Mikilvægi mannbrodda: „Ég skil ekki að enginn hafi drepist“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2021 13:50 Fólk átti í mestu vandræðum með að standa í lappirnar og reyndist mörgum best að mjaka sér niður brekkuna á rassinum. Mannbroddar hafa verið nefndir sem nauðsynlegur búnaður fyrir göngu inn í Geldingadali. Og ekki að ástæðulausu. Fjölmargir hafa slasast á leið sinni til og frá gosstöðvunum og virðast flestir hafa slasast í hálku. Almannavarnir, lögregla og björgunarsveitarfólk hafa unnið hörðum höndum að því að gera aðkomu gesta sem besta á svæðinu. Þannig hafa verið búin til bílastæði á svæðinu, símasamband hefur verið styrkt, leiðir verði stikaðar og reipi verið komið fyrir í bröttustu brekkunni. Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir er ein tug þúsunda sem hafa sótt gosstöðvarnar heim. Það gerði hún fimmtudaginn síðastliðinn, þann 25. mars. Þann dag var fólki beint aðra leið að gosstöðvunum vegna gasmengunar og var nýbyrjað að stika þá leið. Ekki var komið reipi í brekkuna eins og er nú. Ragnhildur birti myndbönd á Facebook-síðu sinni sem sýnir ferðalanga í miklu basli upp og ekki síður niður brekkuna. Ragnhildur er vön göngum en var þó broddalaus umræddan dag þótt hún ætti þá til. Umræðan um mikilvægi brodda við gönguna var ekki orðin jafnáberandi og hún er nú. Hún lýsir miklum erfiðleikum að komast niður brekkuna broddalaus. Göngustafir hafi þó hjálpað. „Þetta var bara svakalegt. Ég var aum í lófunum, í skinninu, af því að dauðhalda mér í stafina til að komas niður. Svo var ég á rassinum eins og hinir,“ segir Ragnhildur. Eins og sést á myndunum var vindasamt umræddan dag en þó ekki þannig að mælt væri gegn ferðum á gosstöðvarnar sökum veðurs. Hún keypti sér rútuferð með Reykjavík Excursions og segir son sinn hafa gert grín að því að hún væri elsta manneskjan á svæðinu. Þó aðeins 55 ára gömul. „Ég hitti konu á leiðinni og spurði hana hvort við værum ekki að koma að þessu. Jú jú, svo er bongó þarna hjá gosinu,“ segir Ragnhildur og hefur eftir konunni. Ekki hafi beint verið bongóblíða en þó þannig að hægt var að setjast niður og njóta flatkökunnar. Björgunarsveitarmenn komu upp þessu reipi til að hjálpa fólki upp og niður brattasta hjallann á leiðinni á gosstöðvarnar.Þorbjörn Hún segist meðvituð og mikilvægt fyrir alla að átta sig á því að þeir fari á svæðið á eigin ábyrgð. En það sé ótrúleg heppni að búa í landi þar sem björgunarsveitarfólk og lögregla er til taks. „Við erum heppnasta fólk í heimi að fólk bjóði sig fram til að passa okkur.“ Verst hafi henni liðið á leið niður brekkuna, hvar nú er að finna reipi. Reipi hefur verið komið fyrir á gönguleiðinni til að hjálpa fólki upp og niður erfiðasta brattann.Vísir/Vilhelm „Ég skil ekki að enginn hafi drepist. Ég var drulluhrædd. Settist bara á rassinn og hugsaði „skítt með buxurnar“,“ segir Ragnhildur. Þau hafi verið á gosstöðvunum seinni partinn en lagt af stað niður fyrir myrkur einmitt til að þurfa ekki að glíma við brekkuna í myrkri. „Skynsemin réði hjá okkur þar,“ segir Ragnhildur. Auk mannbrodda hefur fólk verið minnt á að taka með sér höfuðljós að kvöldi til. Rætt var við sérfræðing um mannbrodda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Umræðuna má sjá í klippunni hér að neðan þar sem skíðafólk veltir vöngum yfir því að fólk megi ekki fara á skíði en þó fjölmenna á gosstöðvarnar. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. 29. mars 2021 21:01 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Almannavarnir, lögregla og björgunarsveitarfólk hafa unnið hörðum höndum að því að gera aðkomu gesta sem besta á svæðinu. Þannig hafa verið búin til bílastæði á svæðinu, símasamband hefur verið styrkt, leiðir verði stikaðar og reipi verið komið fyrir í bröttustu brekkunni. Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir er ein tug þúsunda sem hafa sótt gosstöðvarnar heim. Það gerði hún fimmtudaginn síðastliðinn, þann 25. mars. Þann dag var fólki beint aðra leið að gosstöðvunum vegna gasmengunar og var nýbyrjað að stika þá leið. Ekki var komið reipi í brekkuna eins og er nú. Ragnhildur birti myndbönd á Facebook-síðu sinni sem sýnir ferðalanga í miklu basli upp og ekki síður niður brekkuna. Ragnhildur er vön göngum en var þó broddalaus umræddan dag þótt hún ætti þá til. Umræðan um mikilvægi brodda við gönguna var ekki orðin jafnáberandi og hún er nú. Hún lýsir miklum erfiðleikum að komast niður brekkuna broddalaus. Göngustafir hafi þó hjálpað. „Þetta var bara svakalegt. Ég var aum í lófunum, í skinninu, af því að dauðhalda mér í stafina til að komas niður. Svo var ég á rassinum eins og hinir,“ segir Ragnhildur. Eins og sést á myndunum var vindasamt umræddan dag en þó ekki þannig að mælt væri gegn ferðum á gosstöðvarnar sökum veðurs. Hún keypti sér rútuferð með Reykjavík Excursions og segir son sinn hafa gert grín að því að hún væri elsta manneskjan á svæðinu. Þó aðeins 55 ára gömul. „Ég hitti konu á leiðinni og spurði hana hvort við værum ekki að koma að þessu. Jú jú, svo er bongó þarna hjá gosinu,“ segir Ragnhildur og hefur eftir konunni. Ekki hafi beint verið bongóblíða en þó þannig að hægt var að setjast niður og njóta flatkökunnar. Björgunarsveitarmenn komu upp þessu reipi til að hjálpa fólki upp og niður brattasta hjallann á leiðinni á gosstöðvarnar.Þorbjörn Hún segist meðvituð og mikilvægt fyrir alla að átta sig á því að þeir fari á svæðið á eigin ábyrgð. En það sé ótrúleg heppni að búa í landi þar sem björgunarsveitarfólk og lögregla er til taks. „Við erum heppnasta fólk í heimi að fólk bjóði sig fram til að passa okkur.“ Verst hafi henni liðið á leið niður brekkuna, hvar nú er að finna reipi. Reipi hefur verið komið fyrir á gönguleiðinni til að hjálpa fólki upp og niður erfiðasta brattann.Vísir/Vilhelm „Ég skil ekki að enginn hafi drepist. Ég var drulluhrædd. Settist bara á rassinn og hugsaði „skítt með buxurnar“,“ segir Ragnhildur. Þau hafi verið á gosstöðvunum seinni partinn en lagt af stað niður fyrir myrkur einmitt til að þurfa ekki að glíma við brekkuna í myrkri. „Skynsemin réði hjá okkur þar,“ segir Ragnhildur. Auk mannbrodda hefur fólk verið minnt á að taka með sér höfuðljós að kvöldi til. Rætt var við sérfræðing um mannbrodda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Umræðuna má sjá í klippunni hér að neðan þar sem skíðafólk veltir vöngum yfir því að fólk megi ekki fara á skíði en þó fjölmenna á gosstöðvarnar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. 29. mars 2021 21:01 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. 29. mars 2021 21:01
Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32
Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58