Opið fyrir umferð að gossvæðinu og bílastæðum bætt við Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2021 09:29 Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur opnað fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gossvæðinu í Geldingadölum. Ákvörðun um opnun var tekin á fundi aðgerðarstjórnar klukkan níu í morgun. „Vegagerðin er búin að skafa Suðurstrandarveginn, nýbúin að því. Hann er orðinn greiðfær. Svo erum við komin með tilbúin bílastæði, skammt frá upphafsstað gönguleiðar að gosstöðvunum sem ætti að taka nokkuð hundruð bíla þannig að veðurspáin er góð og öll skilyrði fyrir opnun eru góð,“ sagði Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Umferðarstjórn verður við bílastæðin. Útlit fyrir ágætis veður Lögreglan lokaði fyrir umferð að svæðinu klukkan eitt í gær vegna vonskuveðurs. Útlit er fyrir ágætis veður við gosstöðvarnar í dag þó búast megi við kulda og stöku éljum. Upp úr hádegi gæti orðið töluverð gassöfnun áður en vindur snýr sér til norðurs og er fólki bent á að halda sig ofarlega í hlíðunum við gosið eða upp á hryggjunum. Líkt og áður segir var lokað fyrir umferð að svæðinu í gær og nótt. Gunnar segir að lítið hafi verið um að fólk hafi reynt að komast inn á svæðið þrátt fyrir lokun. „Það voru einstök tilfelli, einn eða tveir sem reyndu það,“ segir Gunnar og bætir við að þeim hafi verið vísað af svæðinu. Lögreglan hvetur þá, sem ætla að svæðinu, til að vera vel búna. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ákvörðun um opnun var tekin á fundi aðgerðarstjórnar klukkan níu í morgun. „Vegagerðin er búin að skafa Suðurstrandarveginn, nýbúin að því. Hann er orðinn greiðfær. Svo erum við komin með tilbúin bílastæði, skammt frá upphafsstað gönguleiðar að gosstöðvunum sem ætti að taka nokkuð hundruð bíla þannig að veðurspáin er góð og öll skilyrði fyrir opnun eru góð,“ sagði Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Umferðarstjórn verður við bílastæðin. Útlit fyrir ágætis veður Lögreglan lokaði fyrir umferð að svæðinu klukkan eitt í gær vegna vonskuveðurs. Útlit er fyrir ágætis veður við gosstöðvarnar í dag þó búast megi við kulda og stöku éljum. Upp úr hádegi gæti orðið töluverð gassöfnun áður en vindur snýr sér til norðurs og er fólki bent á að halda sig ofarlega í hlíðunum við gosið eða upp á hryggjunum. Líkt og áður segir var lokað fyrir umferð að svæðinu í gær og nótt. Gunnar segir að lítið hafi verið um að fólk hafi reynt að komast inn á svæðið þrátt fyrir lokun. „Það voru einstök tilfelli, einn eða tveir sem reyndu það,“ segir Gunnar og bætir við að þeim hafi verið vísað af svæðinu. Lögreglan hvetur þá, sem ætla að svæðinu, til að vera vel búna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira