Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 19:18 Mikil gæsla hefur verið á gossvæðinu en tekið er að mæða á fólki sem henni sinnir, sérstaklega björgunarsveitarfólki. Vísir/Vilhelm „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. Í samtali við fréttastofu segir Hjálmar að verið sé að skoða framhaldið, meðal annars páskatímann. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því gosið hófst og því viðbúið að margt verði um manninn við gossvæðið um páskana. Hann telji að hægt sé að undirbúa betur undir þá umferð sem fyrirséð er á næstunni. „Bæði með viðgerð á veginum og eins bílastæði við bæinn Hraun. Ef það kemur yfirfylli á svæðið þá getum við lokað, fólk getur þó lagt við Hraun. Það er stysta gangan, fyrir utan frá bílastæðunum sem eru á svæðinu.“ Tekin var ákvörðun um að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í gærkvöldi. Var það gert af öryggisástæðum, þar sem þörf var á að hvíla björgunarlið sem staðið hefur vaktina við svæðið í rúma viku. Geldingadalir voru svo rýmdir á miðnætti en aftur var opnað fyrir umferð þangað í morgun. „Ég vorkenni svo sem ekkert okkur löggunum, við erum að fá aðstoð bæði úr Reykjavík og frá sérsveit við okkar pósta. En það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar,“ segir Hjálmar. Einstefnu aflétt í dag Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að einstefnuakstri um Suðurstrandarveg til austurs frá Grindavík hefur verið aflétt, í ljósi þess að bráðabirgðaviðgerðum Vegagerðarinnar á vegi upp með Festarfjalli sé lokið. „Vegagerðin sett upp umferðarskilti um lækkaðan hámarkshraða, auk þess sem bann hefur verið lagt við lagningum bifreiða við Suðurstrandarveg. Öllum bifreiðum verður beint á bifreiðastæði sem útbúin hafa verið í grennd við upphafsstað gönguleiðar. Áætlað er að bifreiðastæði sem útbúin hafa verið, geti tekið við um 1000 bifreiðum,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Lögreglumál Páskar Tengdar fréttir Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38 Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Hjálmar að verið sé að skoða framhaldið, meðal annars páskatímann. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því gosið hófst og því viðbúið að margt verði um manninn við gossvæðið um páskana. Hann telji að hægt sé að undirbúa betur undir þá umferð sem fyrirséð er á næstunni. „Bæði með viðgerð á veginum og eins bílastæði við bæinn Hraun. Ef það kemur yfirfylli á svæðið þá getum við lokað, fólk getur þó lagt við Hraun. Það er stysta gangan, fyrir utan frá bílastæðunum sem eru á svæðinu.“ Tekin var ákvörðun um að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í gærkvöldi. Var það gert af öryggisástæðum, þar sem þörf var á að hvíla björgunarlið sem staðið hefur vaktina við svæðið í rúma viku. Geldingadalir voru svo rýmdir á miðnætti en aftur var opnað fyrir umferð þangað í morgun. „Ég vorkenni svo sem ekkert okkur löggunum, við erum að fá aðstoð bæði úr Reykjavík og frá sérsveit við okkar pósta. En það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar,“ segir Hjálmar. Einstefnu aflétt í dag Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að einstefnuakstri um Suðurstrandarveg til austurs frá Grindavík hefur verið aflétt, í ljósi þess að bráðabirgðaviðgerðum Vegagerðarinnar á vegi upp með Festarfjalli sé lokið. „Vegagerðin sett upp umferðarskilti um lækkaðan hámarkshraða, auk þess sem bann hefur verið lagt við lagningum bifreiða við Suðurstrandarveg. Öllum bifreiðum verður beint á bifreiðastæði sem útbúin hafa verið í grennd við upphafsstað gönguleiðar. Áætlað er að bifreiðastæði sem útbúin hafa verið, geti tekið við um 1000 bifreiðum,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Lögreglumál Páskar Tengdar fréttir Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38 Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38
Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11