Nýir tímar kalla á nýjar reglur Bjarni Pétur Marel Jónasson skrifar 30. mars 2021 14:01 Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð. Hefur þessi regla verið í gildi til fjölda ára og á uppruna sinn að rekja til þess þegar samkynhneigðir karlmenn greindust með HIV veiruna í mun meiri mæli en aðrir. Ætla ég ekki að draga það í efa að á þeim tíma hafi þetta verið nauðsynlegt og í sjálfu sér sniðugt því öryggi sjúklings, í þessu tilviki blóðþega, á alltaf að vera í fyrsta sæti. Hins vegar hafa aðstæður breyst og tæknin þróast til muna. Því vaknar spurningin, eru núverandi reglur úreltar? Skoðun mín er einföld og svarið við spurningunni er „já!“. Það er ekki þar með sagt að ég vilji bara stroka reglurnar út og ekki tala um það meir. Það er alls ekki krafa mín, heldur einfaldlega að endurskoða núverandi reglur með það að leiðarljósi að breyta þeim í átt að nútíma samfélagi þar sem við fordæmum ekki stóran hóp úr samfélaginu okkar en tryggjum samt sem áður öryggi sjúklings að fullu. Það sem mér finnst mikilvægt er að taka tillit til t.d. kynhegðunar fólks og einnig tilkomu lyfsins PrEP, því við erum öll ólík eins og við erum mörg. Til að útskýra aðeins hvað ég á við með kynhegðun þá er trúlega best að setja það í samhengi og get ég nefnt tvö raundæmi sem eru mjög algeng meðal MSM. Fyrra dæmið er þegar ungir drengir fara í samband hafandi ekki sofið hjá neinum öðrum nema hvorum öðrum og því útilokað að þeir geti smitað hvorn annan. En það breytir engu, það er búið að afskrifa þá sem blóðgjafa. Seinna dæmið eru karlmenn sem hafa verið í sambandi til fjölda ára, farið í próf og búið er að útiloka að þeir séu smitaðir, en mega samt sem áður ekki gefa blóð. Og svo til að tala örstutt um karlmenn sem eru á PrEP sem gerir það að verkum að þeir geta nánast ómögulega smitast af HIV veirunni þar sem lyfið byggir varnarvegg gegn veirunni. En nei, þrátt fyrir að þeir geti nánast ómögulega smitast mega þeir samt ekki gefa blóð. Þegar við skoðum þessi dæmi, þegar við skoðum hvað önnur Vesturlönd hafa gert og mörg hver þeirra breytt reglunum hjá sér, sem og önnur Evrópuríki sem eru ekki einu sinni með þessa reglu get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort við sem þjóð séum með rótgróna fordóma gagnvart tví-, pan- og samkynhneigðum karlmönnum, því ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að við hið minnsta endurskoðum þessar reglur af einhverri alvöru. Því tek ég heilshugar undir áskorun Samtakana 78 og í leiðinni skora ég sérstaklega á frjálslyndu samflokksfélaga mína í Sjálfstæðisflokknum að láta sig þetta mál varða og svo alla hina, því gott mál er alltaf gott mál óháð flokkum þingmanna. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Pétur Marel Jónasson Hinsegin Blóðgjöf Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð. Hefur þessi regla verið í gildi til fjölda ára og á uppruna sinn að rekja til þess þegar samkynhneigðir karlmenn greindust með HIV veiruna í mun meiri mæli en aðrir. Ætla ég ekki að draga það í efa að á þeim tíma hafi þetta verið nauðsynlegt og í sjálfu sér sniðugt því öryggi sjúklings, í þessu tilviki blóðþega, á alltaf að vera í fyrsta sæti. Hins vegar hafa aðstæður breyst og tæknin þróast til muna. Því vaknar spurningin, eru núverandi reglur úreltar? Skoðun mín er einföld og svarið við spurningunni er „já!“. Það er ekki þar með sagt að ég vilji bara stroka reglurnar út og ekki tala um það meir. Það er alls ekki krafa mín, heldur einfaldlega að endurskoða núverandi reglur með það að leiðarljósi að breyta þeim í átt að nútíma samfélagi þar sem við fordæmum ekki stóran hóp úr samfélaginu okkar en tryggjum samt sem áður öryggi sjúklings að fullu. Það sem mér finnst mikilvægt er að taka tillit til t.d. kynhegðunar fólks og einnig tilkomu lyfsins PrEP, því við erum öll ólík eins og við erum mörg. Til að útskýra aðeins hvað ég á við með kynhegðun þá er trúlega best að setja það í samhengi og get ég nefnt tvö raundæmi sem eru mjög algeng meðal MSM. Fyrra dæmið er þegar ungir drengir fara í samband hafandi ekki sofið hjá neinum öðrum nema hvorum öðrum og því útilokað að þeir geti smitað hvorn annan. En það breytir engu, það er búið að afskrifa þá sem blóðgjafa. Seinna dæmið eru karlmenn sem hafa verið í sambandi til fjölda ára, farið í próf og búið er að útiloka að þeir séu smitaðir, en mega samt sem áður ekki gefa blóð. Og svo til að tala örstutt um karlmenn sem eru á PrEP sem gerir það að verkum að þeir geta nánast ómögulega smitast af HIV veirunni þar sem lyfið byggir varnarvegg gegn veirunni. En nei, þrátt fyrir að þeir geti nánast ómögulega smitast mega þeir samt ekki gefa blóð. Þegar við skoðum þessi dæmi, þegar við skoðum hvað önnur Vesturlönd hafa gert og mörg hver þeirra breytt reglunum hjá sér, sem og önnur Evrópuríki sem eru ekki einu sinni með þessa reglu get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort við sem þjóð séum með rótgróna fordóma gagnvart tví-, pan- og samkynhneigðum karlmönnum, því ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að við hið minnsta endurskoðum þessar reglur af einhverri alvöru. Því tek ég heilshugar undir áskorun Samtakana 78 og í leiðinni skora ég sérstaklega á frjálslyndu samflokksfélaga mína í Sjálfstæðisflokknum að láta sig þetta mál varða og svo alla hina, því gott mál er alltaf gott mál óháð flokkum þingmanna. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun