Stjörnu-Sævar ærir sauðfjárbændur Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2021 08:43 Sauðfjárbændur landsins eru allt annað en ánægðir með þátt Sævars, Hvað getum við gert? Bændur vita svo sem alveg hvað þeir gætu gert ef þeir hefðu eitthvað um dagskrárgerðina að segja, nefnilega taka þennan þátt af dagskrá. vísir/vilhelm Þátturinn „Hvað getum við gert?“ sem er í umsjá Sævars Helga Bragasonar, áhugamanns um stjörnufræði og eins harðasta umhverfisverndarsinna Íslands, var á dagskrá Ríkissjónvarpsins í gær en fellur í afar grýtta jörð hjá sauðfjárbændum. Umfjöllunarefni Sævars í þætti gærkvöldsins var gróðurlaust land á Íslandi og ljóst mátti vera hver helsti sökudólgurinn er: sauðkindin. Þátturinn er með þeim hætti að hann gekk fram af bændum ef marka má viðbrögð þeirra í gærkvöldi. Alltaf skal vera rolla í rofabarði Ágústa Ágústsdóttir bóndi deilir tengli á þáttinn í Facebook-hópnum Sauðfjárbændur og lætur eftirfarandi orðsendingu fylgja: „Hef sjaldan horft á jafn mikinn áróður gagnvart bændum og sauðkind. Fauk verulega í mig við þessa verulega skökku umfjöllun,“ segir Ágústa og spyr hvað menn hafi eiginlega um þetta að segja? Og þó sumir lýsi því yfir að þeir séu hreinlega orðlausir hafa bændur sannarlega sitthvað um þetta að segja og eru á einu máli um að þarna hafi verið farið offari í dagskrárgerð. Bændum brá heldur betur í brún þegar Sævar reif upp sitthvort lambalærið úr kæliborði matvöruverslunar og fór að tala um kolefnisspor.skjáskot „Og alltaf þegar um þessi mál er fjallað er sýnd mynd af rollu í rofabarði!“ segir Aðalbjörg Bjarnadóttir. Ágústa segir að um ótrúlega framsetningu sé að ræða og það sé búið að innprenta þetta svo inn í huga fólks að „í hvert sinn sem minnst er á kind þá birtist þessi mynd í huga þess. Þetta er markviss sálfræðiáróður.“ Hvar er hann nú, talsmaður bænda? Guðríður Magnúsdóttir telur að veðrátta, frost, þýða, vindur eigi mestan þátt í svona eyðingu en sauðkindin viðheldur ástandinu. Þórður Mar Þorsteinsson telur að Veiðivatnaeldgos 1477 hafi ekki valdið minni skaða á íslenskum hálendisgróðri en sauðkindin nokkurn. Og Baldur Grétarsson spyr hvers vegna sauðfjárbændur geri ekki ámóta þætti til að halda sínu fram og verja tilvist hinnar frjálsu, íslensku sauðkindar og auglýsa um leið hreinasta og besta kjöt í heimi. Hér hafa bara verið nefnd fáein dæmi af mörgum um grama bændur eftir dagskrá Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Og Hilmar Jón Kristinsson spyr hvar hann sé nú, talsmaður bænda? „Sem bændum sárvantar til að svara svona helvítis rugli eins og í RÚV í kvöld.“ Umhverfismál Landbúnaður Fjölmiðlar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Umfjöllunarefni Sævars í þætti gærkvöldsins var gróðurlaust land á Íslandi og ljóst mátti vera hver helsti sökudólgurinn er: sauðkindin. Þátturinn er með þeim hætti að hann gekk fram af bændum ef marka má viðbrögð þeirra í gærkvöldi. Alltaf skal vera rolla í rofabarði Ágústa Ágústsdóttir bóndi deilir tengli á þáttinn í Facebook-hópnum Sauðfjárbændur og lætur eftirfarandi orðsendingu fylgja: „Hef sjaldan horft á jafn mikinn áróður gagnvart bændum og sauðkind. Fauk verulega í mig við þessa verulega skökku umfjöllun,“ segir Ágústa og spyr hvað menn hafi eiginlega um þetta að segja? Og þó sumir lýsi því yfir að þeir séu hreinlega orðlausir hafa bændur sannarlega sitthvað um þetta að segja og eru á einu máli um að þarna hafi verið farið offari í dagskrárgerð. Bændum brá heldur betur í brún þegar Sævar reif upp sitthvort lambalærið úr kæliborði matvöruverslunar og fór að tala um kolefnisspor.skjáskot „Og alltaf þegar um þessi mál er fjallað er sýnd mynd af rollu í rofabarði!“ segir Aðalbjörg Bjarnadóttir. Ágústa segir að um ótrúlega framsetningu sé að ræða og það sé búið að innprenta þetta svo inn í huga fólks að „í hvert sinn sem minnst er á kind þá birtist þessi mynd í huga þess. Þetta er markviss sálfræðiáróður.“ Hvar er hann nú, talsmaður bænda? Guðríður Magnúsdóttir telur að veðrátta, frost, þýða, vindur eigi mestan þátt í svona eyðingu en sauðkindin viðheldur ástandinu. Þórður Mar Þorsteinsson telur að Veiðivatnaeldgos 1477 hafi ekki valdið minni skaða á íslenskum hálendisgróðri en sauðkindin nokkurn. Og Baldur Grétarsson spyr hvers vegna sauðfjárbændur geri ekki ámóta þætti til að halda sínu fram og verja tilvist hinnar frjálsu, íslensku sauðkindar og auglýsa um leið hreinasta og besta kjöt í heimi. Hér hafa bara verið nefnd fáein dæmi af mörgum um grama bændur eftir dagskrá Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Og Hilmar Jón Kristinsson spyr hvar hann sé nú, talsmaður bænda? „Sem bændum sárvantar til að svara svona helvítis rugli eins og í RÚV í kvöld.“
Umhverfismál Landbúnaður Fjölmiðlar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira