Leitarstöð KÍ: In memoriam Benedikt Sveinsson skrifar 29. mars 2021 10:30 Að skima fyrir sjúkdómum er vandasamt verk og getur iðulega leitt til of eða vangreiningar, ef ekki er rétt á málum haldið. Ef skimunarmörk eru ströng er hætta á að heilbrigðir einstaklingar verði greindir með sjúkdóm sem þeir eru ekki með og ef skimunarmörk eru víð er hætta á að missa af sjúkdómum sem einstaklingar ganga með. Til að hægt sé að skima fyrir ákveðnum sjúkdómi eða forstigum hans gilda strangar reglur sem settar voru fram af WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnuninni) fyrir áratugum. Skilyrðin eru þessi: Sjúkdómurinn sem skimað er fyrir verður að vera algengur og alvarlegur. Rannsóknin sem framkvæmd er verður að vera: 1) Einföld og ódýr. 2) Hættulaus. 3) Svar verður að vera skýrt og berast fljótt. 4) Það verður að liggja ljóst fyrir, hver og hvernig birta á einstaklingnum niðurstöður. 5) Það verður að vera á hreinu hvernig bregðast á við svarinu. Með aðgerð, lyfjameðferð eða eftirliti. Á Íslandi hefur verið skimað fyrir forstigsbreytingum og krabbameini í leghálsi í meira en hálfa öld með góðum árangri. Áætlað er að lífi um fimm hundruð kvenna hafi verið bjargað. Eins hefur verið skimað fyrir krabbameini í brjóstum á fjórða áratug og talið að það hafi dregið úr dauðsföllum af þeim sjúkdómi um þriðjung. Nú stendur jafnframt til að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli, en ristilkrabbamein er í dag stór heilbrigðisvá. Fram að síðustu áramótum var skimun fyrir legháls og brjóstakrabbameini í höndum Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Leitarstarfið hefur verið borið uppi af metnaði og fagmennsku starfsfólks í samræmi við reglur WHO. Leitarstöðin hefur jafnframt rekið rannsóknastofu í frumuskoðun, þar sem lífeindafræðingar hafa séð um skoðun sýna undir ströngu eftirliti sérfróðra lækna á þessu sviði. Um þessa starfsemi hefur ríkt sátt og almenn ánægja í þjóðfélaginu. Konur þessa lands hafa fundið öryggi að vita af þessu skipulagi og eftirliti, sem þær hafa verið í. Leitarstöðin hefur einnig boðið konum af landsbyggðinni upp á reglulegt og skipulegt eftirlit í heimabyggð. Með þessu fyrikomulagi hefur þannig tekist að koma í veg fyrir þjáningar og ótímabær dauðsföll kvenna svo hundruðum skiptir þá rúmu hálfu öld sem Leitarstöðin hefur verið starfrækt. Þótt það falli ekki beint undir skipulag skimunar, Þá hefur Leitarstöðin einnig fullgreint frumubreytingar í leghálsi með leghálsspeglunum og haldið vel utan um hverja konu frá fyrstu greiningu til aðgerðar. Sama fyrirkomulag hefur einnig gilt um brjóstaskimanirnar. Þá hefur Leitarstöðin einnig verið sá griðarstaður, sem allar konur hafa getað hringt í og leitað sér upplýsinga og fengið ráðleggingar og aðstoð við ýmsum einkennum, sem við nánari athugun hafa reynst alvarlegir sjúkdómar, krabbamein í brjóstum, leghálsi, legi og eggjastokkum. Sá sem þessar línur ritar sá um allar ómskoðanir á grindarholi kvenna á um tuttugu ára tímabili í Leitarstöðinni. Afraksturinn var greining á fjöldamörgum bæði góðkynja og illkynja meinum, sem þörfnuðust tafarlausar úrlausnar. þetta voru oft konur sem voru búnar að hringla í kerfinu, leita til ótal lækna og sérfræðinga án þess að tekið væri af festu á málum. En það voru blikur á lofti. Fyrir nokkrum árum voru kynntar hugmyndir að breyta þessari starfsemi