Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 19:18 Mikil gæsla hefur verið á gossvæðinu en tekið er að mæða á fólki sem henni sinnir, sérstaklega björgunarsveitarfólki. Vísir/Vilhelm „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. Í samtali við fréttastofu segir Hjálmar að verið sé að skoða framhaldið, meðal annars páskatímann. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því gosið hófst og því viðbúið að margt verði um manninn við gossvæðið um páskana. Hann telji að hægt sé að undirbúa betur undir þá umferð sem fyrirséð er á næstunni. „Bæði með viðgerð á veginum og eins bílastæði við bæinn Hraun. Ef það kemur yfirfylli á svæðið þá getum við lokað, fólk getur þó lagt við Hraun. Það er stysta gangan, fyrir utan frá bílastæðunum sem eru á svæðinu.“ Tekin var ákvörðun um að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í gærkvöldi. Var það gert af öryggisástæðum, þar sem þörf var á að hvíla björgunarlið sem staðið hefur vaktina við svæðið í rúma viku. Geldingadalir voru svo rýmdir á miðnætti en aftur var opnað fyrir umferð þangað í morgun. „Ég vorkenni svo sem ekkert okkur löggunum, við erum að fá aðstoð bæði úr Reykjavík og frá sérsveit við okkar pósta. En það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar,“ segir Hjálmar. Einstefnu aflétt í dag Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að einstefnuakstri um Suðurstrandarveg til austurs frá Grindavík hefur verið aflétt, í ljósi þess að bráðabirgðaviðgerðum Vegagerðarinnar á vegi upp með Festarfjalli sé lokið. „Vegagerðin sett upp umferðarskilti um lækkaðan hámarkshraða, auk þess sem bann hefur verið lagt við lagningum bifreiða við Suðurstrandarveg. Öllum bifreiðum verður beint á bifreiðastæði sem útbúin hafa verið í grennd við upphafsstað gönguleiðar. Áætlað er að bifreiðastæði sem útbúin hafa verið, geti tekið við um 1000 bifreiðum,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Lögreglumál Páskar Tengdar fréttir Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38 Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Hjálmar að verið sé að skoða framhaldið, meðal annars páskatímann. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því gosið hófst og því viðbúið að margt verði um manninn við gossvæðið um páskana. Hann telji að hægt sé að undirbúa betur undir þá umferð sem fyrirséð er á næstunni. „Bæði með viðgerð á veginum og eins bílastæði við bæinn Hraun. Ef það kemur yfirfylli á svæðið þá getum við lokað, fólk getur þó lagt við Hraun. Það er stysta gangan, fyrir utan frá bílastæðunum sem eru á svæðinu.“ Tekin var ákvörðun um að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í gærkvöldi. Var það gert af öryggisástæðum, þar sem þörf var á að hvíla björgunarlið sem staðið hefur vaktina við svæðið í rúma viku. Geldingadalir voru svo rýmdir á miðnætti en aftur var opnað fyrir umferð þangað í morgun. „Ég vorkenni svo sem ekkert okkur löggunum, við erum að fá aðstoð bæði úr Reykjavík og frá sérsveit við okkar pósta. En það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar,“ segir Hjálmar. Einstefnu aflétt í dag Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að einstefnuakstri um Suðurstrandarveg til austurs frá Grindavík hefur verið aflétt, í ljósi þess að bráðabirgðaviðgerðum Vegagerðarinnar á vegi upp með Festarfjalli sé lokið. „Vegagerðin sett upp umferðarskilti um lækkaðan hámarkshraða, auk þess sem bann hefur verið lagt við lagningum bifreiða við Suðurstrandarveg. Öllum bifreiðum verður beint á bifreiðastæði sem útbúin hafa verið í grennd við upphafsstað gönguleiðar. Áætlað er að bifreiðastæði sem útbúin hafa verið, geti tekið við um 1000 bifreiðum,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Lögreglumál Páskar Tengdar fréttir Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38 Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38
Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11