Kári vill fjölga sóttkvíardögum milli skimana á landamærum Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2021 11:57 Kári Stefánsson segir dæmi um að fólk sem mælist neikvætt við komuna til landsins og fimm dögum síðar en greinist með kórónuveiruna eftir það. stöð 2 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum. Þá ætti að afnema með öllu skyldu útlendinga á atvinnulaysisbótum til að koma reglulega til landsins til að staðfesta að þeir séu enn atvinnulausir. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid-19 veirunnar hafa sloppið hingað til lands frá mörgum stöðum þrátt fyrir sóttvarnaráðstafanir á landamærunum. „Þetta berst inn í landið með fólki sem er að koma hingað frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,” segir Kári. Þeir sem flakki fram og til baka séu líklegri en aðrir til að bera veiruna til landsins en aðir. Undanfarið ár hefur verið flogið til mjög fárra áfangastaða frá Íslandi og fáir farþegar í flestum flugvélum nema þá helst þeim sem koma frá Varsjá í Póllandi. Enda búa aðeins fleiri Pólverjar á Íslandi en íbúar Akureyrar. Er það stóra feimnismálið í umræðunni vegna pólitískrar réttsýni að við nefnum ekki ákveðna hluti? Það er vitað í dag að það eru margir Pólverjar að fara á milli Póllands og Íslands? „Það er enginn vandi að taka á því. Vegna þess að þetta fólk er að koma hingað með reglulegu millibili til að sækja sér atvinnuleysisbætur. Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Í dag geta atvinnulausir útlendiingar frá evrópska efnahagssvæðinu sótt um að staðfesta bætur sínar í útlöndum í þrjá mánuði á meðan þeir leita sér að vinnu innan svæðisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir þurfa til dæmis að eiga rétt á fullum bótum og hafa þegar bætur samfellt í fjórar vikur hér á landi áður. Annars er almenna reglan að staðfesta þurfi atvinnuleit hér á landi í hverjum mánuði á milli 20. og 25. hvers mánaðar. Kári vill einnig breyta sóttvarnareglum á landamærunum. „Ég held að við verðum að lengja sóttkvíartímann uúr fimm dögum upp í að minnsta kosti sjö. Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Pólland Tengdar fréttir 20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid-19 veirunnar hafa sloppið hingað til lands frá mörgum stöðum þrátt fyrir sóttvarnaráðstafanir á landamærunum. „Þetta berst inn í landið með fólki sem er að koma hingað frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,” segir Kári. Þeir sem flakki fram og til baka séu líklegri en aðrir til að bera veiruna til landsins en aðir. Undanfarið ár hefur verið flogið til mjög fárra áfangastaða frá Íslandi og fáir farþegar í flestum flugvélum nema þá helst þeim sem koma frá Varsjá í Póllandi. Enda búa aðeins fleiri Pólverjar á Íslandi en íbúar Akureyrar. Er það stóra feimnismálið í umræðunni vegna pólitískrar réttsýni að við nefnum ekki ákveðna hluti? Það er vitað í dag að það eru margir Pólverjar að fara á milli Póllands og Íslands? „Það er enginn vandi að taka á því. Vegna þess að þetta fólk er að koma hingað með reglulegu millibili til að sækja sér atvinnuleysisbætur. Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Í dag geta atvinnulausir útlendiingar frá evrópska efnahagssvæðinu sótt um að staðfesta bætur sínar í útlöndum í þrjá mánuði á meðan þeir leita sér að vinnu innan svæðisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir þurfa til dæmis að eiga rétt á fullum bótum og hafa þegar bætur samfellt í fjórar vikur hér á landi áður. Annars er almenna reglan að staðfesta þurfi atvinnuleit hér á landi í hverjum mánuði á milli 20. og 25. hvers mánaðar. Kári vill einnig breyta sóttvarnareglum á landamærunum. „Ég held að við verðum að lengja sóttkvíartímann uúr fimm dögum upp í að minnsta kosti sjö. Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Pólland Tengdar fréttir 20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33
Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52