðareglur með ummælum sínum um Samherja á samfélagsmiðlum í áliti vegna kvörtunar Samherja í síðustu viku. Tíu aðrir fréttamenn sem Samherji kvartaði undan voru ekki taldir hafa brotið siðareglur. Helgi hefur meðal annars fjallað ítarlega um ásakanir um spillta viðskiptahætti útgerðarfyrirtækisins í Namibíu. Fyrirtækið greip til þess ráðs að framleiða myndbönd með ásökunum á hendur Helga og RÚV sem það greiddi fyrir að birta á samfélagsmiðlum í fyrra. Stjórn RÚV greindi frá því í dag að hún ætlaði ekki að bregðast við kröfu Samherja um að Helga yrði meinað að fjalla frekar um fyrirtækið. Hún taldi það ekki á sínu verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Í yfirlýsingu á vef RÚV segir Rakel fréttastjóri að stjórn opinbera hlutafélagsins hafi ekki getað komist að annarri niðurstöðu þar sem hún eigi enga aðkomu að ritstjórn. Umfjöllun Helga og fréttaskýringarþáttarins Kveiks standi. Telur Rakel ómögulegt að slíta ummæli Helga sem voru talin stríða gegn siðareglum úr samhengi við það sem hún kallar „aðför eða herferð“ sem fulltrúar Samherja hafi skipulagt gegn frétta- og blaðamönnum sem hafa fjallað um málefni fyrirtækisins síðustu misseri. „Aðför sem hefur þann eina tilgang að kæfa gagnrýna umræðu og koma í veg fyrir að fréttamenn geti sinnt starfi sínu. Að skjóta sendiboðann svo upplýsingar skili sér ekki til almennings,“ segir fréttastjórinn. Vísar hún til myndbandanna sem Samherji lét vinna með ásökunum gegn fréttamönnum RÚV. Lýsir hún þeim sem kerfisbundinni atlögu fyrirtækis sem sé einsdæmi á Íslandi og grafalvarleg. „Í persónulegum árásum stórfyrirtækja gegn einstaklingum felst ofbeldi sem ekki verður við unað. Það er ógerningur að slíta þau ummæli Helga, sem nefndin taldi brotleg, úr samhengi við þessa aðför,“ segir í yfirlýsingu Rakelar.
Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00
Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56
Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08
Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42
Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21