verulega. Fyrsta stigið var að hætta að bjóða upp á læknisskoðun. Hætt var að hlusta á kvartanir kvennanna, sem margar voru í þeirri trú að ef leghálssýni eða brjóstaskimun kæmu eðlilega út væri allt í himna lagi. Kliniskri þekkingu reyndra lækna og sérfræðinga var hent fyrir borð og þá fór að mínu mati fljótt að draga úr gæðum starfseminnar. Samtímis fóru stjórnvöld að telja sér trú um að aðsókn ykist og ódýrara og hagkvæmara væri að dreifa leghálssýnatökum á allar heilsugæslustöðvar og fela það verk ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum. Þá var Landspítala og Sjúkrahúsi Akureyrar falin umsjá brjóstaskimunar og kom þessi ákvörðun til framkvæmda um liðin áramót. En nú hefur því miður komið í ljós að umræddar stofnanir voru ekki tilbúnar að taka við þessum skimunum. Úrvinnsla leghálsýna hefur verið í uppnámi. Sýni hafa verið geymd í pappakössum í þúsunda tali meðan reynt hefur verið að ná viðunandi samningi við erlenda frumurannsóknarstofu í stað þeirrar sem aflögð var hjá Leitarstöðinni. Niðurstöður svara hafa því borist seint og illa, sem augljóslega stríðir gegn gildandi reglum um skimanir. Er þessi staða sérstaklega bagaleg í ljósi þess að Læknafélag Íslands ásamt öllum helstu fagfélögum og ráðum sem um málið hafa fjallað hafa mælt gegn því að samið yrði við erlenda rannsóknastofu til að greina leghálssýnin. Við þetta má bæta að það hefur heldur ekki verið gengið frá fullkomnu tölvueftirlitskerfi í heilsugæslunni til að fylgja þessum málum eftir. Meðan bíða hundruð kvenna eftir niðurstöðum úr sýnum, sem tekin voru fyrir nokkrum mánuðum. Aðrar bíða eftir kalli í eftirlit, sem þær áttu að mæta í samkvæmt eftirlitskerfi Leitarstöðvarinnar. Það er mikið vandaverk að halda utan um svona skimanir og birta niðurstöður um afbrigðileg sýni. Þeir sem það gera verða að búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði. Annars er hætta á að óþarfa kvíðabylgju verði hrundið af stað hjá þeim sem greinast með frumubreytingar. Er heilsugæslan reiðubúin í þann slag? Er yfirhlaðinn Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem rekin eru með halla og hafa langa biðlista, tilbúin að fórna tíma sínum, starfskröftum og peningum í brjóstaskimun á heilbrigðum konum? Í grein í Vísi frá 22. febrúar er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að nú sé þjónustan „aðgengilegri, ódýrari og öruggari“. Við þessa yfirlýsingu hef ég margt að athuga. Vera má að aðgengi að þjónustunni batni, en það er engin trygging fyrir að aðsókn aukist eins og sagt er að sé megin tilgangur þessara breytinga. Starfsemin verður hins vegar dreifð og starfsfólkið ekki jafn sérhæft og ekki jafn vant skimunum. Við það mun kostnaður varla minnka eins og dæmin sanna í opinbera heilbrigðiskerfinu. Boðleiðir milli aðila eiga á hættu að vinda upp á sig og getur það leitt til kvíða hjá þeim sem bíða niðurstöðu. Þetta flækjustig getur þannig leitt til mun meira óöryggis og mistaka en nú er. Sárast er þó að í þessu ferli hefur rýrð verið kastað á meira en hálfrar aldar farsælt starf Leitarstöðvarinnar. Stjórnvöld ættu ekki að gleyma því faglega starfi, sem þar hefur farið fram auk þess sem það er lífsnauðsynlegt heilbrigðiskerfinu að sú þekking sem þar hefur orðið til glatist ekki. Höfundur er læknir með sérgrein í kvenlækningum og áratuga reynslu af skimunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Að skima fyrir sjúkdómum er vandasamt verk og getur iðulega leitt til of eða vangreiningar, ef ekki er rétt á málum haldið. Ef skimunarmörk eru ströng er hætta á að heilbrigðir einstaklingar verði greindir með sjúkdóm sem þeir eru ekki með og ef skimunarmörk eru víð er hætta á að missa af sjúkdómum sem einstaklingar ganga með. Til að hægt sé að skima fyrir ákveðnum sjúkdómi eða forstigum hans gilda strangar reglur sem settar voru fram af WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnuninni) fyrir áratugum. Skilyrðin eru þessi: Sjúkdómurinn sem skimað er fyrir verður að vera algengur og alvarlegur. Rannsóknin sem framkvæmd er verður að vera: 1) Einföld og ódýr. 2) Hættulaus. 3) Svar verður að vera skýrt og berast fljótt. 4) Það verður að liggja ljóst fyrir, hver og hvernig birta á einstaklingnum niðurstöður. 5) Það verður að vera á hreinu hvernig bregðast á við svarinu. Með aðgerð, lyfjameðferð eða eftirliti. Á Íslandi hefur verið skimað fyrir forstigsbreytingum og krabbameini í leghálsi í meira en hálfa öld með góðum árangri. Áætlað er að lífi um fimm hundruð kvenna hafi verið bjargað. Eins hefur verið skimað fyrir krabbameini í brjóstum á fjórða áratug og talið að það hafi dregið úr dauðsföllum af þeim sjúkdómi um þriðjung. Nú stendur jafnframt til að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli, en ristilkrabbamein er í dag stór heilbrigðisvá. Fram að síðustu áramótum var skimun fyrir legháls og brjóstakrabbameini í höndum Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Leitarstarfið hefur verið borið uppi af metnaði og fagmennsku starfsfólks í samræmi við reglur WHO. Leitarstöðin hefur jafnframt rekið rannsóknastofu í frumuskoðun, þar sem lífeindafræðingar hafa séð um skoðun sýna undir ströngu eftirliti sérfróðra lækna á þessu sviði. Um þessa starfsemi hefur ríkt sátt og almenn ánægja í þjóðfélaginu. Konur þessa lands hafa fundið öryggi að vita af þessu skipulagi og eftirliti, sem þær hafa verið í. Leitarstöðin hefur einnig boðið konum af landsbyggðinni upp á reglulegt og skipulegt eftirlit í heimabyggð. Með þessu fyrikomulagi hefur þannig tekist að koma í veg fyrir þjáningar og ótímabær dauðsföll kvenna svo hundruðum skiptir þá rúmu hálfu öld sem Leitarstöðin hefur verið starfrækt. Þótt það falli ekki beint undir skipulag skimunar, Þá hefur Leitarstöðin einnig fullgreint frumubreytingar í leghálsi með leghálsspeglunum og haldið vel utan um hverja konu frá fyrstu greiningu til aðgerðar. Sama fyrirkomulag hefur einnig gilt um brjóstaskimanirnar. Þá hefur Leitarstöðin einnig verið sá griðarstaður, sem allar konur hafa getað hringt í og leitað sér upplýsinga og fengið ráðleggingar og aðstoð við ýmsum einkennum, sem við nánari athugun hafa reynst alvarlegir sjúkdómar, krabbamein í brjóstum, leghálsi, legi og eggjastokkum. Sá sem þessar línur ritar sá um allar ómskoðanir á grindarholi kvenna á um tuttugu ára tímabili í Leitarstöðinni. Afraksturinn var greining á fjöldamörgum bæði góðkynja og illkynja meinum, sem þörfnuðust tafarlausar úrlausnar. þetta voru oft konur sem voru búnar að hringla í kerfinu, leita til ótal lækna og sérfræðinga án þess að tekið væri af festu á málum. En það voru blikur á lofti. Fyrir nokkrum árum voru kynntar hugmyndir að breyta þessari starfsemi verulega. Fyrsta stigið var að hætta að bjóða upp á læknisskoðun. Hætt var að hlusta á kvartanir kvennanna, sem margar voru í þeirri trú að ef leghálssýni eða brjóstaskimun kæmu eðlilega út væri allt í himna lagi. Kliniskri þekkingu reyndra lækna og sérfræðinga var hent fyrir borð og þá fór að mínu mati fljótt að draga úr gæðum starfseminnar. Samtímis fóru stjórnvöld að telja sér trú um að aðsókn ykist og ódýrara og hagkvæmara væri að dreifa leghálssýnatökum á allar heilsugæslustöðvar og fela það verk ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum. Þá var Landspítala og Sjúkrahúsi Akureyrar falin umsjá brjóstaskimunar og kom þessi ákvörðun til framkvæmda um liðin áramót. En nú hefur því miður komið í ljós að umræddar stofnanir voru ekki tilbúnar að taka við þessum skimunum. Úrvinnsla leghálsýna hefur verið í uppnámi. Sýni hafa verið geymd í pappakössum í þúsunda tali meðan reynt hefur verið að ná viðunandi samningi við erlenda frumurannsóknarstofu í stað þeirrar sem aflögð var hjá Leitarstöðinni. Niðurstöður svara hafa því borist seint og illa, sem augljóslega stríðir gegn gildandi reglum um skimanir. Er þessi staða sérstaklega bagaleg í ljósi þess að Læknafélag Íslands ásamt öllum helstu fagfélögum og ráðum sem um málið hafa fjallað hafa mælt gegn því að samið yrði við erlenda rannsóknastofu til að greina leghálssýnin. Við þetta má bæta að það hefur heldur ekki verið gengið frá fullkomnu tölvueftirlitskerfi í heilsugæslunni til að fylgja þessum málum eftir. Meðan bíða hundruð kvenna eftir niðurstöðum úr sýnum, sem tekin voru fyrir nokkrum mánuðum. Aðrar bíða eftir kalli í eftirlit, sem þær áttu að mæta í samkvæmt eftirlitskerfi Leitarstöðvarinnar. Það er mikið vandaverk að halda utan um svona skimanir og birta niðurstöður um afbrigðileg sýni. Þeir sem það gera verða að búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði. Annars er hætta á að óþarfa kvíðabylgju verði hrundið af stað hjá þeim sem greinast með frumubreytingar. Er heilsugæslan reiðubúin í þann slag? Er yfirhlaðinn Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem rekin eru með halla og hafa langa biðlista, tilbúin að fórna tíma sínum, starfskröftum og peningum í brjóstaskimun á heilbrigðum konum? Í grein í Vísi frá 22. febrúar er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að nú sé þjónustan „aðgengilegri, ódýrari og öruggari“. Við þessa yfirlýsingu hef ég margt að athuga. Vera má að aðgengi að þjónustunni batni, en það er engin trygging fyrir að aðsókn aukist eins og sagt er að sé megin tilgangur þessara breytinga. Starfsemin verður hins vegar dreifð og starfsfólkið ekki jafn sérhæft og ekki jafn vant skimunum. Við það mun kostnaður varla minnka eins og dæmin sanna í opinbera heilbrigðiskerfinu. Boðleiðir milli aðila eiga á hættu að vinda upp á sig og getur það leitt til kvíða hjá þeim sem bíða niðurstöðu. Þetta flækjustig getur þannig leitt til mun meira óöryggis og mistaka en nú er. Sárast er þó að í þessu ferli hefur rýrð verið kastað á meira en hálfrar aldar farsælt starf Leitarstöðvarinnar. Stjórnvöld ættu ekki að gleyma því faglega starfi, sem þar hefur farið fram auk þess sem það er lífsnauðsynlegt heilbrigðiskerfinu að sú þekking sem þar hefur orðið til glatist ekki. Höfundur er læknir með sérgrein í kvenlækningum og áratuga reynslu af skimunum
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun