Ritstjóri Jama sendur í tímabundið leyfi vegna hlaðvarpshneykslis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 11:27 Bauchner hefur beðist afsökunar á uppákomunni. Mynd/Moody College of Communication Howard Bauchner, ritstjóri Journal of the American Medical Association, er kominn í tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á ummælum sem aðstoðarritstjórinn Ed Livingston lét falla í hlaðvarpsþætti í febrúar. American Medical Association eru stærstu læknasamtök Bandaríkjanna. Hlaðvarpsþátturinn bar yfirskriftina „Kerfisbundinn rasismi fyrir læknum - Hvað er það?“ „Kerfisbundinn rasismi er óheppilegt hugtak,“ sagði Livingston. „Persónulega held ég að það myndi hjálpa að taka rasisma út úr samtalinu. Mörgu fólki, eins og mér sjálfum, er misboðið þegar það er gefið í skyn að við séum á einhvern hátt rasísk.“ Í tísti til að auglýsa hlaðvarpið sagði: „Enginn læknir er rasisti; hvernig getur þá verið kerfisbundinn rasismi innan heilbrigðiskerfisins? Hugmyndin útskýrð af læknum fyrir lækna.“ Tístinu var eytt og hlaðvarpsþættinum sömuleiðis en nærri 7.000 manns skrifuðu undir áskorun á Change.org, þar sem kallað var eftir því að Jama hætti að viðhalda rasisma innan heilbrigðisgeirans. 1) Yes, physicians can absolutely be racist.2) Yes, physicians can be complicit in upholding the practices and policies of systemic racism. 3) @JAMA_current, this tweet shouldn’t have bern deleted. It was a (yet, again) another learning opportunity for your journal. pic.twitter.com/G2PudNFCZz— uché blackstock, md (@uche_blackstock) March 4, 2021 Þegar hlaðvarpinu var eytt kom yfirlýsing frá Bauchner þess í stað þar sem sagði að ummælin í þættinum hefðu verið röng, móðgandi og særandi, og ekki í takt við staðla Jama. „Rasismi og kerfisbundinn rasismi þrífast í Bandaríkjunum og innan heilbrigðiskerfisins. Eftir ítarlega íhugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skaðinn sem hlaðvarpið kann að valda vegur þyngra en nokkur ástæða til að hafa hlaðvarpið áfram til birtingar á Jama-miðlinum. Ég biðst aftur afsökunar á þeim skaða sem hlaðvarpið og tístið um það hafa valdið. Við erum að koma á breytingum til að koma í veg fyrir að uppákoman endutaki sig,“ sagði í yfirlýsingunni. Livingston hefur sagt upp störfum. Bandaríkin Black Lives Matter Heilbrigðismál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
American Medical Association eru stærstu læknasamtök Bandaríkjanna. Hlaðvarpsþátturinn bar yfirskriftina „Kerfisbundinn rasismi fyrir læknum - Hvað er það?“ „Kerfisbundinn rasismi er óheppilegt hugtak,“ sagði Livingston. „Persónulega held ég að það myndi hjálpa að taka rasisma út úr samtalinu. Mörgu fólki, eins og mér sjálfum, er misboðið þegar það er gefið í skyn að við séum á einhvern hátt rasísk.“ Í tísti til að auglýsa hlaðvarpið sagði: „Enginn læknir er rasisti; hvernig getur þá verið kerfisbundinn rasismi innan heilbrigðiskerfisins? Hugmyndin útskýrð af læknum fyrir lækna.“ Tístinu var eytt og hlaðvarpsþættinum sömuleiðis en nærri 7.000 manns skrifuðu undir áskorun á Change.org, þar sem kallað var eftir því að Jama hætti að viðhalda rasisma innan heilbrigðisgeirans. 1) Yes, physicians can absolutely be racist.2) Yes, physicians can be complicit in upholding the practices and policies of systemic racism. 3) @JAMA_current, this tweet shouldn’t have bern deleted. It was a (yet, again) another learning opportunity for your journal. pic.twitter.com/G2PudNFCZz— uché blackstock, md (@uche_blackstock) March 4, 2021 Þegar hlaðvarpinu var eytt kom yfirlýsing frá Bauchner þess í stað þar sem sagði að ummælin í þættinum hefðu verið röng, móðgandi og særandi, og ekki í takt við staðla Jama. „Rasismi og kerfisbundinn rasismi þrífast í Bandaríkjunum og innan heilbrigðiskerfisins. Eftir ítarlega íhugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skaðinn sem hlaðvarpið kann að valda vegur þyngra en nokkur ástæða til að hafa hlaðvarpið áfram til birtingar á Jama-miðlinum. Ég biðst aftur afsökunar á þeim skaða sem hlaðvarpið og tístið um það hafa valdið. Við erum að koma á breytingum til að koma í veg fyrir að uppákoman endutaki sig,“ sagði í yfirlýsingunni. Livingston hefur sagt upp störfum.
Bandaríkin Black Lives Matter Heilbrigðismál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira