Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 25. mars 2021 15:31 Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Þverpólitískur starfshópur, þar sem ég á sæti, mótaði tillögurnar og það er mjög gleðilegt að við náðum þeirri sameiginlegu sýn að horft verði sérstaklega til að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Þetta er stór og mikill áfangi og sóknarfæri fyrir bæði Akureyri og Norðurland allt. Þetta eru ekki síst mikilvæg og jákvæð skilaboð til þess öfluga hóps fólks sem starfað hefur um árabil á Akureyri í tengslum við norðurslóðamálin. Þetta er staðfesting á að starf þeirra hefur verið faglegt og gott og að þeim er treyst fyrir forystunni í þessum mikilvæga málaflokki. Framlag Akureyrar er víðtækara en marga grunar og kannski er sú staðreynd ekki á allra vitorði að Norðurheimskautsbaugur liggur í gegnum nyrsta byggðakjarna Akureyrarbæjar, það er Grímsey. Háskólinn á Akureyri, fjölmargar stofnanir, vinnuhópar og samtök á sviði norðurslóðamála, sem staðsett eru á Akureyri, eru virkir þátttakendur í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur unnið mikilvægt starf sem lýtur að sjálfbærri þróun á svæðinu um áratuga skeið. Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála er staðsett á Akureyri, en það er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila á Íslandi. Akureyrarbær hefur þá tekið virkan þátt í samtökum um eflingu byggða á norðurslóðum, Northern Forum, og vettvangi borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors. Málefni norðurslóða kalla á þverfaglega nálgun og það hefur gefið góða raun hér sem víðar að byggja upp miðstöðvar til að ná má fram samlegðaráhrifum. Á Akureyri er ríkur vilji til að marka bænum enn skýrari stöðu sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi og nú þegar við höfum fengið tækifæri til þess er það okkar verkefni að gera okkar allra besta. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér reynist frjór jarðvegur fyrir þá vaxtarsprota sem okkur hefur verið treyst fyrir. Áhuginn og áherslan sem er á málefnum Norðurslóða mun styrkja stöðu Akureyrar til langrar framtíðar um leið og verkefnið sjálft laðar fólk til bæjarins í margvíslegum tilgangi, hvort sem er vísindastarfs, ráðstefnuhalds eða annað. Það styrkir aðrar atvinnugreinar í bænum og skapar ný tækifæri sem við sjáum mörg ekki fyrir hér og nú. Ég óska Akureyringum og Norðlendingum öllum til hamingju með þetta heillaríka framfaraskref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Norðurslóðir Akureyri Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Skóla - og menntamál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Þverpólitískur starfshópur, þar sem ég á sæti, mótaði tillögurnar og það er mjög gleðilegt að við náðum þeirri sameiginlegu sýn að horft verði sérstaklega til að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Þetta er stór og mikill áfangi og sóknarfæri fyrir bæði Akureyri og Norðurland allt. Þetta eru ekki síst mikilvæg og jákvæð skilaboð til þess öfluga hóps fólks sem starfað hefur um árabil á Akureyri í tengslum við norðurslóðamálin. Þetta er staðfesting á að starf þeirra hefur verið faglegt og gott og að þeim er treyst fyrir forystunni í þessum mikilvæga málaflokki. Framlag Akureyrar er víðtækara en marga grunar og kannski er sú staðreynd ekki á allra vitorði að Norðurheimskautsbaugur liggur í gegnum nyrsta byggðakjarna Akureyrarbæjar, það er Grímsey. Háskólinn á Akureyri, fjölmargar stofnanir, vinnuhópar og samtök á sviði norðurslóðamála, sem staðsett eru á Akureyri, eru virkir þátttakendur í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur unnið mikilvægt starf sem lýtur að sjálfbærri þróun á svæðinu um áratuga skeið. Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála er staðsett á Akureyri, en það er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila á Íslandi. Akureyrarbær hefur þá tekið virkan þátt í samtökum um eflingu byggða á norðurslóðum, Northern Forum, og vettvangi borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors. Málefni norðurslóða kalla á þverfaglega nálgun og það hefur gefið góða raun hér sem víðar að byggja upp miðstöðvar til að ná má fram samlegðaráhrifum. Á Akureyri er ríkur vilji til að marka bænum enn skýrari stöðu sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi og nú þegar við höfum fengið tækifæri til þess er það okkar verkefni að gera okkar allra besta. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér reynist frjór jarðvegur fyrir þá vaxtarsprota sem okkur hefur verið treyst fyrir. Áhuginn og áherslan sem er á málefnum Norðurslóða mun styrkja stöðu Akureyrar til langrar framtíðar um leið og verkefnið sjálft laðar fólk til bæjarins í margvíslegum tilgangi, hvort sem er vísindastarfs, ráðstefnuhalds eða annað. Það styrkir aðrar atvinnugreinar í bænum og skapar ný tækifæri sem við sjáum mörg ekki fyrir hér og nú. Ég óska Akureyringum og Norðlendingum öllum til hamingju með þetta heillaríka framfaraskref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar