Grímulaus sérhagsmunagæsla Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. mars 2021 18:32 Meginhlutverk Alþingis er að setja landinu lög og gæta almannahagsmuna gegn sérhagsmunaöflum. Máttur sérhagsmunaafla getur verið mikill og rödd þeirra hávær eins og sjá má á forsíðu Fréttablaðsins í dag 30 mars. Þar birtist framkvæmdarstjóri SA með þann boðskap helstan að Samkeppniseftirlitið sé ekki nægilega leiðitamt við stærstu fyrirtæki landsins. Af þeim sökum verði Alþingi að kalla eftir sérstakri stjórnsýsluúttekt á stofnuninni, en stofnunin telur ríflega 30 manns. Minna mætti það ekki vera. Tilefni þessa neyðarkalls SA til okkar alþingismanna er sú staðreynd að Samkeppniseftirlitið, ásamt skipuðum kunnáttumanni með samruna Festi og N1 (nú Festi), hefur knúið á um að sátt sú sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið við samruna félaganna skuli fylgt í hvívetna. Sáttin Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi til þeirrar niðurstöðu að samruninn hefði veruleg og skaðleg áhrif á samkeppni á matvöru- og eldsneytismörkuðum. Til þess að takmarka eða koma í veg fyrir tjón á samkeppni og til hagsbóta fyrir neytendur, var gerð sérstök „sátt“ á milli Samkeppniseftirlitsins og N1 og Festi. Samkvæmt sáttinni þarf fyrirtækið að uppfylla tiltekin skilyrði svo koma megi í veg fyrir tjón á samkeppni. Tjón sem almenningur sem verslar við fyrirtækið bæri með hærra vöruverði. Fyrirtækið hefur augljóslega ekki staðið við efni og skilyrði sáttarinnar þar sem Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka það til sérstakrar rannsóknar vegna brota á sáttinni. Þessi ákvörðun um rannsókn stofnunarinnar er tekin á grunni þess eftirlits sem skipaður kunnáttumaður hefur sinnt. Þeim mun meiri mótþrói sem fyrirtækið sýnir því að vinna samkvæmt sáttinni þeim mun meiri þurfa afskipti kunnáttumanns að vera. Það vekur einnig athygli að lífeyrissjóðir eiga nærri 2/3 hlutafjár í fyrirtækinu. Það er því eðlilegt að þeir séu spurðir um hvort þeir telji þessa hegðun forsvarsmanna fyrirtækisins í samræmi við markmið lífeyrissjóðanna. Ávinningur hluthafa félagsins Til þess að setja þetta mál í stærra samhengi að þá lætur nærri að hlutabréfaverð í Festi á skipulögðum markaði í Kauphöll hafi tvöfaldast frá því að samruninn var staðfestur árið 2018. Markmiðið um að auka virði hlutafjár hefur tekist svo um munar. Pólitísk áhrif Það er sjaldgæft að hagsmunagæsla í þágu sérhagsmuna skuli birtast jafn grímulaus og með neyðarkalli framkvæmdarstjóra SA í Fréttablaðinu. Sami framkvæmdarstjóri og hefur opinberlega sagt að fátt sé mikilvægara en að verkalýðshreyfingin sýni samhug með fyrirtækjum þegar á móti blæs, svo sem í þeim heimsfaraldri sem nú gengur yfir. Ástæða þessa neyðarkalls SA er að menn í forsvari tiltekinna stórfyrirtækja eru afar ósáttir við að lögregla markaðarins, Samkeppniseftirlitið, skuli ekki vera nægilega leiðitöm í störfum sínum gagnvart þeim. Það verður því fróðlegt að sjá og fylgjast með framhaldi málsins. Einkum því hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni taka undir kvartanir SA og einnig hvað aðrir stjórnmálaflokkar gera. Þá munum við sjá hvaða stjórnmálaflokkar eru í raun að gæta almannahagsmuna eða hvort sérhagsmunagæsla endurspegli betur eðli þeirra. Það verður því afar fróðlegt að fylgjast með hvernig stjórnmálaflokkar bregðast við neyðarkalli sérhagsmunagæsluaflanna. Samfylkingin mun ekki taka þátt í ákalli SA um að veikja Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að standa vörð um hag almennings í landinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samkeppnismál Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Meginhlutverk Alþingis er að setja landinu lög og gæta almannahagsmuna gegn sérhagsmunaöflum. Máttur sérhagsmunaafla getur verið mikill og rödd þeirra hávær eins og sjá má á forsíðu Fréttablaðsins í dag 30 mars. Þar birtist framkvæmdarstjóri SA með þann boðskap helstan að Samkeppniseftirlitið sé ekki nægilega leiðitamt við stærstu fyrirtæki landsins. Af þeim sökum verði Alþingi að kalla eftir sérstakri stjórnsýsluúttekt á stofnuninni, en stofnunin telur ríflega 30 manns. Minna mætti það ekki vera. Tilefni þessa neyðarkalls SA til okkar alþingismanna er sú staðreynd að Samkeppniseftirlitið, ásamt skipuðum kunnáttumanni með samruna Festi og N1 (nú Festi), hefur knúið á um að sátt sú sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið við samruna félaganna skuli fylgt í hvívetna. Sáttin Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi til þeirrar niðurstöðu að samruninn hefði veruleg og skaðleg áhrif á samkeppni á matvöru- og eldsneytismörkuðum. Til þess að takmarka eða koma í veg fyrir tjón á samkeppni og til hagsbóta fyrir neytendur, var gerð sérstök „sátt“ á milli Samkeppniseftirlitsins og N1 og Festi. Samkvæmt sáttinni þarf fyrirtækið að uppfylla tiltekin skilyrði svo koma megi í veg fyrir tjón á samkeppni. Tjón sem almenningur sem verslar við fyrirtækið bæri með hærra vöruverði. Fyrirtækið hefur augljóslega ekki staðið við efni og skilyrði sáttarinnar þar sem Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka það til sérstakrar rannsóknar vegna brota á sáttinni. Þessi ákvörðun um rannsókn stofnunarinnar er tekin á grunni þess eftirlits sem skipaður kunnáttumaður hefur sinnt. Þeim mun meiri mótþrói sem fyrirtækið sýnir því að vinna samkvæmt sáttinni þeim mun meiri þurfa afskipti kunnáttumanns að vera. Það vekur einnig athygli að lífeyrissjóðir eiga nærri 2/3 hlutafjár í fyrirtækinu. Það er því eðlilegt að þeir séu spurðir um hvort þeir telji þessa hegðun forsvarsmanna fyrirtækisins í samræmi við markmið lífeyrissjóðanna. Ávinningur hluthafa félagsins Til þess að setja þetta mál í stærra samhengi að þá lætur nærri að hlutabréfaverð í Festi á skipulögðum markaði í Kauphöll hafi tvöfaldast frá því að samruninn var staðfestur árið 2018. Markmiðið um að auka virði hlutafjár hefur tekist svo um munar. Pólitísk áhrif Það er sjaldgæft að hagsmunagæsla í þágu sérhagsmuna skuli birtast jafn grímulaus og með neyðarkalli framkvæmdarstjóra SA í Fréttablaðinu. Sami framkvæmdarstjóri og hefur opinberlega sagt að fátt sé mikilvægara en að verkalýðshreyfingin sýni samhug með fyrirtækjum þegar á móti blæs, svo sem í þeim heimsfaraldri sem nú gengur yfir. Ástæða þessa neyðarkalls SA er að menn í forsvari tiltekinna stórfyrirtækja eru afar ósáttir við að lögregla markaðarins, Samkeppniseftirlitið, skuli ekki vera nægilega leiðitöm í störfum sínum gagnvart þeim. Það verður því fróðlegt að sjá og fylgjast með framhaldi málsins. Einkum því hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni taka undir kvartanir SA og einnig hvað aðrir stjórnmálaflokkar gera. Þá munum við sjá hvaða stjórnmálaflokkar eru í raun að gæta almannahagsmuna eða hvort sérhagsmunagæsla endurspegli betur eðli þeirra. Það verður því afar fróðlegt að fylgjast með hvernig stjórnmálaflokkar bregðast við neyðarkalli sérhagsmunagæsluaflanna. Samfylkingin mun ekki taka þátt í ákalli SA um að veikja Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að standa vörð um hag almennings í landinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun