Áfengisnotkun á gossvæðinu veldur lögreglu áhyggjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2021 20:00 Ásmundur Rúnar Gylfason er aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. STÖÐ2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum brýnir fyrir fólki að vera ekki undir áhrifum áfengis við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Lokað er fyrir umferð að gossvæðinu vegna vonskuveðurs. Áætlað er að um átta þúsund manns hafi verið við gosstöðvarnar í gærkvöldi og nótt enda var veðrið með fínasta móti. Eitthvað var um óhöpp á svæðinu. „Það var þarna aðili sem snéri sig á fæti sem er viðbúið í þessu landslagi sem þarna er og svo annar aðili sem féll á andlitið, þannig við brýnum fyrir fólki að vera vel klætt og vel skóað þegar það leggur af stað,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild lögreglustjórans á Suðurnesjum. Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma. „Það fór í gang skipulögð leit, leitin bar svo árangur um fimmleytið en konan fannst í Grindavík. Hún hafði skilað sér þangað þannig að allt fór það bara mjög vel.“ Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svæðið lokað og staðan endumetin á morgun Lokað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu sem og um gönguleið að svæðinu klukkan eitt í dag vegna versnandi veðurskilyrða. Búast má við allt að 25 metrum á sekúndu í kvöld og er appelsínugul viðvörun í gildi. „Suðurstrandarvegur verður opinn fyrir þá umferð sem þarf um hann að fara. Þannig að ef umferð þarf nauðsynlega að fara um veginn þá verður henni hleypt framhjá lokun,“ sagði Ásmundur. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi.Vilhelm Gunnarsson Töluvert hefur verið um rusl og áfengisneyslu á svæðinu. Lögregla vill brýna fyrir fólki að fara með gát. „Við höfum haft spurnir af því að í gærkvöldi og nótt hafi borið svolítið á því að fólk hafi haft áfengi um hönd. Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að þetta fari ekki saman að menn séu að fara í fjallgöngu að vetri til þar sem veður getur snögglega breyst og vera undir áhrifum áfengis að það fari ekki saman.“ Eins vill hann biðla til fólks að taka rusl með sér aftur til baka frá svæðinu. „Það hefur aðeins borið á því að fólk hafi verið að kasta rusli þarna. Það viljum við ekki sjá,“ sagði Ásmundur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Áætlað er að um átta þúsund manns hafi verið við gosstöðvarnar í gærkvöldi og nótt enda var veðrið með fínasta móti. Eitthvað var um óhöpp á svæðinu. „Það var þarna aðili sem snéri sig á fæti sem er viðbúið í þessu landslagi sem þarna er og svo annar aðili sem féll á andlitið, þannig við brýnum fyrir fólki að vera vel klætt og vel skóað þegar það leggur af stað,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild lögreglustjórans á Suðurnesjum. Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma. „Það fór í gang skipulögð leit, leitin bar svo árangur um fimmleytið en konan fannst í Grindavík. Hún hafði skilað sér þangað þannig að allt fór það bara mjög vel.“ Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svæðið lokað og staðan endumetin á morgun Lokað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu sem og um gönguleið að svæðinu klukkan eitt í dag vegna versnandi veðurskilyrða. Búast má við allt að 25 metrum á sekúndu í kvöld og er appelsínugul viðvörun í gildi. „Suðurstrandarvegur verður opinn fyrir þá umferð sem þarf um hann að fara. Þannig að ef umferð þarf nauðsynlega að fara um veginn þá verður henni hleypt framhjá lokun,“ sagði Ásmundur. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi.Vilhelm Gunnarsson Töluvert hefur verið um rusl og áfengisneyslu á svæðinu. Lögregla vill brýna fyrir fólki að fara með gát. „Við höfum haft spurnir af því að í gærkvöldi og nótt hafi borið svolítið á því að fólk hafi haft áfengi um hönd. Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að þetta fari ekki saman að menn séu að fara í fjallgöngu að vetri til þar sem veður getur snögglega breyst og vera undir áhrifum áfengis að það fari ekki saman.“ Eins vill hann biðla til fólks að taka rusl með sér aftur til baka frá svæðinu. „Það hefur aðeins borið á því að fólk hafi verið að kasta rusli þarna. Það viljum við ekki sjá,“ sagði Ásmundur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52
Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32