Persónuvernd tók stöðu með seljanda sem segir Bland.is hafa blekkt sig Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 12:55 Rekstraraðili Bland.is taldi sig hafa hafa upplýst notendur sína fyllilega um nýtingu upplýsinganna. Vísir/HÞ Rekstraraðila Bland.is var óheimilt að afla sér afla sér upplýsinga um heimilisfang seljenda og birta póstnúmer hans samhliða auglýsingu sem hann birti á söluvefnum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem segir vinnsluna ekki hafa samrýmst persónuverndarlögum. Hefur Wedo ehf. sem rekur söluvefinn Bland.is verið gert að stöðva vinnslu upplýsinga um heimilisföng notenda og er félaginu óheimilt að hefja hana aftur fyrr en staðfest sé að hún uppfylli skilyrði laganna. Sagði Bland.is hafa blekkt sig Fram kemur í úrskurði stofnunarinnar að málið hafi byrjað með kvörtun seljenda sem barst Persónuvernd í janúar 2020. Þar sagði að við skráningu á Bland.is hafi kvartandi þurft að auðkenna sig með kennitölu og bankareikningi sem, samkvæmt kvörtun, átti að eyða eftir auðkenningu. Í kvörtun segir að þessar upplýsingar hafi verið nýttar til að afla frekari upplýsinga um kvartanda, þar á meðal upplýsinga um heimilisfang hans og að þær upplýsingar hafi verið birtar með auglýsingu hans á Bland.is. Að mati seljandans var þeim persónuupplýsingum safnað án heimildar, hann blekktur til að útvega þær á fölskum forsendum og þeim bætt við auglýsinguna án hans vitundar. Fólk vilji vita hvort varan sé í Vestmannaeyjum Í svari Wedo ehf. til Persónuverndar segir að þegar notendur auðkenni sig á sölusíðunni Bland.is fletti félagið upp heimilisfangi notanda í þjóðskrá. Þetta sé gert í þeim tilgangi að þjóna betur því milligönguhlutverki sem Bland.is gegnir í söluviðskiptum. Þetta sé gert með því að setja póstnúmer seljanda við vörur sem settar eru í sölu, enda sé það kaupanda í hag að vita hvar á landinu söluaðili er staðsettur, það er hvort varan sé staðsett í Garðabæ eða í Vestmannaeyjum. Í svari félagsins er vísað til persónuverndarstefnu þess, þar sem segir að meðal upplýsinga sem félagið safni um notendur sína séu tengiliðaupplýsingar, þar á meðal nafn, kennitala og heimilisfang. Telur Wedo ehf. að með hliðsjón af framangreindu hafi félagið fengið samþykki notanda til að birta póstnúmer hans á vefnum og segir auk þess að kjósi notandi að gefa ekki upp póstnúmer geti hann eytt heimilisfangi úr notendastillingum. Notandinn ekki upplýstur nægilega vel um vinnsluna Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að falla undir eitthvert af heimildarákvæðum persónuverndarlaga og telur Persónuvernd að tvær vinnsluheimildir komi til greina í þessu samhengi. Í úrskurðinum segir að ekki verði talið að heimild kvartanda til að fjarlægja heimilisfang í notendastillingum sínum eftir á uppfylli skilyrði fyrri heimildarinnar, en hún er á þá leið á þá leið að aðilar þurfi að fá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga frá notendum með sérstakri aðgerð. Þá taldi stofnunin sig ekki hafa forsendur til að leggja mat á það hvort vinnslan væri leyfileg á grundvelli þess að hún væri nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna. „Einnig verður ekki talið að samþykkisyfirlýsing sú sem Wedo ehf. býður upp á uppfylli skilyrði þess að vera upplýst þar sem félagið aflaði tengiliðaupplýsinga úr þjóðskrá, en í persónuverndarstefnu segir að tengiliðaupplýsinga verði aflað frá notendum, auk þess sem samþykkið var ekki afmarkað og sérgreint frá öðrum vinnsluaðgerðum sem fóru fram í öðrum tilgangi.“ Út frá því komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að öflun Wedo ehf. á persónuupplýsingum um heimilisfang notanda og birting á póstnúmeri hafi ekki samrýmst ekki persónuverndarlögum. Persónuvernd Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem segir vinnsluna ekki hafa samrýmst persónuverndarlögum. Hefur Wedo ehf. sem rekur söluvefinn Bland.is verið gert að stöðva vinnslu upplýsinga um heimilisföng notenda og er félaginu óheimilt að hefja hana aftur fyrr en staðfest sé að hún uppfylli skilyrði laganna. Sagði Bland.is hafa blekkt sig Fram kemur í úrskurði stofnunarinnar að málið hafi byrjað með kvörtun seljenda sem barst Persónuvernd í janúar 2020. Þar sagði að við skráningu á Bland.is hafi kvartandi þurft að auðkenna sig með kennitölu og bankareikningi sem, samkvæmt kvörtun, átti að eyða eftir auðkenningu. Í kvörtun segir að þessar upplýsingar hafi verið nýttar til að afla frekari upplýsinga um kvartanda, þar á meðal upplýsinga um heimilisfang hans og að þær upplýsingar hafi verið birtar með auglýsingu hans á Bland.is. Að mati seljandans var þeim persónuupplýsingum safnað án heimildar, hann blekktur til að útvega þær á fölskum forsendum og þeim bætt við auglýsinguna án hans vitundar. Fólk vilji vita hvort varan sé í Vestmannaeyjum Í svari Wedo ehf. til Persónuverndar segir að þegar notendur auðkenni sig á sölusíðunni Bland.is fletti félagið upp heimilisfangi notanda í þjóðskrá. Þetta sé gert í þeim tilgangi að þjóna betur því milligönguhlutverki sem Bland.is gegnir í söluviðskiptum. Þetta sé gert með því að setja póstnúmer seljanda við vörur sem settar eru í sölu, enda sé það kaupanda í hag að vita hvar á landinu söluaðili er staðsettur, það er hvort varan sé staðsett í Garðabæ eða í Vestmannaeyjum. Í svari félagsins er vísað til persónuverndarstefnu þess, þar sem segir að meðal upplýsinga sem félagið safni um notendur sína séu tengiliðaupplýsingar, þar á meðal nafn, kennitala og heimilisfang. Telur Wedo ehf. að með hliðsjón af framangreindu hafi félagið fengið samþykki notanda til að birta póstnúmer hans á vefnum og segir auk þess að kjósi notandi að gefa ekki upp póstnúmer geti hann eytt heimilisfangi úr notendastillingum. Notandinn ekki upplýstur nægilega vel um vinnsluna Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að falla undir eitthvert af heimildarákvæðum persónuverndarlaga og telur Persónuvernd að tvær vinnsluheimildir komi til greina í þessu samhengi. Í úrskurðinum segir að ekki verði talið að heimild kvartanda til að fjarlægja heimilisfang í notendastillingum sínum eftir á uppfylli skilyrði fyrri heimildarinnar, en hún er á þá leið á þá leið að aðilar þurfi að fá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga frá notendum með sérstakri aðgerð. Þá taldi stofnunin sig ekki hafa forsendur til að leggja mat á það hvort vinnslan væri leyfileg á grundvelli þess að hún væri nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna. „Einnig verður ekki talið að samþykkisyfirlýsing sú sem Wedo ehf. býður upp á uppfylli skilyrði þess að vera upplýst þar sem félagið aflaði tengiliðaupplýsinga úr þjóðskrá, en í persónuverndarstefnu segir að tengiliðaupplýsinga verði aflað frá notendum, auk þess sem samþykkið var ekki afmarkað og sérgreint frá öðrum vinnsluaðgerðum sem fóru fram í öðrum tilgangi.“ Út frá því komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að öflun Wedo ehf. á persónuupplýsingum um heimilisfang notanda og birting á póstnúmeri hafi ekki samrýmst ekki persónuverndarlögum.
Persónuvernd Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira