Hver er fljótfær? Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 25. mars 2021 17:30 Hún var furðuleg sendingin frá formanni VR í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Þar kemst hann að þeirri ævintýralegu niðurstöðu að meintur áróður fjársterkra afla og stórfyrirtækja sé um að kenna því bakslagi sem við upplifum nú í baráttunni við COVID19. Formaðurinn fullyrðir að smit, sem reyndar hófu að greinast 23. mars síðastliðinn, séu á einhvern hátt tengd ákvörðunum um smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi á landamærum Íslands sem fyrirhugaðar eru. Þær breytingar áttu reyndar ekki að koma til framkvæmda fyrr en annars vegar á morgun og hins vegar 1. maí, rúmum mánuði eftir að þær áttu að hafa hrundið af stað fjórðu bylgju faraldursins hér á landi. Sem fyrr lætur formaðurinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér að óþörfu. Í viðtalinu heldur formaðurinn því enn fremur fram að „fljótfærni fáeinna aðila” – og nefnir Icelandair í því samhengi - hafi orðið til þess að búið sé að tefla ferðasumrinu í hættu. Hagsmunapot hafi ráðið för. Ekki er gott að segja hvernig hagsmunir flugfélagsins ættu að ríma við þessa tilgátu formannsins, en nýlegar og opinberar deilur hans við fyrirtækið varpa ef til vill ljósi á raunverulegt markmið formanns VR með viðtalinu. Ef til vill skorar svona málflutningur, líkt og formaðurinn gerðist sekur um í vikunni, stundarpunkta hjá einhverjum hópi. En til lengri tíma, og nú á ögurstundu, er hreinlega verið að vinna samfélaginu tjón. Nú er ekki tíminn til ábyrgðalausra upphlaupa heldur yfirvegaðra og málefnalegra umræðna um sameiginlegan vágest. Hagsmunir okkar allra eru undir því að takist vel til. Eftir stendur spurningin um hver það er sem raunverulega hefur gerst sekur um fljótfærni? Höfundur er framkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Hún var furðuleg sendingin frá formanni VR í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Þar kemst hann að þeirri ævintýralegu niðurstöðu að meintur áróður fjársterkra afla og stórfyrirtækja sé um að kenna því bakslagi sem við upplifum nú í baráttunni við COVID19. Formaðurinn fullyrðir að smit, sem reyndar hófu að greinast 23. mars síðastliðinn, séu á einhvern hátt tengd ákvörðunum um smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi á landamærum Íslands sem fyrirhugaðar eru. Þær breytingar áttu reyndar ekki að koma til framkvæmda fyrr en annars vegar á morgun og hins vegar 1. maí, rúmum mánuði eftir að þær áttu að hafa hrundið af stað fjórðu bylgju faraldursins hér á landi. Sem fyrr lætur formaðurinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér að óþörfu. Í viðtalinu heldur formaðurinn því enn fremur fram að „fljótfærni fáeinna aðila” – og nefnir Icelandair í því samhengi - hafi orðið til þess að búið sé að tefla ferðasumrinu í hættu. Hagsmunapot hafi ráðið för. Ekki er gott að segja hvernig hagsmunir flugfélagsins ættu að ríma við þessa tilgátu formannsins, en nýlegar og opinberar deilur hans við fyrirtækið varpa ef til vill ljósi á raunverulegt markmið formanns VR með viðtalinu. Ef til vill skorar svona málflutningur, líkt og formaðurinn gerðist sekur um í vikunni, stundarpunkta hjá einhverjum hópi. En til lengri tíma, og nú á ögurstundu, er hreinlega verið að vinna samfélaginu tjón. Nú er ekki tíminn til ábyrgðalausra upphlaupa heldur yfirvegaðra og málefnalegra umræðna um sameiginlegan vágest. Hagsmunir okkar allra eru undir því að takist vel til. Eftir stendur spurningin um hver það er sem raunverulega hefur gerst sekur um fljótfærni? Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar