„Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 09:39 Gríðarlegur fjöldi hefur farið að sjá gosið í Geldingadölum síðan það hófst fyrir tólf dögum síðan. Vísir/Vilhelm Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Lokað verður fyrir alla umferð tólf tímum síðar að klukkan sex að kvöldi. Ekki er hægt að lesa annað úr tilkynningu lögreglu en að þetta hafi nú þegar tekið gildi og gossvæðið sé þar með opið. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þetta fyrirkomulag verði viðhaft með hliðsjón af reynslu síðustu daga en tugir þúsunda hafa farið að skoða gosið síðan það hófst fyrir tólf dögum síðan. Þá er ekki loku fyrir það skotið að svæðinu verði lokað fyrr en klukkan sex að kvöldi ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði klukkan tíu að kvöldi. „Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Bannað að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg Í henni er jafnframt komið inn á hvernig ástandið var í og við gossvæðið í gær þar sem bílalestin náði inn á Grindavíkurveg en sá vegur er nokkuð fjarri eldstöðvunum. Lögreglan áréttar að bannað sé að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Þá sé „fjarstæðukennt“ fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. „Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg,“ segir í tilkynningu lögreglu þar sem einnig er minnt á gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins: „Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima.“ Tilkynning lögreglunnar á Suðurnesjum: Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum kl. 6 að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Með hliðsjón af reynslu síðustu daga verður lokað fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði kl. 22. Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma. Í gær náði bílalest inn á Grindavíkurveg sem er fjarri eldstöðvum. Bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg. Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Lokað verður fyrir alla umferð tólf tímum síðar að klukkan sex að kvöldi. Ekki er hægt að lesa annað úr tilkynningu lögreglu en að þetta hafi nú þegar tekið gildi og gossvæðið sé þar með opið. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þetta fyrirkomulag verði viðhaft með hliðsjón af reynslu síðustu daga en tugir þúsunda hafa farið að skoða gosið síðan það hófst fyrir tólf dögum síðan. Þá er ekki loku fyrir það skotið að svæðinu verði lokað fyrr en klukkan sex að kvöldi ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði klukkan tíu að kvöldi. „Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Bannað að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg Í henni er jafnframt komið inn á hvernig ástandið var í og við gossvæðið í gær þar sem bílalestin náði inn á Grindavíkurveg en sá vegur er nokkuð fjarri eldstöðvunum. Lögreglan áréttar að bannað sé að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Þá sé „fjarstæðukennt“ fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. „Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg,“ segir í tilkynningu lögreglu þar sem einnig er minnt á gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins: „Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima.“ Tilkynning lögreglunnar á Suðurnesjum: Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum kl. 6 að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Með hliðsjón af reynslu síðustu daga verður lokað fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði kl. 22. Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma. Í gær náði bílalest inn á Grindavíkurveg sem er fjarri eldstöðvum. Bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg. Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima. Fréttin hefur verið uppfærð.
Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum kl. 6 að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Með hliðsjón af reynslu síðustu daga verður lokað fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði kl. 22. Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma. Í gær náði bílalest inn á Grindavíkurveg sem er fjarri eldstöðvum. Bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg. Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira