Telur ekki að börn þurfi að leggjast frekar inn nú Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. mars 2021 20:46 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Sigurjón Barnasmitsjúkdómalæknir segist ekki eiga von á að börn þurfi að leggjast frekar inná spítala en áður þó þau hafi fengið breska afbrigði veirunnar. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að meðal þeirra deilda á Landspítala sem væru í viðbragsstöðu vegna samfélagssmita síðustu daga sé barnadeild. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins segir að það sé sama viðbragð og hafi verið viðhaft áður í faraldrinum. Ekkert barn hafi hingað til þurft að leggjast inná spítala vegna Covid-19 og hann býst ekki við mikilli breytingu nú. „Ég held að þó við séum að setja okkur í stellingar og tilbúin að takast á við það ef börnin fara að veikjast eitthvað meira þá er það ekki eitthvað sem við eigum sérstaklega von á. Það er lítillega aukin hætta á því, hjá börnum, en hins vegar með það að meira af börnum sé að smitast núna, það er eiginlega aðeins of snemmt.“ Valtýr undirstrikar það sem áður hefur komið fram að yngri börn veikist síður og smiti síður. „Það er með þetta afbrigði, sem og hin afbrigðin, að yngstu börnin eru minna líkleg til að smitast, þau eru minna líkleg til að veikjast alvarlega og eru minna líkleg til að smita aðra.“ Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki standi til að hefja bólusetningar á börnum. Valtýr segir vel koma til greina að bólusetja börn þó það gerist ekki strax. „Það er verið að skoða það. Eins og staðan er núna þá er ekkert af þessum bóluefnum sem í boði eru leyfð fyrir börn. Við bíðum eftir gögnum og rannsóknum sem eru þegar í gangi til þess að sýna okkur öryggi þess að bólusetja börn. En það verður að svara þessari öryggisspurningu áður en við förum að bólusetja börn í stórum stíl. Þegar það liggur fyrir kæmi vel til greina að byrja að bólusetja til dæmis unglingana og færa sig síðan neðar í aldri eins og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17 Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Sjá meira
Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að meðal þeirra deilda á Landspítala sem væru í viðbragsstöðu vegna samfélagssmita síðustu daga sé barnadeild. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins segir að það sé sama viðbragð og hafi verið viðhaft áður í faraldrinum. Ekkert barn hafi hingað til þurft að leggjast inná spítala vegna Covid-19 og hann býst ekki við mikilli breytingu nú. „Ég held að þó við séum að setja okkur í stellingar og tilbúin að takast á við það ef börnin fara að veikjast eitthvað meira þá er það ekki eitthvað sem við eigum sérstaklega von á. Það er lítillega aukin hætta á því, hjá börnum, en hins vegar með það að meira af börnum sé að smitast núna, það er eiginlega aðeins of snemmt.“ Valtýr undirstrikar það sem áður hefur komið fram að yngri börn veikist síður og smiti síður. „Það er með þetta afbrigði, sem og hin afbrigðin, að yngstu börnin eru minna líkleg til að smitast, þau eru minna líkleg til að veikjast alvarlega og eru minna líkleg til að smita aðra.“ Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki standi til að hefja bólusetningar á börnum. Valtýr segir vel koma til greina að bólusetja börn þó það gerist ekki strax. „Það er verið að skoða það. Eins og staðan er núna þá er ekkert af þessum bóluefnum sem í boði eru leyfð fyrir börn. Við bíðum eftir gögnum og rannsóknum sem eru þegar í gangi til þess að sýna okkur öryggi þess að bólusetja börn. En það verður að svara þessari öryggisspurningu áður en við förum að bólusetja börn í stórum stíl. Þegar það liggur fyrir kæmi vel til greina að byrja að bólusetja til dæmis unglingana og færa sig síðan neðar í aldri eins og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17 Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Sjá meira
Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17
Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36
Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23